KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27.8.2021 21:59
Einkareknar heilsugæslur greiða allt að þrjátíu prósentum meira Einkareknar heilsugæslustöðvar þurfa að greiða allt að sextíu prósentum meira í rannsóknarkostnað en hinar opinberu, að sögn forstjóra Heilsugæslunnar Höfða. Hann segir að um sé að ræða mismunun í heilbrigðiskerfinu og íhugar að leita til dómstóla. 27.8.2021 21:31
Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27.8.2021 21:06
„Ég segi bara við allt unga fólkið heima: Let‘s go“ Söngleikurinn Hlið við hlið sem byggður er á þekktustu lögum söngvarans Friðriks Dórs verður frumsýndur í kvöld. Sýningin fer fram í Gamla bíói en Friðrik Dór mun sjá verkið lifna við á sviðinu í fyrsta sinn í kvöld. 27.8.2021 20:00
Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27.8.2021 19:31
Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27.8.2021 19:01
Dyrum Cösu Christi lokað og MR-ingar fá inn í Dómkirkjunni MR-ingar munu ekki nema í húsinu Casa Christi í vetur. Úttekt var gerð á húsinu og skýrslu um ástand þess skilað fyrir skólabyrjun í haust og varð þá ljóst að ekki sé boðlegt að kenna í húsinu. Nemendur þurfi því að leita yfir Lækjargötuna í von um kennslu. 27.8.2021 18:18
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir skotárásina þar í gærkvöld. Kristín Ólafsdóttir fréttamaður er fyrir austan og hefur rætt við fólk á svæðinu en hún mun flytja okkur nýjustu tíðindi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. 27.8.2021 18:01
Báðir sem létust í vikunni úr Covid-19 erlendir ferðamenn Tveir hafa látist af völdum kórónuveirunnar í vikunni hér á landi. Báðir voru erlendir ferðamenn í heimsókn á Íslandi. 27.8.2021 17:54
Límdu hakakross á auglýsingu frá Ölgerðinni: „Maður er alveg miður sín“ Ölgerðinni barst í dag tilkynning um að búið væri að líma límmiða, með mynd af hakakrossinum og textanum „Við erum alls staðar“, á auglýsingu fyrirtækisins á Ártúnshöfða. Forstjóri Ölgerðarinnar segist miður sín vegna atviksins. 27.8.2021 17:48