Lögreglumaðurinn sem banaði innrásarkonu stígur fram Lögreglumaðurinn sem skaut konu, sem tók þátt í innrásinni í bandaríska þinghúsið, til bana mun á morgun stíga fram og segja sögu sína í sjónvarpsviðtali. Fyrst þá verður nafn lögreglumannsins þekkt en aðeins tveir dagar eru liðnir frá því að tilkynnt var að lögreglumaðurinn muni ekki sæta viðurlögum fyrir manndrápið. 25.8.2021 23:00
Hópur afgansks flóttafólks fastur við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands Mannréttindadómstóll Evrópu hefur beðið pólsk og lettnesk stjórnvöld um að hjálpa flóttafólki, sem er fast á landamærunum, við að komast í öruggt skjól. Flestir flóttamannanna eru frá Afganistan og Írak. 25.8.2021 22:57
Hlébarði réðst á þýskt módel í myndatöku Fyrirsæta á fertugsaldri er alvarlega slösuð eftir að hlébarði réðist á hana í myndatöku í dýragarði í Þýskalandi. 25.8.2021 22:14
Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25.8.2021 19:43
Sigurborg Ósk á von á barni Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, á von á barni. Hún greinir frá þessu á Twitter og segir að „lítill laumufarþegi“ hafi fengið að fylgja með til Húsavíkur, þar sem hún býr nú, í vor. 25.8.2021 19:00
Segir Ardern hafa skipulagt að kona tæki við sem forsætisráðherra Fyrrverandi forsætisráðherra Samóa eyja hefur sakað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, um að hafa beitt sér fyrir að hann tapaði nýafstöðnum kosningum og komið fyrstu konunni í embættið. 25.8.2021 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá því hvernig blaðamannafundur KSÍ fór þar sem nýjasti landsliðshópurinn var kynntur. Fréttamaður okkar Snorri Másson sat fundinn en andrúmsloftið varð spennuþrungið þegar forysta KSÍ var spurð út í erfið mál sem vofa yfir liðinu. 25.8.2021 18:01
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn birtir framboðslista í fjórum kjördæmum Frjálslyndi lýðræðiflokkurinn birti í dag fjóra framboðslista fyrir komandi Alþingiskosningar sem fara munu fram þann 25. september næstkomandi. Flokkurinn er meðal þeirra síðustu flokka sem kynnir framboðslista og hafa tilkynnt fyrirhugað framboð. 24.8.2021 23:51
Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24.8.2021 22:52
Strangari reglur fyrir ferðamenn hér en á hinum Norðurlöndunum Kröfur á ferðamenn, bæði íslenska og erlenda, sem koma hingað til lands eru mun harðari en á ferðamenn á hinum Norðurlöndunum. Bólusettir farþegar þar þurfa ekki að fara í skimun, hvorki fyrir heimferð eða eftir komuna til landsins. 24.8.2021 22:22