Minnst níutíu Afganar hafa farist og ISIS lýsir yfir ábyrgð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 20:11 Hryðjuverkahópurinn ISIS-K hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásinni. Getty/Sayed Khodaiberdi Sadat Minnst níutíu hafa farist í sprengjuárás sem framin var af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í dag. Þá fórust tólf bandarískir hermenn í árásinni. Fréttastofa Guardian greinir frá þessu. Fregnir hafa borist síðustu mínútur af frekari sprengingum í Kabúl en fréttastofa Reuters hefur nú fengið það staðfest að um hafi verið að ræða skipulagða sprengingu á vegum bandaríska hersins, sem var að sprengja upp skotvopn. Another big blast in Kabul— Secunder Kermani (@SecKermani) August 26, 2021 Minnst níutíu eru látnir og hátt í 150 særðir eftir árásirnar í dag, auk tólf hermanna Bandaríkjahers. Tíu ár eru liðin síðan svo margir bandarískir hermenn féllu í einni árás í Afganistan. Þá virðist sem skotbardagi hafi brotist út við flugvöllinn í Kabúl fyrir stuttu. Tveir menn sprengdu sig í loft upp í dag með litlu millibili skammt frá einu hliðanna að flugvellinum í Kabúl. Þeir eru sagðir hafa sett sprengjurnar af stað þegar bandarískir hermenn, sem stóðu vörð við flugvöllinn, leituðu á þeim. Undirhópur hryðjuverkahópsins sem kallast ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Hópurinn kallast ISKP, en höfuðstöðvar hans eru í Khorasan héraðinu í Afganistan. Hópurinn var strax grunaður um að bera ábyrgð á árásinni, en bandarísk yfirvöld lýstu því í vikunni að þau hefðu áhyggjur af mögulegum árásum ISIS. Talsmaður Talibana hefur fordæmt árásina. Talibanar eru nú sagðir hafa unnið með vestrænum aðilum undanfarna daga í upplýsingagjöf. Talsmaður Talibana segir að nærvera vestrænna hersveita í Afganistan kalli fram árásir sem þessar, sem þeir fordæma. Bandaríska leyniþjónustan deilir nú upplýsingum með Talibönum og hefur gert undanfarna daga. ISIS hefur undanfarna daga sótt í sig veðrið en Talibanar hafa lofað Afgönum að tryggja frið í landinu. Talibanar lýstu sprengjuárásinni í dag sem illlvirki, sem muni ekki endurtaka sig eftir brottför vestrænna hersveita. Talibanar hafa jafnframt lýst því yfir að Afganistan muni ekki verða öruggt skjól fyrir hryðjuverkahópa, eins og það var á fyrri valdatíð Talibana, þegar al-Qaeda hafði höfuðstöðvar í landinu. Fylgst verður með vendingum í málefnum Afganistan í kvöld og greint frá þeim vendingum í vaktinni hér að neðan.
Fréttastofa Guardian greinir frá þessu. Fregnir hafa borist síðustu mínútur af frekari sprengingum í Kabúl en fréttastofa Reuters hefur nú fengið það staðfest að um hafi verið að ræða skipulagða sprengingu á vegum bandaríska hersins, sem var að sprengja upp skotvopn. Another big blast in Kabul— Secunder Kermani (@SecKermani) August 26, 2021 Minnst níutíu eru látnir og hátt í 150 særðir eftir árásirnar í dag, auk tólf hermanna Bandaríkjahers. Tíu ár eru liðin síðan svo margir bandarískir hermenn féllu í einni árás í Afganistan. Þá virðist sem skotbardagi hafi brotist út við flugvöllinn í Kabúl fyrir stuttu. Tveir menn sprengdu sig í loft upp í dag með litlu millibili skammt frá einu hliðanna að flugvellinum í Kabúl. Þeir eru sagðir hafa sett sprengjurnar af stað þegar bandarískir hermenn, sem stóðu vörð við flugvöllinn, leituðu á þeim. Undirhópur hryðjuverkahópsins sem kallast ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Hópurinn kallast ISKP, en höfuðstöðvar hans eru í Khorasan héraðinu í Afganistan. Hópurinn var strax grunaður um að bera ábyrgð á árásinni, en bandarísk yfirvöld lýstu því í vikunni að þau hefðu áhyggjur af mögulegum árásum ISIS. Talsmaður Talibana hefur fordæmt árásina. Talibanar eru nú sagðir hafa unnið með vestrænum aðilum undanfarna daga í upplýsingagjöf. Talsmaður Talibana segir að nærvera vestrænna hersveita í Afganistan kalli fram árásir sem þessar, sem þeir fordæma. Bandaríska leyniþjónustan deilir nú upplýsingum með Talibönum og hefur gert undanfarna daga. ISIS hefur undanfarna daga sótt í sig veðrið en Talibanar hafa lofað Afgönum að tryggja frið í landinu. Talibanar lýstu sprengjuárásinni í dag sem illlvirki, sem muni ekki endurtaka sig eftir brottför vestrænna hersveita. Talibanar hafa jafnframt lýst því yfir að Afganistan muni ekki verða öruggt skjól fyrir hryðjuverkahópa, eins og það var á fyrri valdatíð Talibana, þegar al-Qaeda hafði höfuðstöðvar í landinu. Fylgst verður með vendingum í málefnum Afganistan í kvöld og greint frá þeim vendingum í vaktinni hér að neðan.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Komin aftur til Íslands frá Afganistan: „Framtíðin er dökk“ „Framtíðin er dökk. Hún er ekki björt, en við sjáum til hvað gerist,“ segir Fazal Omar sem flúði frá afgönsku höfuðborginni Kabúl með fjölskyldunni og kom til Íslands fyrr í vikunni. 26. ágúst 2021 14:45 Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54 Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Komin aftur til Íslands frá Afganistan: „Framtíðin er dökk“ „Framtíðin er dökk. Hún er ekki björt, en við sjáum til hvað gerist,“ segir Fazal Omar sem flúði frá afgönsku höfuðborginni Kabúl með fjölskyldunni og kom til Íslands fyrr í vikunni. 26. ágúst 2021 14:45
Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54
Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41