Segir Delta afbrigðið 30 til 100 prósent meira smitandi Hið svokallaða Delta-afbrigði kórónuveirunnar SARS-CoV-2, áður kennt við Indland, er 30 til 100 prósent meira smitandi en Alfa-afbrigðið, áður kennt við Bretland. Þetta segir einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum. 4.6.2021 09:00
Ekkert sem bendir til gesta úr geimnum en geta ekki útilokað það Bandarísk yfirvöld hafa ekki fundið neinar vísbendingar um að óútskýrð fljúgandi fyrirbæri sem herflugmenn hafa orðið varir við séu gestir utan úr geimnum. Þeir hafa hins vegar ekki getað útskýrt hvað um ræðir. 4.6.2021 07:55
Domus Medica hættir rekstri í árslok Framkvæmdastjóri Domus Medica hf. segir að rekstri heilbrigðismiðstöðvarinnar við Egilsgötu verði hætt um áramót og segir „íslenskt ráðherraræði“ vera að fara illa með lýðræðið. 4.6.2021 06:47
Skammbyssa reyndist Stjörnustríðs geislabyssa Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um einstakling með skammbyssu í Hafnarfirði. Þegar betur var að gáð kom hins vegar í ljós að um var að ræða eftirlíkingu af Star Wars geislabyssu. 4.6.2021 06:26
Helmingur alvarlegra tilvika felur í sér aðgerðir á röngum sjúkling eða líkamspart Kona gekkst undir leghálsspeglun á spítala, þegar hún var í raun og veru mætt til að láta kanna hvort hún væri hepplegur kandídat til að gangast undir ákveðna frjósemismeðferð. 3.6.2021 12:32
Tímafrekt að senda sýnin utan og svartíminn of langur Of mikill tími fór í merkingar og pökkun sýna, sendingartíminn var oft langur og þá voru íslensku sýnin ekki í neinum forgangi og svartíminn í heild of langur. Þetta segir Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands, um reynsluna af því að láta rannsóknarstofu í Svíþjóð sjá um HPV-rannsóknir á leghálssýnum. 3.6.2021 11:08
„Konur geta ekki pantað skimun að eigin ósk“ segir landlæknir Ef ágreiningur skapast milli lækna um framkvæmd krabbameinsskimana væntir landlæknir þess að hlutaðeigandi ræði málin og komist að sameiginlegri niðurstöðu þannig að öryggi konunnar sé gætt. 3.6.2021 08:54
Starfsmenn vöruhúsa Amazon slasast oftar og alvarlegar en aðrir Starfsmenn vöruhúsa netsölurisans Amazon meiðast oftar og alvarlegar en starfsmenn vöruhúsa annarra fyrirtækja. Alls slasast 5,9 starfsmenn af hundrað alvarlega hjá Amazon, nærri 80 prósent fleiri en hjá öðrum fyrirtækjum. 3.6.2021 07:02
Enginn upplýsingafundur vegna Covid-19 í dag Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa tekið þá ákvörðun að sleppa í dag vikulegum upplýsingafundi vegna stöðu kórónuveirufaraldursins, sem jafnan hefur verið haldinn á fimmtudögum. 3.6.2021 06:31
Biden stendur þétt við bakið á hinsegin fólki í upphafi Pride-mánaðarins „Við sjáum ykkur, við styðjum ykkur og við drögum innblástur af hugrekki ykkar til að sætta ykkur ekki við neitt annað en fullt jafnrétti,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu og samfélagsmiðlum Hvíta hússins í gær. 2.6.2021 14:39