„Það vantar stöðugleika í þetta ráðuneyti“ „Það liggur fyrir að formaður flokksins hefur boðað breytingar á ríkisstjórninni. Hvenær það verður nákvæmlega og hvernig get ég ekki sagt um. Ég hef ekki fengið nein skilaboð um það að pakka saman, hvorki frá flokksformanninum né þingflokknum.“ 20.1.2023 06:34
Gular viðvaranir taka gildi ein af annarri Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Miðhálendinu. Þá eru í gildi viðvaranir vegna hættu á flóðum, snjóflóðum og krapaflóðum. 20.1.2023 06:10
Bannað að beita vopnunum gegn fólki í slæmu ástandi og þunguðum konum Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“. 19.1.2023 13:07
Dómsmálaráðuneytið leggur til að heimila heimabruggun Dómsmálaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda tillögur að lögum um heimild til heimabruggunar á áfengi til einkaneyslu. Áfram verður bannað að framleiða áfengi til einkaneyslu með eimingu. 19.1.2023 12:56
Útflutningur Leopard skriðdreka sagður háður ákvörðun Bandaríkjamanna Þjóðverjar eru reiðubúnir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka að því gefnu að Bandaríkjamenn samþykki að gera það sömuleiðis. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmanni innan ríkisstjórnarinnar. 19.1.2023 08:27
Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs. 19.1.2023 07:31
Rannsókn á ásökunum SÍ gegn SÁÁ felld niður Héraðssaksóknari ákvað 2. desember síðastliðinn að hætta rannsókn á starfsháttum SÁÁ en málið varðaði ásakanir Sjúkratrygginga Íslands, meðal annars um fjölda reikninga sem voru sagðir tilhæfulausir. 19.1.2023 07:10
Ardern segir af sér Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur ákveðið að segja af sér. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur. 19.1.2023 06:41
Eldur við skóla slökktur með snjó Einn var vistaður í fangageymslu í gærkvöldi vegna hótana og eignaspjalla og annar vegna ölvunarástands. Þá var tilkynnt um eld við skóla en hann var slökktur með snjó. 19.1.2023 06:24
Eilíft líf líklega handan seilingar Tæplega 300 núlifandi einstaklingar eru eldri en 110 ára gamlir, svokallaðir „íturöldungar“. Sá elsti er 118 ára og sá næst elsti 115 ára. Fjórir einstaklingar á Norðurlöndum tilheyra hópnum en Íslendingur hefur aldrei náð þessu marki; sá elsti varð 109 ára. 18.1.2023 08:51