Ónæmisörvun kennara og skólastarfsmanna hefst í dag Kennsla í leikskólum hefst víða í dag eftir hefðbundna sumarlokun í júlímánuði og þá hefst jafnframt í dag seinni bólusetning kennara og starfsmanna skóla sem fengu bóluefnið frá Janssen á vordögum. 3.8.2021 06:28
Rúðubrot og ölvunarakstur á rafmagnshlaupahjóli Laust fyrir miðnætti í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um rúðubrot í skóla í Vesturbænum. Í ljós kom að búið var að mölva rúður í mörgum gluggum. 3.8.2021 06:07
Sendiherrann kallaður heim án tafar eftir að frúin löðrungar í annað sinn Sendiherra Belgíu í Seúl hefur verið kallaður heim „án tafar“ eftir að eiginkona hans réðist að almennum borgara í annað sinn á fjórum mánuðum. Peter Lescouhier átti að snúa til Belgíu seinna í mánuðinum vegna fyrra atviksins en hefur nú verið skipað að fljúga heim hið fyrsta. 9.7.2021 09:05
Evrópuþingið hvetur diplómata til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng Evrópuþingið hefur samþykkt ályktun þar sem diplómatar eru hvattir til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng vegna mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda. 9.7.2021 08:36
Tókst að stafsetja „querimonious“ og „solidungulate“ Hin 14 ára Zaila Avant-garde er fyrsta svarta bandaríska ungmennið sem vinnur hina víðfrægu Scripps-stafsetningarkeppni. Avant-garde, sem er frá New Orleans í Louisiana, sigraði með því að stafa orðið „murraya“, sem er trjátegund sem vex í hitabeltinu. 9.7.2021 07:36
Risapandan ekki lengur í útrýmingarhættu Kínversk stjórnvöld segja risapönduna ekki lengur í bráðri útrýmingarhættu en stofninn sé enn viðkvæmur. Fjöldi villtra risapanda hefur nú náð 1.800. 9.7.2021 07:05
Lögregla hljóp upp rúðubrjót í miðbænum Lögregla hljóp í gærkvöldi upp einstakling sem braut rúðu á veitingastað í miðbænum. Tilkynnt var um rúðubrotið um kl. 21 en þegar lögregla mætti á staðinn var gerandinn farinn. Hann fannst hins vegar skammt frá og reyndi að flýja frá lögreglu, sem veitti eftirför á tveimur jafnfljótum. Hann var handtekinn en látinn laus um nóttina. 9.7.2021 06:25
Heita því að vista Assange ekki við verstu aðstæður og leyfa honum að afplána í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld hafa heitið því að vista Julian Assange ekki við verstu aðstæður ef hann fæst framseldur frá Bretlandi. Þá yrði honum heimilað að afplána mögulegan dóm í heimalandi sínu, Ástralíu. 8.7.2021 10:37
Forsetinn íhugar alvarlega að bjóða sig fram til varaforseta Forseti Filippseyja segist vera að íhuga það alvarlega að bjóða sig fram til varaforseta. Ástæðan er sú að lögum samkvæmt getur hann ekki sóst eftir endurkjöri en hann segist enn eiga ýmsu ólokið. 8.7.2021 10:09
Dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að hafa myrt ættingja vegna ímyndaðs fjársjóðs Franskur maður sem myrti fjóra ættingja sína, þar af tvö börn, í leit að gullfjársjóði sem hann taldi þá hafa falið fyrir sér hefur verið dæmdur í 30 ára fangelsi. 8.7.2021 08:42