Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. september 2025 07:48 Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja afnema lög um orlof húsmæðra. Vísir/Vilhelm Frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra hefur verið lagt fram í tíunda sinn. Flutningsmenn að þessu sinni eru Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Efni frumvarpsins er í tveimur greinum; lög um orlof húsmæðra nr. 53/1972 falla niður og lög þess efnis öðlast þegar gildi. „Þrátt fyrir ákvæði laga þessara er sveitarfélagi heimilt að kveða á um að orlofsnefnd skuli starfa til 1. janúar 2026 sé rekstrarfé í sjóðum nefndarinnar. Sé enn rekstrarfé í sjóðum orlofsnefndar þegar hún lýkur störfum rennur það til þess sveitarfélags sem lagði í sjóðinn,“ segir í ákvæði til bráðabirgða. Hveragerði, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær, Ísafjarðarbær og Vestmannaeyjabær eru meðal þeirra sveitarfélaga sem hafa, í gegnum tíðina, kallað eftir afnámi laga um orlof húsmæðra. Samkvæmt núgildandi lögum á „sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf“ rétt á að sækja um orlof. Til þess að standa straum af kostnaðinum við orlof húsmæðra skuli sveitasjóður leggja árlega fram fjárhæð, sem nemi minnst 100 krónum fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Í greinargerð með fyrirliggjandi frumvarpi er meðal annars vísað til jafnréttissjónarmiða og fullyrt með vísan til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna að „efni laga um orlof húsmæðra fari gegn meginreglu íslenskrar stjórnskipunar um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum, enda ljóst að lög um orlof húsmæðra taki ekki tillit til heimavinnandi karlmanna né heldur einstaklinga af öðrum kynjum sem sinna börnum og búi“. Þá er einnig vísað til sjálfstjórnarréttar sveitarfélaganna og þess að svo virðist sem mikill vilji sé hjá þeim til að afnema lögin. „Alþingi setti fyrst lög um orlof húsmæðra árið 1960 og gildandi lög eru frá 1972. Lögin eru sett í þeim anda sem ríkti þá og miðast við þjóðfélag þess tíma. Sem betur fer hefur ýmislegt breyst til batnaðar, margt hefur áunnist í jafnréttisbaráttu og ljóst má vera að lögin eru í andstöðu við jafnréttissjónarmið. Það er því skylda Alþingis að afnema þau strax,“ segir í greinargerðinni. Alþingi Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Efni frumvarpsins er í tveimur greinum; lög um orlof húsmæðra nr. 53/1972 falla niður og lög þess efnis öðlast þegar gildi. „Þrátt fyrir ákvæði laga þessara er sveitarfélagi heimilt að kveða á um að orlofsnefnd skuli starfa til 1. janúar 2026 sé rekstrarfé í sjóðum nefndarinnar. Sé enn rekstrarfé í sjóðum orlofsnefndar þegar hún lýkur störfum rennur það til þess sveitarfélags sem lagði í sjóðinn,“ segir í ákvæði til bráðabirgða. Hveragerði, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær, Ísafjarðarbær og Vestmannaeyjabær eru meðal þeirra sveitarfélaga sem hafa, í gegnum tíðina, kallað eftir afnámi laga um orlof húsmæðra. Samkvæmt núgildandi lögum á „sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf“ rétt á að sækja um orlof. Til þess að standa straum af kostnaðinum við orlof húsmæðra skuli sveitasjóður leggja árlega fram fjárhæð, sem nemi minnst 100 krónum fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Í greinargerð með fyrirliggjandi frumvarpi er meðal annars vísað til jafnréttissjónarmiða og fullyrt með vísan til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna að „efni laga um orlof húsmæðra fari gegn meginreglu íslenskrar stjórnskipunar um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum, enda ljóst að lög um orlof húsmæðra taki ekki tillit til heimavinnandi karlmanna né heldur einstaklinga af öðrum kynjum sem sinna börnum og búi“. Þá er einnig vísað til sjálfstjórnarréttar sveitarfélaganna og þess að svo virðist sem mikill vilji sé hjá þeim til að afnema lögin. „Alþingi setti fyrst lög um orlof húsmæðra árið 1960 og gildandi lög eru frá 1972. Lögin eru sett í þeim anda sem ríkti þá og miðast við þjóðfélag þess tíma. Sem betur fer hefur ýmislegt breyst til batnaðar, margt hefur áunnist í jafnréttisbaráttu og ljóst má vera að lögin eru í andstöðu við jafnréttissjónarmið. Það er því skylda Alþingis að afnema þau strax,“ segir í greinargerðinni.
Alþingi Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira