Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. 9.8.2021 16:26
Fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo lýsir meintri kynferðisáreitni Fyrrverandi aðstoðarkona Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, sem hefur kært hann fyrir kynferðislega áreitni hefur stigið fram og lýst ofbeldinu í fyrsta sinn undir nafni. Konan er ein ellefu kvenna sem hafa sakað Cuomo um kynferðislega áreitni á tíma hans í embætti. 9.8.2021 15:55
Brennuvargur grunaður um að hafa myrt prest í Frakklandi Fertugur karlmaður, sem kveikti í dómkirkjunni í Nantes í Frakklandi í fyrra, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa orðið kaþólskum presti að bana í smábænum Saint-Laurent-sur-Sévre. 9.8.2021 15:17
Segir Tímanovskaju hafa flúið vegna erlendra áhrifa Forseti Hvíta-Rússlands heldur því fram að hvítrússneskur spretthlaupari og Ólympíufari hafi flúið til Póllands eftir að hafa orðið fyrir áhrifum erlendra afla. Að hans sögn hefði hann aldrei flúið annars. 9.8.2021 14:41
Byggja einingahús við Fossvogsskóla fyrir kennslu í vetur Hluti nemenda í Fossvogsskóla mun áfram sækja nám í Korpuskóla í Grafarvogi í haust á meðan verið er að vinna bug á myglu í húsnæði skólans í Fossvogi. Skólarnir tveir voru sameinaðir í vor og verður fyrirkomulagið áfram þannig, að minnsta kosti að hluta. 9.8.2021 14:03
Tveir á gjörgæslu í öndunarvél 26 eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19 en ekki 24 eins og fram kemur á síðu covid.is. Tveir þeirra eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. 9.8.2021 12:43
Að minnsta kosti 106 greindust smitaðir innanlands Að minnsta kosti 106 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim sem greindust smitaðir voru 44 í sóttkví við greiningu og 62 utan sóttkvíar. 9.8.2021 10:48
Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9.8.2021 10:00
Sneri aftur til vinnu í fæðingarorlofi vegna stöðunnar á spítalanum „Nú kem ég inn á vakt númer tvö, er búin að vera í fæðingarorlofi og er enn í þar sem sonur minn er fjögurra mánaða. Ég kem inn því það vantar svo mönnun og vinn eins og ég má samhliða orlofinu,“ skrifar hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Gylfadóttir í pistli sem hún birti á Facebook í gær. 6.8.2021 14:55
Þvertekur fyrir að Sjísjov hafi svipt sig lífi Maki hvítrússnesks aðgerðasinna, sem fannst látinn í almenningsgarði í Úkraínu, segist ekki trúa því að hann hafi svipt sig lífi. Vinir hans telja að hann hafi verið myrtur og vettvangur sviðsettur. 6.8.2021 13:44