Bein útsending: Hinsegin Alþingi 2021 Samtökin '78 efna til fundar í dag með fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis. Yfirskriftin er „Hinsegin Alþingi 2021“ og að loknum framsögum mun þátttakendum gefast kostur á að spyrja frambjóðendurna spjörunum úr. 9.9.2021 16:51
Faðir barnsins segir Jakob Frímann aðeins hafa talið sig vera að hjálpa Faðir barns segir að Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og athafnamaður, hafi ekki vitað betur en hann væri að greiða fyrir málum þegar hann reit utanríkisráðuneytinu bréf og óskaði eftir liprunarbréfi til að barnið kæmist utan til föður síns. 9.9.2021 12:15
Afturkölluðu liprunarbréf vegna ósanninda í umsókn „Við höfum ítrekað viðurkennt að þarna voru gerð mistök og beðist afsökunar á því,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar utanríkisráðuneytisins, um svokallað „liprunarbréf“ sem ráðuneytið neyddist til að endurkalla. 9.9.2021 10:49
Að minnsta kosti tíu látnir í eldsvoða á Covid-19 spítala Að minnsta kosti tíu hafa látið lífið í eldsvoða á bráðabirgðaspítala í Norður-Makedóníu fyrir einstaklinga sem hafa veikst alvarlega af Covid-19. Heilbrigðisráðherra landsins segir líkur á að fjöldi látinna muni hækka. 9.9.2021 08:33
Kína skýtur á Bandaríkin og heitir neyðaraðstoð til handa Afganistan Stjórnvöld í Kína hafa heitið 4 milljörðum króna í neyðaraðstoð til Afganistan, meðal annars í formi matarbirgða og bóluefna gegn Covid-19. Þá segjast þau reiðubúin til að eiga opið samtal við nýja stjórn talíbana. 9.9.2021 07:46
Sex tilkynningar um alvarleg atvik hjá 12 til 17 ára í kjölfar bólusetningar Lyfjastofnun hafa borist sex tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bólusetningar 12 til 17 ára barna gegn Covid-19, þar af þrjár vegna sjúkrahúsvistar. 9.9.2021 06:42
Kveikti í ruslatunnu hjá Ingólfi og hugðist hita sviðakjamma Laust fyrir miðnætti í gærkvöldi handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mann við styttuna af Ingólfi Arnarsyni. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var búinn að kveikja í ruslatunnu þar sem hann hugðist hita sviðakjamma. 9.9.2021 06:18
Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8.9.2021 14:30
37 greindust með Covid-19 innanlands í gær 37 greindust með Covid-19 í gær. 544 eru í einangrun og 930 í sóttkví. 8.9.2021 10:53
Umhverfisstofnun varar við áhrifum innkirtlatruflandi efna Verða sáðfrumur í karlmönnum horfnar eftir 20 ár? spyr Umhverfisstofnun í tilkynningu á vefsíðu sinni þar sem fjallað er um innkirtlatruflandi efni í umhverfinu. 8.9.2021 09:44