Aflétta einangrunarskyldu fyrir Covid-smitaða Íbúar Alberta fylkis í Kanada sem greinast smitaðir af Covid-19 munu ekki þurfa að fara í einangrun eftir að þeir greinast. Þetta tilkynnti yfirmaður heilbrigðismála í fylkinu í gær en breytingarnar taka gildi eftir tæpar þrjár vikur. 29.7.2021 22:31
Örfáum án Covid-prófs vísað frá hjá Play í dag Örfáum hefur verið vísað frá flugi á vegum flugfélagsins Play í dag, þar sem þeir gátu hvorki sýnt fram á PCR-próf né antigen hraðpróf við Covid við innritun. 29.7.2021 22:02
Hundrað þúsund króna sekt skili ferðamenn ekki neikvæðu prófi fyrir komu Ferðamenn sem eru á leið til Íslands geta átt von á 100 þúsund króna sekt við komuna til landsins skili þeir ekki inn neikvæðu PCR-prófi eða antigen hraðprófi þegar farið er um borð í flugvél eða skip. 29.7.2021 20:37
Bíll valt á Þverárfjallsvegi en allir sluppu með skrekkinn Bíll valt af Þverárfjallsvegi á Skaga rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Tveir voru í bílnum þegar hann valt, kona og karl frá Þýskalandi. Bæði komust þau sjálf úr bílnum og reyndust heil á húfi. 29.7.2021 20:11
Hárrétt að efnum sé sprautað í líkama fólks en þau séu öll þekkt Prófessor í ónæmisfræðum segir mikilvægt að upplýst umræða um bóluefnin og kórónuveiruna haldi áfram. Hann segir það misskilning að óþekkt efni eða efnasambönd séu í bóluefnum gegn Covid-19, þær upplýsingar séu allar uppi á borðum. 29.7.2021 19:13
Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29.7.2021 17:36
Vill blása til kosninga í Haítí sem fyrst Forsætisráðherra Haítí segist ætla að blása til kosninga eins fljótt og auðið er eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var myrtur fyrr í þessum mánuði. 28.7.2021 23:29
Stjörnufræðingar námu ljós fyrir aftan svarthol Stjörnufræðingar hafa í fyrsta skipti numið ljós sem barst til þeirra hlémegins svarthols, á svæðinu fyrir aftan það. Uppgötvunin er talin staðfesting á lýsingum hinnar almennu afstæðiskenningu á því hvernig þyngdarkraftur sveigir ljós í kringum svarthol. 28.7.2021 22:30
X Factor búið að vera eftir 17 ára göngu Raunveruleikaþættirnir X Factor eru búnir að vera eftir 17 ára göngu. Sjónvarpsmaðurinn Simon Cowell, sem hefur verið dómari í þáttunum frá upphafi er sagður hafa ákveðið að seríurnar verði ekki fleiri. 28.7.2021 21:47
„Það er bara þannig að akstur utan vega er bannaður á Íslandi“ Forstjóri Umhverfisstofnunar segir það misskilning að leyfi landeigenda dugi til að fólk megi aka utan vega. Til þess þurfi alltaf leyfi Umhverfisstofnunar eða annarra yfirvalda. 28.7.2021 21:16