Mun ekki fresta brottför frá Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan. 24.8.2021 21:40
Banaslys á Eyrarbakka Karlmaður á sextugsaldri lést í banaslysi á byggingarsvæði á Eyrarbakka um klukkan þrjú síðdegis í dag. 24.8.2021 20:21
Airbnb býður afgönsku flóttafólki fría gistingu Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur tilkynnt að hún muni taka á móti 20 þúsund afgönskum flóttamönnum gjaldfrjálst til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum um allan heim. 24.8.2021 19:46
Gauknum lokað skyndilega vegna karaokíþyrstra Covid-sjúklinga Skemmtistaðurinn Gaukurinn verður lokaður í kvöld eftir að stjórnendum staðarins barst það til eyrna að karaokí þyrstir Covid-sjúklingar hygðust mæta á karaokí-kvöld, sem átti að vera á staðnum í kvöld. Þetta staðfestir rekstrarstjóri Gauksins í samtali við fréttastofu. 24.8.2021 18:19
Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24.8.2021 18:05
Myndir af Arnarhóli sagðar af Covid-mótmælum í Frakklandi Myndbandi af Íslendingum að fagna gengi karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumeistaramótinu árið 2016 hefur verið dreift víða í Frakklandi og myndbandið sagt af mótmælum gegn svokölluðum bólusetningarvegabréfum. 24.8.2021 17:20
Charlie Watts er látinn Charlie Watts, trymbill Rolling Stones, er látinn. Hann varð áttræður. 24.8.2021 16:51
Fyrst svartra kvenna til að bera Tiffany demantinn Beyoncé er fyrst svartra kvenna til að fá að bera hinn víðfræga 128,54 karata Tiffany demant. Tónlistarkonan ber demantinn um hálsinn í nýrri auglýsingaherferð Tiffany & Co skartgripaverslunarinnar, þar sem hún situr fyrir ásamt eiginmanni sínum Jay-Z. 23.8.2021 16:16
Bandmenn Sex Pistols höfðu betur gegn Johnny Rotten Johnny Rotten, söngvarinn í bresku pönk-sveitinni Sex Pistols, tapaði máli gegn meðlimum sveitarinnar fyrir hæstarétti í Bretlandi í dag. Rotten krafðist þess að fyrrverandi félagar hans fengju ekki að nota Sex Pistols lög í sjónvarpsþáttaseríu um sveitina. 23.8.2021 16:04
Ungir umhverfissinnar loka orkumálaráðuneyti Noregs Um 150 umhverfissinnar lokuðu fyrir aðgengi að orkumálaráðuneyti Noregs í dag. Hátt í tuttugu þeirra gripu til þess ráðs að fara inn í anddyri ráðuneytisins til að mótmæla og hafa þeir ekki farið þaðan út í dag. 23.8.2021 15:30