Fórnarlambið fékk aðhlynningu á Landspítala og málið er í rannsókn en meira er ekki gefið upp í tilkynningu lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar.
Greint er frá einu öðru verkefni lögreglu en um klukkan 2 í nótt barst tilkynning um mann sem var að áreita fólk í verslun í Kópavogi. Maðurinn ók á brott þegar lögregla kom á vettvang og neitaði að stöðva bifreiðina.
Honum var veitt eftirför um Kópavog og inn í Hafnarfjörð, þar sem naglamotta var notuð til að stöðva för hans.