Sektaður fyrir ólöglegt vopnabúr: Notaði skriðdrekann sem snjóplóg Þýskur eftirlaunaþegi hefur verið dæmdur í 14 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 37 milljónir króna í sekt fyrir að eiga umfangsmikið safn ólöglegra vopna. Meðal gripanna var skriðdreki, sem var fjarlægður af heimili mannsins af þýska hernum. 4.8.2021 10:01
Langvarandi Covid-19 fátítt meðal barna Börn og ungmenni virðast sjaldan þjást af langvarandi einkennum í kjölfar Covid-19, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Eldri börn eru almennt lengur veik en yngri börn. 4.8.2021 08:14
Hönnuður bóluefnisins frá AstraZeneca orðinn að Barbie-dúkku Leikfangarisinn Mattel hefur afhjúpað nýja línu af Barbie-dúkkum til heiðurs konum sem hafa lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn SARS-CoV-2. Þeirra á meðal er prófessorinn Sarah Gilbert, sem „hannaði“ bóluefnið frá AstraZeneca. 4.8.2021 07:37
Hafa aldrei selt jafn mikið áfengi á einum mánuði Met voru slegin í áfengissölu hjá Vínbúðinni, verslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, í júlímánuði og vikunni fyrir verslunarmannahelgina. 4.8.2021 06:42
Hlaut heilahristing eftir fjögurra manna vespurúnt Umferðarslys varð í Kópavogi seint í gærkvöldi þegar ökumaður vespu missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún fór á hliðina. Á vespunni voru fjórir 14 ára drengir og aðeins einn með hjálm. 4.8.2021 06:23
Bein útsending: Hinsegin 101 fyrir hinsegin fólk Gengin er í garð hin litríka hátíð hinsegin og alls konar fólks og margt forvitnilegt á dagskrá Hinsegin daga að vanda. Vegna Covid-19 verður takmarkaður sætafjöldi í boði á fræðslufundi en þeim verður streymt á netinu, öllum til ánægju og upplýsingar. 3.8.2021 15:15
Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3.8.2021 11:19
„Lengi lifi byltingin, sem byrjar í hjarta sérhvers manns“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi Pírati, segist ekki hafa gengið í Sósíalistaflokkinn til að gefa kost á sér til þingsetu í aðdraganda kosninga. Hún segist þvert á móti vilja taka þátt í að móta framtíðina í fylkingu fólks sem sé ekki „fast í viðjum kjörtímabila“ og vakni bara til lífs þegar kosningar eru í vændum. 3.8.2021 08:23
Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3.8.2021 08:02
Hefja rannsókn á notkun kannabisúða gegn heilakrabbameini Breska heilbrigðisþjónustan (NHS) hyggst í samvinnu við bresk krabbameinsfélög hefja rannsókn á mögulegum lækningarmætti munnholsúða sem inniheldur kannabínóíða gegn fjórða stigs tróðæxlum (e. glioblastoma). 3.8.2021 07:31