Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 22:31 Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst á vormánuðum 2018 bréf frá föður þolanda landsliðsmanns í knattspyrnu, sem hann svaraði um hæl. Vísir/Vilhelm Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í kvöldfréttum RÚV í kvöld að hún hafi haustið 2017 orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu. Málið var tilkynnt til lögreglu um leið en þegar ekkert hafði komið út úr því sex mánuðum síðar gafst faðir Þórhildar upp og hafði samband við KSÍ þar sem hann greindi formanni og starfsmönnum félagsins frá kærunni sem væri til rannsóknar hjá lögreglu. Í bréfinu gagnrýndi faðir Þórhildar það að leikmaðurinn skyldi enn vera í liðinu og á leið að spila á vináttulandsleik Íslands og Perú vorið 2018, sem hann sjálfur ætti miða á. Þar sem hann vildi ekki horfa á „manninn sem réðist“ á dóttur hans „leika sér með bolta“ hygðist hann ekki mæta á leikinn. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, svaraði bréfi föðurins og sagðist ekki hafa vitað af málinu en tæki það alvarlega. Faðirinn hafði þá sent sama bréfið á Guðna Th. Jóhannesson, forseta, sem svaraði um hæl. „Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm,“ segir í svari forsetans, sem birt var í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þar segir hann jafnframt að hann hafi haft samband við Guðna Bergsson. „Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er,“ segir í svari Guðna. Þá tók forsetinn fram að föðurnum væri sjálfsagt að hafa samband við sig aftur teldi hann það heillavænlegt „þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum við nafna minn Bergsson.“ Hér að neðan má lesa bréf Guðna í heild sinni. Kæri x, Ég fékk afrit af tölvupósti þínum til Knattspyrnusambands Íslands, valins starfsfólks þess og formanns, og líka skeyti til mín um sama efni. Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm. Ég hafði samband við Guðna Bergsson. Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er. Þér er sjálfsagt að hafa samband aftur ef þú telur það heillavænlegt, þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum áfram við nafna minn Bergsson. Með kveðju, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands KSÍ Kynferðisofbeldi Forseti Íslands Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31 „Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04 „Ég er bara þjálfarinn þeirra og þeir eru leikmenn undir okkar stjórn“ Eiður Smári Guðjohnsen segir snúið að taka þátt í að velja og þjálfa syni sína. Hann segir þó að þegar komi að þeim hafi aðalþjálfari landsliðsins, Arnar Þór Viðarsson, úrslitavald. 26. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í kvöldfréttum RÚV í kvöld að hún hafi haustið 2017 orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu. Málið var tilkynnt til lögreglu um leið en þegar ekkert hafði komið út úr því sex mánuðum síðar gafst faðir Þórhildar upp og hafði samband við KSÍ þar sem hann greindi formanni og starfsmönnum félagsins frá kærunni sem væri til rannsóknar hjá lögreglu. Í bréfinu gagnrýndi faðir Þórhildar það að leikmaðurinn skyldi enn vera í liðinu og á leið að spila á vináttulandsleik Íslands og Perú vorið 2018, sem hann sjálfur ætti miða á. Þar sem hann vildi ekki horfa á „manninn sem réðist“ á dóttur hans „leika sér með bolta“ hygðist hann ekki mæta á leikinn. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, svaraði bréfi föðurins og sagðist ekki hafa vitað af málinu en tæki það alvarlega. Faðirinn hafði þá sent sama bréfið á Guðna Th. Jóhannesson, forseta, sem svaraði um hæl. „Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm,“ segir í svari forsetans, sem birt var í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þar segir hann jafnframt að hann hafi haft samband við Guðna Bergsson. „Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er,“ segir í svari Guðna. Þá tók forsetinn fram að föðurnum væri sjálfsagt að hafa samband við sig aftur teldi hann það heillavænlegt „þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum við nafna minn Bergsson.“ Hér að neðan má lesa bréf Guðna í heild sinni. Kæri x, Ég fékk afrit af tölvupósti þínum til Knattspyrnusambands Íslands, valins starfsfólks þess og formanns, og líka skeyti til mín um sama efni. Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm. Ég hafði samband við Guðna Bergsson. Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er. Þér er sjálfsagt að hafa samband aftur ef þú telur það heillavænlegt, þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum áfram við nafna minn Bergsson. Með kveðju, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands
Kæri x, Ég fékk afrit af tölvupósti þínum til Knattspyrnusambands Íslands, valins starfsfólks þess og formanns, og líka skeyti til mín um sama efni. Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm. Ég hafði samband við Guðna Bergsson. Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er. Þér er sjálfsagt að hafa samband aftur ef þú telur það heillavænlegt, þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum áfram við nafna minn Bergsson. Með kveðju, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands
KSÍ Kynferðisofbeldi Forseti Íslands Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31 „Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04 „Ég er bara þjálfarinn þeirra og þeir eru leikmenn undir okkar stjórn“ Eiður Smári Guðjohnsen segir snúið að taka þátt í að velja og þjálfa syni sína. Hann segir þó að þegar komi að þeim hafi aðalþjálfari landsliðsins, Arnar Þór Viðarsson, úrslitavald. 26. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31
„Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04
„Ég er bara þjálfarinn þeirra og þeir eru leikmenn undir okkar stjórn“ Eiður Smári Guðjohnsen segir snúið að taka þátt í að velja og þjálfa syni sína. Hann segir þó að þegar komi að þeim hafi aðalþjálfari landsliðsins, Arnar Þór Viðarsson, úrslitavald. 26. ágúst 2021 11:01