NetApp kaupir íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Greenqloud Bandaríska félagið NetApp Inc. hefur keypt Greenqloud ehf. en þetta eru fyrstu kaup Fortune 500 fyrirtækis á íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sem vitað er um. 17.8.2017 09:46
Kjartan og Baldur hafa fest kaup á hlut í verðbréfafyrirtækinu ALM Fimm fjárfestar, þar á meðal þeir Baldur Guðlaugsson, Kjartan Gunnarsson og Magnús Gunnarsson, hafa bæst í hluthafahóp verðbréfafyrirtækisins ALM Verðbréfa. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir engin áform vera um sameiningar. 16.8.2017 08:00
Ætla ekki að nýta sér kauprétt að 22 prósenta hlut í Arion banka Vogunarsjóðir og Goldman Sachs ætla ekki að bæta við sig hlut í Arion banka. Kaupþing bíður eftir að FME meti hæfi Taconic og Attestor til að gerast virkir eigendur. Útboð háð því að stjórnvöld falli frá forkaupsrétti sínum. 16.8.2017 06:30
Gera ekki neitt Ef allt væri eðlilegt – núna þegar næstum níu ár eru liðin frá fjármálahruninu – þá hefði íslenska ríkið fyrir löngu hafist handa við að hefja sölu á eignarhlutum sínum í bönkunum. Svo er hins vegar ekki. Þess í stað er ríkið enn alltumlykjandi á fjármálamarkaði en sú fjárhæð sem það er með bundið sem eigið fé í bönkunum nemur um nítján prósentum af landsframleiðslu. Slík staða þekkist hvergi í hinum vestræna heimi. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar stjórnvalda um að til standi, þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi, að grynnka á eignarhlutum ríkisins í bankakerfinu hefur ekkert gerst – þvert á móti hafa umsvif þess aukist eftir að Íslandsbanki féll í skaut ríkisins í ársbyrjun 2016. 11.8.2017 06:00
Hannes Árdal til Íslenskra fjárfesta Hannes Árdal, sem starfaði áður í teymi markaðsviðskipta hjá Fossum mörkuðum, hefur gengið til liðs við verðbréfafyrirtækið Íslenska fjárfesta. 9.8.2017 13:54
Komið á kortið Sterk staða efnahagsmála hér á landi fer ekki fram hjá erlendum fjárfestum. Áhugi þeirra á Íslandi hefur aukist til muna eftir að áætlun um losun hafta var kynnt sumarið 2015. Í þetta sinn er sú þróun ekki fyrst og fremst drifin áfram af vaxtamunarviðskiptum, eins og á árunum í aðdraganda fjármálahrunsins, heldur fjárfestingum erlendra sjóða og fyrirtækja í fjölmörgum geirum atvinnulífsins – Ísland er komið á kortið. Þar er ferðaþjónustan ekki undanskilin. 4.8.2017 06:00
Lífeyrissjóðir höfnuðu 11 milljarða tilboði Blackstone í hlut í Bláa lóninu Fulltrúar lífeyrissjóða, sem eiga þriðjungshlut í HS Orku, beittu neitunarvaldi og höfnuðu ellefu milljarða tilboði frá Blackstone í 30 prósenta hlut í Bláa lóninu. Óánægja innan Alterra, meirihlutaeiganda HS Orku. 2.8.2017 06:00
Óráð Fyrr á árinu skipaði forsætisráðherra verkefnisstjórn sem á að koma með tillögur um endurmat á forsendum peninga- og gjaldmiðlastefnu Íslands. Óhætt er að segja að um sé að ræða eitt stærsta verkefni stjórnvalda. Öllum má enda vera ljóst að núverandi stefna er ekki sjálfbær til lengri tíma litið. Endurskoða þarf peningastefnuna með hliðsjón af þeirri byltingu sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins, ekki hvað síst vegna tilkomu nýrrar og ört vaxandi gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. 28.7.2017 07:00
Hannes Frímann tekur við eignastýringu Kviku banka Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar, verður næsti framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka. 26.7.2017 10:02
Ójöfn keppni Íslensk verslun stendur á tímamótum. Stærstu fyrirtækin á íslenskum smásölumarkaði – Hagar og Festi – hafa á undanförnum mánuðum og misserum gripið til aðgerða til að bregðast við vaxandi samkeppni, meðal annars með áformum um að færa út kvíarnar og ná þannig fram auknum samlegðaráhrifum. 21.7.2017 06:00