34 látnir í Buffalo og enn leitað að líkum í föstum bílum Að minnsta kosti 34 eru látnir í Buffalo í New York eftir kuldakast síðustu daga en yfirvöld gera fastlega ráð fyrir að fleiri muni finnast látnir á næstu dögum. Lögregla leitar nú í bifreiðum sem hafa setið fastar í snjónum. 28.12.2022 07:06
Brúneggjabræður áfrýja dómnum í málinu gegn RÚV og MAST Bræðurnir Kristinn Gylfi og Björn Jónssynir hyggjast áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur í máli þeirra gegn Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun til Landsréttar. Þetta staðfestir lögmaðurinn Viðar Lúðvíksson. 28.12.2022 06:45
Eldur í íbúðarhúsnæði og eldsneytisþjófnaður meðal verkefna lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um eld í íbúðarhúsnæði. Mikið tjón varð á íbúðinni en ekkert á mönnum. 28.12.2022 06:17
„Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt“ „Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt,“ sagði Kim Kardashian í viðtali við útvarpskonuna og hlaðvarpsþáttastjórnandann Angie Martinez á dögunum. Kardashian deilir forræði yfir börnunum sínum fjórum með fyrrverandi eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Ye. 27.12.2022 08:12
Selenskí segir átökin í Donbas „erfið og sársaukafull“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir átökin sem nú standa yfir í Donbas „erfið og sársaukafull“. Ástandið á framlínunni; í Bakhmut, Kreminna og víðar, krefðist styrks og einbeitingar, þar sem Rússar beittu öllum kröftum í að sækja fram. 27.12.2022 07:36
Hersveitir Serbíu á hæsta viðbúnaðarstigi vegna Kósovó Hersveitir Serbíu eru á hæsta viðbúnaðarstigi að sögn varnarmálaráðherrans Milos Vucevic en ástæðan er stigmögnun átaka við nágrannaríkið Kósovó. 27.12.2022 06:42
Hnoðaður til lífs um borð í þotu Icelandair Bandarískur karlmaður var hnoðaður til lífs um borð í þotu Icelandair að kvöldi jóladags, sem var þá á leið frá Íslandi til Seattle í Bandaríkjunum. Svo heppilega vildi til að tveir læknar voru með í för, sem aðstoðuðu flugþjón við að koma manninum til bjargar. 27.12.2022 06:16
Tveir látnir eftir skotárás í París Tveir eru látnir og fjórir særðir eftir skotárás í miðborg Parísar. 23.12.2022 12:12
Héraðsdómur segir Brúneggjabræður geta sjálfum sér um kennt Þegar endurrit Kastljósþáttarins frá 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. er borið saman við þau gögn sem fyrir lágu frá Matvælastofnun, er ekki annað að sjá en að þar sé rétt farið með allar upplýsingar og staðreyndir. 23.12.2022 11:16
Veirulyf styttir batatímann en dregur ekki úr innlögnum eða dauðsföllum Veirulyfið Molnupiravir dregur úr veirumagninu í líkamanum og styttir batatímann eftir Covid-veikindi hjá þeim sem hafa verið bólusettir. Það virðist hins vegar ekki fækka sjúkrahúsinnlögnum eða dauðsföllum, eins og áður var talið. 23.12.2022 08:47