Guðmundur Felix notar nýju hendurnar til að bera sólarvörn á eiginkonuna „Hugmyndin er að nota hendurnar eins mikið og hægt er til að örva taugarnar til að vaxa í fingurna,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. 2.8.2021 14:48
Tsimanouskaya komin með landvistarleyfi í Póllandi Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum. 2.8.2021 13:19
Hafa kallað inn fólk úr sumarfríum til að bregðast við fjölgun Covid-tengdra sjúkraflutninga Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í fimmtíu Covid-tengda sjúkraflutninga á síðasta sólarhring. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir fjölda flutninganna í takt við fjölgun smita en fólk hefur verið kallað inn úr sumarfríum til að bregðast við auknu álagi vegna veirunnar. 2.8.2021 11:55
67 greindust smitaðir innanlands Að minnsta kosti 67 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 36 utan sóttkvíar og 31 í sóttkví við greiningu. 2.8.2021 11:00
Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. 2.8.2021 09:54
Herforingjar handteknir fyrir misheppnaða tilraun til að myrða forsetann Hátt settir menn í hernum og lögreglunni í Madagaskar hafa verið handteknir í tengslum við misheppnaða tilraun til að ráða forseta landsins af dögum. Þar á meðal eru fimm herforingjar og nokkrir lögreglumenn. 2.8.2021 08:29
Þungbúið yfir landinu næstu daga Þungbúið verður yfir landinu næstu daga, hægir vindar og rigning víða. Ólíklegt er að nokkuð sjáist til sólar en þá helst fyrir austan ef hún lætur sjá sig. 2.8.2021 07:50
Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2.8.2021 07:35
Talsverðar reykskemmdir eftir að kviknaði í risíbúð í Hafnarfirði Eldur kviknaði á efstu hæð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði á fjórða tímanum í nótt. Viðbragðsaðilar voru kallaðir til um tuttugu mínútur yfir þrjú í nótt en sjáanlegur eldur var á efstu hæð húsnæðisins. 2.8.2021 07:13
Umferðin þung á landinu en víða eru tjaldstæði enn laus Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur verið þung í dag, eftir að hafa verið stigvaxandi alla vikuna. Stærsta ferðahelgi ársins er gengin í garð og stríður straumur bíla hefur verið á leið úr Reykjavík, um Vesturlandsveg og austur fyrir fjall. 30.7.2021 23:20