Dvalargestur sóttkvíarhótels í annarlegu ástandi hafði í hótunum við annan gest Lögregla var kölluð á vettvang snemma í gærkvöldi vegna dvalargests á sóttkvíarhóteli í póstnúmerinu 105. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var til vandræða; hafði meðal annars haft í hótunum við annan gest. Þá er hann grunaður um eignaspjöll. 4.5.2021 06:13
Viðbrögð heilsugæslunnar við svörum Landspítala: Forstjórinn kannast ekki við eigin tölvupóstsamskipti Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur skilað heilbrigðisráðuneytinu viðbrögðum vegna jákvæðra svara Landspítala um að taka við rannóknum á leghálssýnum vegna skimunar eftir leghálskrabbameinum. 3.5.2021 13:14
Fjórir handteknir í tengslum við rannsókn á risastórum barnaníðshring Þrír hafa verið handteknir í Þýskalandi og einn í Paragvæ í tengslum við rannsókn lögrelgu á einum stærsta barnaníðshring sem starfræktur hefur verið á netinu. Um er að ræða samfélag á djúpvefnum (e. dark net) sem ber heitið Boystown. 3.5.2021 11:09
Um 30 prósent jarðarbúa neikvæð gagnvart bólusetningu árið 2020 Samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallup-könnunar segjast 68 prósent jarðarbúa munu þiggja bólusetningu vegna Covid-19 ef hún býðst ókeypis en 29 prósent segjast ekki munu láta bólusetja sig. Þrjú prósent eru óákveðin. 3.5.2021 09:08
Breskir læknar að bugast undan álaginu og margir íhuga að hætta Þúsundir breskra lækna íhuga að láta af störfum í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Helstu ástæðurnar eru gríðarlegt álag og áhyggjur af andlegu heilbrigði. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Bresku læknasamtakanna (BMA). 3.5.2021 08:32
Sex þúsund einstaklingar fullbólusettir með bóluefninu frá Janssen Framundan er önnur stór vika í bólusetningum gegn Covid-19 og verður bólusett með þremur bóluefnum; frá Pfizer, Janssen og Moderna. 3.5.2021 07:22
Krefjast kyrrsetningar eigna eiganda hússins við Bræðraborgarstíg Lögmaður aðstandenda þeirra sem létust í brunanum við Bræðraborgarstíg hefur krafist þess að eignir eiganda hússins verði kyrrsettar til tryggingar fullnustu bótakrafna umbjóðenda sinna. 3.5.2021 06:48
Umferðarslys vegna blindandi sólarljóss og tillitslausrar gæsar Ökumaður bifhjóls var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið í gærkvöldi eftir að hann lenti aftan á bifreið sem snögghemlaði þegar gæs gekk yfir götu í Seljahverfi. 3.5.2021 06:33
Aðalsteinn hættir hjá RÚV: „Ég er ekki að hætta í rannsóknarblaðamennsku“ „Að vinna á RÚV og í umhverfinu þar, sem er gott að svo rosalega mörgu leyti, er samt orðið þannig að það hefur meiri áhrif á mitt daglega líf en ég kæri mig um,“ segir blaðamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson, sem tilkynnti á Facebook fyrir stundu að í dag væri síðasti vinnudagurinn hans hjá Ríkisútvarpinu. 30.4.2021 12:46
Ekkert smit í fangelsunum: Fangar bólusettir í dag og í lok næstu viku Allir fangelsisstarfsmenn hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. Fangar á Litla-Hrauni og Sogni verða bólusettir í dag en áætlað er að bólusetja fanga í móttökufangelsinu á Hólmsheiði í næstu viku. 30.4.2021 10:28