Frekari skimanir á landamærum og endurbólusetningu flýtt Ríkisstjórn Íslands fundar enn á vikulegum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum. Fundurinn hefur staðið yfir síðan klukkan hálf tíu í morgun. 6.8.2021 11:55
103 greindust smitaðir af veirunni í gær Að minnsta kosti 103 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Ekki liggur fyrir hve margir þeirra voru bólusettir en þær tölur eru nú uppfærðar á covid.is fyrir klukkan 16 alla daga. 6.8.2021 10:52
„Spurningin er: Ætla ég að neita barninu mínu um þessa vernd?“ Prófessor í barnalækningum segir að afleiðingar Covid-veikinda fyrir börn séu mun alvarlegri en aukaverkanir bólusetninga. Hann segir nýlegar rannsóknir benda til þess að bólusetningar barna gegn Covid gangi vel en skilur hins vegar að foreldrar séu hikandi þegar kemur að bólusetningum. 6.8.2021 08:56
Skúraleiðingar en hlýtt í veðri Áfram má búast við skúraleiðingum, einkum inn til landsins í dag en hlýtt verður í veðri. Búast má við að veður haldist svipað yfir helgina en rigning verður minni um helgina. 6.8.2021 08:03
Vill að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Dómsmálaráðherra Póllands segir að kominn sé tími til að landið segi sig úr Evrópusambandinu vegna afskipta sambandsins af nýsettum lögum í Póllandi sem heimila að dómurum sé refsað fari þeir ekki að vilja framkvæmdavaldsins. 6.8.2021 07:57
Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6.8.2021 07:25
Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5.8.2021 10:44
Guðmundur Auðunsson leiðir lista Sósíalista í Suðurkjördæmi Sósíalistaflokkurinn hefur skipað framboðslista sinn í Suðurkjördæmi. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur skipar fyrsta sætið en hann hefur starfað í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins síðastliðin tvö ár samkvæmt tilkynningu frá flokknum. 5.8.2021 09:14
„Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. 5.8.2021 08:28
Rihanna orðin milljarðamæringur og þar með ríkasta tónlistarkona í heimi Eignir tónlistarkonunnar og frumkvöðulsins Rihönnu eru metnar á 1,7 milljarða Bandaríkjadala, eða um 212 milljarða íslenskra króna, sem gerir hana efnamestu tónlistarkonuna í heiminum. Tónlistin er þó ekki hennar helsta tekjulind samkvæmt tímaritinu Forbes. 5.8.2021 07:53