Hringurinn þrengist í leitinni að varaforsetaefni Donald Trump hefur enn ekki greint frá því hvern hann hyggst útnefna sem varaforseta efni sitt en hann er sagður hafa farið fram og til baka, líkt og árið 2016. 15.7.2024 12:12
Kallas segir af sér vegna nýja starfsins Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, hefur sagt af sér en mun sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Kalls hefur verið útnefnd til að taka við sem næsti yfirmaður utanríkis- og öryggismála hjá Evrópusambandinu. 15.7.2024 10:28
Raðmorðingi játar að hafa myrt allt að 42 konur Lögregluyfirvöld í Kenía hafa handtekið raðmorðingja sem er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti níu konur hvers líkamsleifar fundust í námu í höfuðborginni Naíróbí, þar sem sorp var losað. 15.7.2024 10:07
Katrínu tekið fagnandi á Wimbledon Viðstaddir stóðu á fætur og klöppuðu Katrínu lof í lófa þegar prinsessan mætti á úrslitaviðureign Carlos Alcaraz og Novak Djokovic á Wimbledon í gær. 15.7.2024 08:13
Tæki 100 flutningabifreiðar 15 ár að flytja húsarústirnar á brott Sameinuðu þjóðirnar segja að það myndi taka hundrað flutningabifreiðar 15 ár að flytja á brott þau næstum 40 milljón tonn af húsarústum sem hafa orðið til í árásum Ísraelsmanna á Gasa. 15.7.2024 07:16
Ávarpaði þjóðina og hvatti menn til að „kæla“ orðræðuna Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði bandarísku þjóðina frá Hvíta húsinu í gærkvöldi og hvatti til samstöðu gagnvart sundrung og reiði. Hann sagði of mikinn hita og reiði einkenna pólitíska orðræðu í landinu og hvatti menn til að „kæla hana niður“. 15.7.2024 06:49
Handtekinn grunaður um rán og frelsissviptingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur rán og frelsissviptingu til rannsóknar en einn var handtekinn í gær í tengslum við málið. Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. 15.7.2024 06:22
Freista þess að koma í veg fyrir Eurovision með íbúakosningu Kristilegi íhaldsflokkurinn Eidgenössisch-Demokratische Union (EDU) hyggst freista þess að koma í veg fyrir að Eurovision fari fram í Sviss á næsta ári, með því að knýja fram íbúakosningar um fjárveitingar til þeirra borga sem vilja halda keppnina. 12.7.2024 11:52
Erfitt að skiljast ekki að í átökunum og þúsunda saknað Samkvæmt Alþjóðanefnd Rauða krossins hafa nefndinni borist tilkynningar um 6.400 einstaklinga sem enn er saknað á Gasa. Talið er að margir af þeim hafi grafist undir rústum, verið jarðsettir í ómerktum gröfum eða séu í haldi Ísraelsmanna. 12.7.2024 10:28
Höfða mál vegna dauða sonar síns af völdum One Chip Challenge Foreldrar Harris Wolobah, sem lést eftir að hafa tekið þátt í „einnar flögu áskoruninni“ (e. One Chip Challenge) hafa höfðað mál á hendur Paqui, framleiðanda flögunnar. 12.7.2024 08:21