Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30.6.2021 06:55
Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11. 30.6.2021 06:31
Ekið á stúlku á reiðhjóli Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um kvöldmatarleytið í gær þess efnis að ekið hefði verið á stúlku á reiðhjóli. Í dagbók lögreglu segir að stúlkan hafi hlotið minniháttar meiðsl en verið flutt á Landspítala til skoðunar. 30.6.2021 06:19
Geta valið hvort þeir láta bólusetja sig... en samt ekki Rússnesk stjórnvöld segja íbúum landsins frjálst að ákveða hvort þeir þiggja bólusetningu eður ei en margir eiga á hættu að missa vinnuna ef þeir segja nei. 29.6.2021 11:52
Óvissa eftir að forsætisráðherrann segir 40 ára og yngri geta fengið AstraZeneca Ástralir eru nú sagðir óþreyjufullir gagnvart stjórnvöldum sem hafa komið á útgöngubanni í fjórum stórborgum í kjölfar fjölgunar Covid-smita síðustu daga. Bólusetningar ganga hægt og misvísandi skilaboð berast frá yfirvöldum. 29.6.2021 07:46
FFP3 grímurnar veittu mun meiri vörn en skurðstofugrímurnar Vísindamenn í Bretlandi hafa komist að því að svokallaðar FFP3 grímur veita umtalsvert meiri vörn en hefðbundar skurðstofugrímur. Samtök heilbrigðisstarfsmanna í landinu hafa löngum kallað eftir því að fá betri verndarbúnað. 29.6.2021 07:07
Cardi B beraði blómlega bumbuna á BET-verðlaununum Tónlistarkonan Cardi B uppljóstraði um lítið leyndarmál á BET-verðlaunahátíðinni í gær, þar sem kom hún fram á sviði í svörtum glamúrgalla með hálfbera og blómlega bumbuna út í loftið. 28.6.2021 08:38
Forseti Tékklands segir trans fólk „viðbjóðslegt“ Milos Zeman, forseti Tékklands, kallaði trans fólk „viðbjóðslegt“ í viðtali við CNN Prima News í gær. Tilefnið var umræða um ný lög í Ungverjalandi, sem banna allt kennsluefni sem er talið „auglýsa“ samkynhneigð og hugmyndir um að fólk geti verið annars kyns en líffræðilegt kyn gefur til kynna. 28.6.2021 08:07
Ef allt gengur eftir verða ríflega 70 prósent fullbólusett í vikulok Um 36 þúsund manns munu fá seinni skammt af bóluefnum gegn Covid-19 í vikunni, ef áætlanir ganga eftir. Þá verða yfir 200 þúsund manns fullbólusettir í vikulok. 28.6.2021 07:27
Volkswagen-bifreiðin komin í leitirnar en enn lýst eftir Lexus Lögreglan á Norðurlandi eystra auglýsti í gærkvöldi eftir tveimur bifreiðum sem var stolið á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Önnur bifreiðin, VW Polo með númerið LR-D39 er komin í leitirnar en enn er lýst eftir ljósgráum Lexus IS300H, árgerð 2018. 28.6.2021 06:33
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti