Sautján ára piltur lést í brunanum á Stuðlum Barn lést í bruna sem upp kom á Stuðlum í morgun og starfsmaður slasaðist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla. Lögreglan greindi frá því að hinn látni hefði verið 17 ára piltur. 19.10.2024 17:53
Frestun sölu Íslandsbanka jákvæð fyrir markaðinn Ákveðið var í gær að slá sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka á frest. Greinandi segir þessa ákvörðun hafa jákvæð áhrif á markaðinn. 19.10.2024 13:53
Vendingar í pólitíkinni og áhrif frestunar bankasölu á markaðinn Varaformaður Samfylkingarinnar er hættur við að bjóða sig fram í oddvitasæti flokksins í Kraganum vegna „tímabundinna heilsufarsástæðna“. Formaður Framsóknar óttast ekki að detta út af þingi þrátt fyrir að hafa gefið eftir oddvitasætið í Suðurkjördæmi. Við förum yfir nýjustu vendingar í pólitíkinni í hádegisfréttunum. 19.10.2024 11:40
Pallborðið: Rannsókn lögreglunnar á meintri byrlun og símastuldi Þrjár vikur eru síðan lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti að hún hefði fellt niður rannsókn á meintri byrlun skipstjórans Páls Steingrímssonar, afritun gagna af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni. 16.10.2024 10:38
Þingkosningar í nóvember, viðbrögð VG og nýr íslenskur söngleikur Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur fallist á þingrofs- og lausnarbeiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Gengið verður til þingkosninga 30. nóvember. Fjallað verður um nýjustu vendingar í pólitíkinni í kvöldfréttum. 15.10.2024 18:01
Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15.10.2024 10:49
Viðbrögð stjórnarandstöðunnar, rödd almennings og landsleikur Ekki er einhugur um það meðal leiðtoga á Alþingi hvort forseti eigi að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof eða hvort honum beri að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti Íslands ræddi við leiðtoga allra flokkanna í dag. 14.10.2024 18:01
Ekki allir sem geta leitað í bakland eftir barnapössun Foreldrar barna í leik- og grunnskólum þar sem hefjast verkföll 29. október eru afar áhyggjufullir vegna stöðunnar. Bæði um það hvar eigi að koma börnunum fyrir á meðan þau þurfa að fara í vinnu og hvaða áhrif verkfallið hefur á nám barnanna. 10.10.2024 20:16
Ekki útilokað að fleiri skólar bætist í hópinn Boðað hefur verið til verkfalla í átta skólum en ekki er útilokað að verkfallið muni ná yfir fleiri. Nemendur segjast spenntir að fá lengra vetrarfrí en hafa áhyggjur af áhrifum á námið. Verkföllin hafa áhrif á hátt í þrjú þúsund börn víðs vegar um landið. 10.10.2024 19:02
Misspennt fyrir verkfalli: „Þetta er fínt, meira frí“ Krakkar í Laugalækjaskóla í Reykjavík og Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eru misspenntir fyrir yfirvofandi verkfalli kennara við skólana. Sumir óttast að missa of mikið úr á meðan aðrir eru spenntir fyrir smá auka fríi. 10.10.2024 17:19