Fréttamaður

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ónæmisörvun kennara og skólastarfsmanna hefst í dag

Kennsla í leikskólum hefst víða í dag eftir hefðbundna sumarlokun í júlímánuði og þá hefst jafnframt í dag seinni bólusetning kennara og starfsmanna skóla sem fengu bóluefnið frá Janssen á vordögum.

Rúðubrot og ölvunarakstur á rafmagnshlaupahjóli

Laust fyrir miðnætti í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um rúðubrot í skóla í Vesturbænum. Í ljós kom að búið var að mölva rúður í mörgum gluggum.

Tókst að stafsetja „querimonious“ og „solidungulate“

Hin 14 ára Zaila Avant-garde er fyrsta svarta bandaríska ungmennið sem vinnur hina víðfrægu Scripps-stafsetningarkeppni. Avant-garde, sem er frá New Orleans í Louisiana, sigraði með því að stafa orðið „murraya“, sem er trjátegund sem vex í hitabeltinu.

Lögregla hljóp upp rúðubrjót í miðbænum

Lögregla hljóp í gærkvöldi upp einstakling sem braut rúðu á veitingastað í miðbænum. Tilkynnt var um rúðubrotið um kl. 21 en þegar lögregla mætti á staðinn var gerandinn farinn. Hann fannst hins vegar skammt frá og reyndi að flýja frá lögreglu, sem veitti eftirför á tveimur jafnfljótum. Hann var handtekinn en látinn laus um nóttina.

Sjá meira