Stúlkan enn í lífshættu Sextán ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. september á grundvelli almannahagsmuna vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt. 30.8.2024 11:49
Útgáfufyrirtækin höfða mál gegn Flórída vegna bókalaga Penguin Random House, stærsta útgáfufyrirtæki Bandaríkjanna, og fleiri útgefendur hafa höfðað mál á hendur menntamálayfirvöldum í Flórída vegna laga sem banna kynferðislegt efni á skólabókasöfnum. 30.8.2024 11:09
Drepa fíla og fleiri dýr til að bregðast við hungri sökum þurrka Stjórnvöld í Namibíu hyggjast drepa yfir 700 villt dýr, þar af 83 fíla og 300 sebrahesta, til að fæða sem flesta af þeim 1,4 milljón íbúum landsins sem búa við hungur. 30.8.2024 09:55
Starmer sagður hafa látið fjarlægja málverk af Thatcher Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur látið fjarlægja málverk af Margaret Thatcher heitinni úr Downing-stræti 10. Þetta segir Tom Baldwin, sem skráir ævisögu Starmer. 30.8.2024 08:02
Starfsmaður Wells Fargo sat látinn við skrifborð sitt í fjóra daga Rannsókn stendur yfir á andláti starfsmanns Wells Fargo í Arizona, sem mætti til vinnu klukkan sjö á föstudagsmorgni og fannst látinn við skrifborðið sitt fjórum dögum síðar. 30.8.2024 06:59
Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30.8.2024 06:41
Ætluðu sér að myrða tugþúsundir á tónleikum Swift Mennirnir sem voru handteknir í tengslum við fyrirhugaða árás á tónleika Taylor Swift í Vínarborg ætluðu sér að myrða tugþúsundir, að sögn aðstoðarforstjóra CIA. 29.8.2024 11:18
Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29.8.2024 10:47
Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. 29.8.2024 10:05
Verð á matvöru lækkar í fyrsta sinn í þrjú ár Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09 prósent milli mánaða en lækkaði um 0,16 prósent ef húsnæðisliðurinn er tekinn út. 29.8.2024 09:17