Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Við munum finna ykkur og láta ykkur gjalda“

Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð hryðjuverkasamtakanna ISIS-K, sem stóðu að baki mannskæðri sprengjuárás á flugvellinum í Kabúl í dag, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld. 

Opna nýja starfsstöð fyrir Covid-19 hraðpróf

Sameind og AVÍÖR opna í fyrramálið nýja starfsstöð fyrir greiningu á Covid-19 með hraðprófum. Þar verður hægt að framkvæma tvö- til þrjúþúsund hraðpróf á dag. 

Hver eru hryðjuverkasamtökin ISIS-K?

Hryðjuverkasamtökin ISIS-K lýstu í kvöld yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á alþjóðaflugvellinum í Kabúl fyrr í dag, sem bönuðu hátt í hundrað manns.

For­stjóri Kviku meðal þeirra sem seldu bréf fyrir tugi milljóna

Nokkrir af æðstu stjórnendum Kviku seldu bréf fyrir tugi milljóna króna í dag. Marínó Örn Tryggvason forstjóri keypti 2,5 milljónir hluta á genginu 7,16 krónur á hlutinn en seldi á sama tíma fjórar milljónir hluta á 23,5 krónur á hlutinn. Hann kom út í 70 milljónum í plús með viðskiptum dagsins.

Ingó Veður­guð verður ekki með í upp­setningu Grea­se

Ingólfur Þórarinsson mun ekki fara með hlutverk Danny Zuko í uppsetningu á söngleiknum Grease. Tónleikasýning á söngleiknum átti að fara fram í haust en hefur verið frestað til næsta árs. Þetta staðfestir Björgvin Þór Rúnarsson, einn framleiðandi tónleikanna, í samtali við Vísi. 

Stikla úr mynd um Díönu lítur dagsins ljós

Fyrsta stiklan fyrir bíómyndina Spencer, kvikmynd sem byggð er á lífi Díönu prinsessu, kom út í dag. Stiklan hefur vakið heilmikla athygli og hafa rúmlega þrjár milljónir manna horft á stikluna á YouTube rás NEON.

Tjörvi hættir eftir ní­tján ár hjá Bænda­sam­tökunum

Tjörvi Bjarnason, sviðstjóri útgáfu- og kynningarsviðs Bændasamtakanna, hefur sagt upp störfum eftir nítján ár hjá samtökunum. Hann hefur stýrt rekstri Bændablaðsins í fjölda ára og unnið sem almannatengill fyrir bændur svo fátt eitt sé nefnt.

Sjá meira