Fréttamaður

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar

Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi

Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11.

Ekið á stúlku á reiðhjóli

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um kvöldmatarleytið í gær þess efnis að ekið hefði verið á stúlku á reiðhjóli. Í dagbók lögreglu segir að stúlkan hafi hlotið minniháttar meiðsl en verið flutt á Landspítala til skoðunar.

FFP3 grímurnar veittu mun meiri vörn en skurðstofugrímurnar

Vísindamenn í Bretlandi hafa komist að því að svokallaðar FFP3 grímur veita umtalsvert meiri vörn en hefðbundar skurðstofugrímur. Samtök heilbrigðisstarfsmanna í landinu hafa löngum kallað eftir því að fá betri verndarbúnað.

Cardi B beraði blómlega bumbuna á BET-verðlaununum

Tónlistarkonan Cardi B uppljóstraði um lítið leyndarmál á BET-verðlaunahátíðinni í gær, þar sem kom hún fram á sviði í svörtum glamúrgalla með hálfbera og blómlega bumbuna út í loftið.

Forseti Tékklands segir trans fólk „viðbjóðslegt“

Milos Zeman, forseti Tékklands, kallaði trans fólk „viðbjóðslegt“ í viðtali við CNN Prima News í gær. Tilefnið var umræða um ný lög í Ungverjalandi, sem banna allt kennsluefni sem er talið „auglýsa“ samkynhneigð og hugmyndir um að fólk geti verið annars kyns en líffræðilegt kyn gefur til kynna.

Volkswagen-bifreiðin komin í leitirnar en enn lýst eftir Lexus

Lögreglan á Norðurlandi eystra auglýsti í gærkvöldi eftir tveimur bifreiðum sem var stolið á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Önnur bifreiðin, VW Polo með númerið LR-D39 er komin í leitirnar en enn er lýst eftir ljósgráum Lexus IS300H, árgerð 2018.

Sjá meira