Einn læsti sig inni á salerni og öðrum vísað út af sólbaðstofu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti mörgum og fjölbreyttum verkefnum í nótt, þar af nokkrum útköllum vegna einstaklinga í annarlegu ástandi. Einn neitaði að yfirgefa bráðamóttöku, annar hafði læst sig inni á salerni kvikmyndahúss og enn öðrum var vísað út af sólbaðstofu. 10.2.2023 07:05
Algjör firra að það sé lítilsvirðing að vara við hættunni af offitu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að jafnvel þótt lyf sem notuð eru við offitu séu dýr muni þau koma til með að stuðla að sparnaði í heilbrigðiskerfinu. Hann fagnar nýjum lyfjum við offitu, sem sérfræðingar séu sammála um að sé mesta heilbrigðisvandamál samtímans. 10.2.2023 06:43
Nýr varaformaður Íhaldsflokksins segir árangur dauðarefsingarinnar 100% „Já. Það hefur enginn framið glæp eftir að hafa verið tekinn af lífi. Þú veist það, er það ekki? Árangurinn er 100%.“ Þetta sagði nýskipaður varaformaður Íhaldsflokksins, Lee Anderson, í viðtali við Spectator sem birt var í gær. 9.2.2023 12:38
„Það er ekki í lagi að vera með kynferðislegar athugasemdir“ „Með þessari aðgerðavakningu erum við að reyna að fá vinnustaði til að senda skýr skilaboð út í vinnuumhverfið og skapa umræður um hvað kynferðisleg áreitni er og hvernig hún birtist,“ segir Sara Hlín Hálfdanardóttir sérfræðingur og verkefnastjóri um nýtt átak Vinnueftirlitsins, #TökumHöndumSaman. 9.2.2023 11:27
Alræmdur málaliðaforingi skotinn í höfuðið á stuttu færi Hinn alræmdi herforingi og málaliði Igor Mangushev er látinn eftir að hafa verið skotinn í höfuðið af stuttu færi við varðstöð í Kadiivka. Eiginkona hans segir um aftöku að ræða og ýjað hefur verið að því að yfirmaður Wagner-hópsins hafi fyrirskipað morðið. 9.2.2023 08:58
Ástralir fjarlægja 900 öryggismyndavélar frá Kína úr opinberum byggingum Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að fjarlægja um það bil 900 öryggismyndavélar framleiddar í Kína úr opinberum byggingum. Þau segja vélarnar, frá fyrirtækjunum Hikvision og Dahua, mögulega ógn við öryggi landsins. 9.2.2023 07:59
Mál Guðjóns vopnasala og fleiri fara mögulega aftur til lögreglu „Það er enn opið og ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari um mál Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, og annarra einstaklinga vegna gruns um brot á vopnalögum. 9.2.2023 07:21
Logi starfar fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður hefur verið ráðinn til Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi, þar sem hann mun undirbúa ársfund samtakanna og sinna tilfallandi verkefnum. 9.2.2023 06:43
„Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn“ Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn og árið 2023 væri betur nýtt til að þeir kjarasamningar sem framundan eru og þeir skammtímasamningar sem menn hafa þegar gert leggi grunn að nýju skeiði stöðugleika. 9.2.2023 06:23
ESA gerir athugasemdir við eftirlit, hreinlæti og vinnslu Eftirlitsteymi á vegum ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, gerði fjölmargar athugasemdir við eftirlit Matvælastofnunar (MAST) með kjúklingaafurðum í kjölfar úttektar sem fram fór hér á landi 25. október til 1. nóvember 2022. 8.2.2023 11:44