„Eilífðarfanginn“ Zubaydah fær milljónir frá Litháen vegna pyntinga Stjórnvöld í Litháen hafa greitt Abu Zubaydah, „eilífðarfanganum“, meira en 110 þúsund dollara í bætur fyrir að hafa heimilað bandarísku leyniþjónustunni að hafa haldið honum og pyntað á „svörtum stað“ skammt frá borginni Vilníus. 10.1.2022 10:43
Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10.1.2022 08:18
The Power of the Dog og Succession sigursæl á Golden Globe Kvikmyndin The Power of the Dog og sjónvarpsþáttaröðin Succession stóðu uppi sem sigurvegarar kvöldsins þegar Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í gærkvöldi. Um var að ræða eina lágstemmdustu hátíð Hollywood í manna minnum en engar stjörnur voru viðstaddar. 10.1.2022 07:02
Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu. 10.1.2022 06:29
Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. 7.1.2022 10:42
Hvíslað í sveitinni um fyrirhuguð jarðakaup sveitarstjórans Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, hefur óskað eftir því við Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir að fá að kaupa jarðirnar Eystri-Kirkjubæ og Vestri-Kirkjubæ á grundvelli ákvæða í jarðarlögum um ábúðarkaup. 7.1.2022 08:47
Herinn kallaður til að manna stöður á sjúkrahúsum í Lundúnum Um það bil 200 hermenn hafa verið kallaðir til starfa á sjúkrahúsum í Lundúnum til að mæta auknum fjölda Covid-veikra og fjölda veikra starfsmanna. Fjörtíu herlæknar munu aðstoða við umönnun sjúklinga en aðrir innrita sjúklinga og halda utan um birgðastöðu, svo eitthvað sé nefnt. 7.1.2022 08:10
Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. 7.1.2022 06:53
Réðust á einstakling vopnaðir kylfum og hníf Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í Kópavogi um klukkan 19.30. Árásarmenn virðast hafa verið fleiri en einn og eru grunaðir um að hafa beitt kylfum og hníf. 7.1.2022 06:04
Þúsundir hringja í bólusetningar-þjónustusíma fyrir óvissa Símaþjónusta sem læknar í Hollandi opnuðu fyrir þá sem hafa efasemdir um bólusetninguna gegn Covid-19 fær um þúsund símtöl á dag. Þeir sem hringja eru einstaklingar sem hafa ekki getað gert upp við sig hvort þeir eigi að þiggja bólusetningu. 6.1.2022 09:30