Fær nýjan samning þrátt fyrir að vera í banni fyrir brot á veðmálareglum Nicolo Fagioli, leikmaður Juventus, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Nýi samningurinn gildir til ársins 2028, en Fagioli er í banni út yfirstandandi tímabil fyrir bot á veðmálareglum. 14.11.2023 22:31
Rhein-Neckar Löwen stal sigrinum í Íslendingaslag Stiven Tobar Valencia skoraði fjögur mörk fyrir Benfica er liðið mátti þola eins marks tap gegn Íslendingaliði Rhein-Neckar Löwen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 35-36. 14.11.2023 21:35
Natasha kom inn af bekknum og tryggði Brann sigur Landsliðskonan Natasha Anasi reyndist hetja Brann er liðið heimsótti St. Polten í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hún kom inn af bekknum og skoraði sigurmark gestanna í 1-2 sigri. 14.11.2023 19:58
Hákon valinn markvörður ársins í Svíþjóð Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, var valinn besti markvörður tímabilsins sem lauk um helgina. 14.11.2023 19:27
Undankeppni BLAST í beinni: Átta viðureignir í kvöld Undankeppni BLAST-mótaraðarinnar heldur áfram í kvöld. Saga og ÍA tryggðu sér sæti í keppninni í kvöld eftir sigra gegn ÍBV og Breiðablik. 14.11.2023 18:51
Handtekinn grunaður um manndráp af gáleysi eftir andlát Johnson Einn maður hefur verið handtekinn, grunaður um manndráp af gáleysi, eftir að íshokkíleikmaðurinn Adam Johnson lést af sárum sínum í kjölfar þess að hann skarst illa á hálsi með skauta í leik með Nottingham Panthers. 14.11.2023 18:31
Diaz feðgarnir sameinaðir á ný eftir að föðurnum var sleppt úr haldi Kólumbíski knattspyrnumaðurinn Luiz Diaz, leikmaður Liverpool, og faðir hans, Luis Manuel Diaz, eru nú loks sameinaðir á ný eftir að föðurnum var sleppt úr haldi mannræningja. Luis Manuel Diaz hafði verið haldið í gíslingu í tólf daga. 14.11.2023 17:45
Tilþrifin: E7r býður upp á þrjá fyrir einn Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það e7t í liði ÍBV sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 10.11.2023 15:01
Liðsfélagi Jóhanns Bergs frá keppni vegna andlegra veikinda Framherjinn Lyle Foster, liðsfélagi Jóhanns Bergs Guðmundssona hjá Burnley í ensku úrvalsdeildinni, mun ekki leika með liðinu næstu vikurnar vegna andlegra veikinda. 10.11.2023 07:00
Dagskráin í dag: Valsmenn í Ólafssal, ítalski boltinn og Evrópudeildin í körfubolta Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á átta beinar útsendingar á þessum fína föstudegi. 10.11.2023 06:00