Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30.4.2021 10:11
Fjórtán íbúar í einangrun og bæjarstjórinn í sóttkví Fjórtán íbúar Þorlákshafnar eru nú í einangrun vegna Covid-19 og 99 í sóttkví. Elliði Viginsson, bæjarstjóri Ölfus, segir baráttunni ekki lokið þótt staðan líti betur út en um tíma. Sjálfur er hann kominn í sóttkví í þriðja sinn. 30.4.2021 09:18
Innkalla kjúklingabaunir vegna skordýra Matvælastofnun hefur varað neytendur við neyslu á einni lotu af Sólgæti kjúklingabaunum frá Heilsu ehf. en skordýr hafa fundist í vörunni. 30.4.2021 08:23
Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna bannar sölu mentól sígaretta Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur ákveðið að banna sölu mentól sígaretta. Mannréttinda- og heilbrigðissamtök hafa löngum barist fyrir banninu, þar sem mentól sígarettur valda hlutfallslega meiri skaða meðal svartra Bandaríkjamanna. 30.4.2021 08:08
Mældu ökumann á 190 km/klst og veittu eftirför Lögreglan á Suðurnesjum hóf eftirför í gær þegar bifreið mældist á 190 km/klst, þar sem henni var ekið í átt að Hafnarfirði. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var gert viðvart en í Hafnarfirði náði ökumaður að stinga lögreglu af um stund. 30.4.2021 06:38
Skólum og íþróttamannvirkjum á Flúðum lokað vegna smita Ákveðið var í gærkvöldi að loka leikskóla, grunnskóla og íþróttamannvirkjum á Flúðum vegna þriggja smita sem upp eru komin í samfélaginu. Lokað verður í skólunum í dag og sundlaug og íþróttahús verða lokuð fram yfir helgi. 30.4.2021 06:20
Um 80 prósent þiggja bólusetningu: Sama hlutfall þiggur bóluefni AstraZeneca og Pfizer Um 80 prósent þeirra sem voru boðaðir í bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca þáðu bólusetningu í Laugardalshöll í gær. Þetta er sama hlutfall og mætti í bólusetningu á þriðjudaginn, þegar bólusett var með bóluefninu frá Pfizer. 29.4.2021 11:47
Ekkert sem bendir til þess hérlendis að breska afbrigðið sé skæðara Allt bendir til þess að hið svokallaða breska afbirgði Covid-19 sé álíka skætt og afbrigðin sem Íslendingar glímdu við fyrr í kórónuveirufaraldrinum. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 29.4.2021 11:30
Svartíminn átta vikur á næstunni: Kenna Krabbameinsfélaginu og Covid-19 um langan biðtíma Svartími vegna leghálssýna verður átta vikur á næstunni, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að vel gangi að koma sýnum út og svör berist innan þriggja vikna frá komu á rannsóknarstofuna. 29.4.2021 10:24
Framkvæmdastjóri NRA harðlega gagnrýndur fyrir misheppnaða tilraun til að drepa fíl Myndbandsupptökur sem sýna framkvæmdastjóra hagsmunasamtaka bandarískra skotvopnaeigenda (NRA) skjóta fíl ítrekað án þess að takast að drepa skepnuna hafa verið harðlega gagnrýndar. 29.4.2021 07:37