Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hvað gerðist?   

GAMMA stóð afar höllum fæti í fyrra. Fjármálafyrirtækið, sem er hvað þekktast fyrir fjárfestingar sjóða í stýringu félagsins á fasteignamarkaði, var nauðbeygt fyrir um ári til að sækja sér lán upp á einn milljarð króna til nokkurra mánaða á svimandi háum kjörum frá fjárfestingafélaginu Stoðum.

Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA

Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði.

Innviðir kaupa 13 prósenta hlut í HS Veitum

Framtakssjóðurinn Innviðir fjárfestingar, sem er að langstærstum hluta fjármagnaður af lífeyrissjóðum, gekk í síðasta mánuði frá kaupum á tæplega 38 prósenta hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með um 34,4 prósenta hlut

Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum.

Arion banki selur sumarhöllina

Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði.

Kvartar til Seðlabankans vegna ummæla Gylfa 

Icelandair Group hefur komið á framfæri athugasemdum til Seðlabanka Íslands vegna ummæla Gylfa Zoega, hagfræðiprófessors og nefndarmanns í peningastefnunefnd bankans, í síðustu viku þar sem hann bað þingmenn efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast vel með stöðu Icelandair.

Helgafell hagnaðist um 350 milljónir 

Helgafell eignarhaldsfélag, sem er í jafnri eigu Ara Fenger, Bjargar Fenger og Kristínar Vermundsdóttur, hagnaðist um 351 milljón króna í fyrra.

Sjá meira