„Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. desember 2022 08:12 Kardashian segir það engan dans á rósum að deila uppeldinu með ólíkindatólinu Ye. epa/Caroline Brehman „Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt,“ sagði Kim Kardashian í viðtali við útvarpskonuna og hlaðvarpsþáttastjórnandann Angie Martinez á dögunum. Kardashian deilir forræði yfir börnunum sínum fjórum með fyrrverandi eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Ye. Skilnaður Kardashian og Ye, áður Kanye West, gekk í gegn í nóvember síðastliðnum. Börn þeirra eru á aldrinum þriggja til níu ára og í viðtalinu tjáði Kardashian sig um það hvernig hún leitaðist við að vernda þau frá umtali um samband hennar við Ye, þá ekki síst á internetinu. „Ef þau vita ekki hvað fólk er að segja, af hverju ætti ég þá að opna þau fyrir þeirri orku? Þetta er virkilega raunverulegt, alvarlegt fullorðins drasl sem þau eru ekki reiðubúin til að takast á við,“ sagði Kardashian um orðræðuna um föður þeirra og samband hans og Kardashian. „Þegar þau eru það munum við eiga þessar samræður,“ bætti hún við. Ye hefur verið duglegur við að tjá sig um skilnaðinn á samfélagsmiðlum og ásakað Kardashian og fjölskyldu hennar um að halda börnunum frá sér. Þá hefur hann ekki veigrað sér við að gagnrýna Kardashian, meðal annars fyrir það hvernig hún klæðir sig, og ráðist gegn fyrrverandi kærasta hennar, Pete Davidson. Kardashian segist hins vegar hafa haldið aftur af sér þegar kemur að því að skjóta til baka og segir að einn daginn muni börnin hennar þakka sér fyrir að hafa ekki notað tækifærið og talað illa um pabba þeirra. Hún hefði sannarlega ýmislegt að segja, þótt hún kysi að gera það ekki. „Ég hef algjörlega varið hann og mun gera það fyrir börnin mín,“ segir Kardashian. „Á mínu heimili vita börnin ekkert hvað er að gerast þarna úti í heiminum,“ bætir hún við en það sé tæpt. Hún segir óumflýjanlegt að börnin verði þess áskynja hvað fólk er að segja en að hún muni vernda þau eins lengi og mögulegt er. Kardashian segist taka það á sig að halda andlitinu, hvað sem gengur á. „Ef við erum á leiðinni í skólann og þau vilja hlusta á tónlist pabba þeirra þá skiptir engu máli hvað gengur á; ég verð að brosa og spila tónlistina og syngja með krökkunum. Ég læt sem ekkert sé og svo þegar ég er búin að koma þeim í skólann get ég grátið.“ Hollywood Mál Kanye West Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Skilnaður Kardashian og Ye, áður Kanye West, gekk í gegn í nóvember síðastliðnum. Börn þeirra eru á aldrinum þriggja til níu ára og í viðtalinu tjáði Kardashian sig um það hvernig hún leitaðist við að vernda þau frá umtali um samband hennar við Ye, þá ekki síst á internetinu. „Ef þau vita ekki hvað fólk er að segja, af hverju ætti ég þá að opna þau fyrir þeirri orku? Þetta er virkilega raunverulegt, alvarlegt fullorðins drasl sem þau eru ekki reiðubúin til að takast á við,“ sagði Kardashian um orðræðuna um föður þeirra og samband hans og Kardashian. „Þegar þau eru það munum við eiga þessar samræður,“ bætti hún við. Ye hefur verið duglegur við að tjá sig um skilnaðinn á samfélagsmiðlum og ásakað Kardashian og fjölskyldu hennar um að halda börnunum frá sér. Þá hefur hann ekki veigrað sér við að gagnrýna Kardashian, meðal annars fyrir það hvernig hún klæðir sig, og ráðist gegn fyrrverandi kærasta hennar, Pete Davidson. Kardashian segist hins vegar hafa haldið aftur af sér þegar kemur að því að skjóta til baka og segir að einn daginn muni börnin hennar þakka sér fyrir að hafa ekki notað tækifærið og talað illa um pabba þeirra. Hún hefði sannarlega ýmislegt að segja, þótt hún kysi að gera það ekki. „Ég hef algjörlega varið hann og mun gera það fyrir börnin mín,“ segir Kardashian. „Á mínu heimili vita börnin ekkert hvað er að gerast þarna úti í heiminum,“ bætir hún við en það sé tæpt. Hún segir óumflýjanlegt að börnin verði þess áskynja hvað fólk er að segja en að hún muni vernda þau eins lengi og mögulegt er. Kardashian segist taka það á sig að halda andlitinu, hvað sem gengur á. „Ef við erum á leiðinni í skólann og þau vilja hlusta á tónlist pabba þeirra þá skiptir engu máli hvað gengur á; ég verð að brosa og spila tónlistina og syngja með krökkunum. Ég læt sem ekkert sé og svo þegar ég er búin að koma þeim í skólann get ég grátið.“
Hollywood Mál Kanye West Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“