Skaðinn skeður Hörður Ægisson skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Peningastefnunefnd Seðlabankans er vandi á höndum. Við aðrar og eðlilegri aðstæður, þar sem útlit væri fyrir kjarasamninga sem myndu styðja við stöðugleika og auka líkur á mjúkri lendingu, væri útilokað að vextir yrðu hækkaðir. Staðan í dag er því miður allt önnur. Ástæður þessa eru flestum vel kunnar. Óvissa á vinnumarkaði hefur aukist til muna eftir að stærstu stéttarfélögin opinberuðu kröfugerðir sínar sem myndu, næðu þær fram að ganga, hækka launakostnað fyrirtækja um meira en 100 prósent. Afleiðingarnar eftir að þessar glórulausu kröfur voru settar fram, sem eru sagðar „hófsamar“ og „ábyrgar“, hafa verið fyrirsjáanlegar og birtast ekki hvað síst í því að gengi krónunnar hefur gefið mjög eftir á skömmum tíma og verðbólguvæntingar hafa í kjölfarið rokið upp. Tímabil verðstöðugleika er að renna sitt skeið á enda og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verðbólgan verði komin vel upp fyrir fjögur prósent um mitt næsta ár. Flestir greinendur gera því ráð fyrir því að vextir Seðlabankans verði hækkaðir þegar peningastefnunefndin kemur saman næstkomandi miðvikudag. Slík vaxtahækkun, sem verður þá í boði leiðtoga helstu verkalýðshreyfinga landsins, mun koma á afar slæmum tíma núna þegar hagkerfið er að kólna mun meira og hraðar en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ef Seðlabankinn væri með nægjanlega mikinn trúverðugleika, þar sem hann gæti horft fram hjá hækkandi verðbólguvæntingum til skamms tíma, væru líkur á vaxtahækkun eflaust mun minni. Svo er hins vegar ekki heldur hefur lítil og stöðug verðbólga síðustu ára fremur grundvallast á sterku gengi krónunnar og hagstæðum ytri aðstæðum. Sá valkostur að gera ekki neitt er þess vegna líklega ekki í boði heldur er spurningin aðeins hvort nefndin muni samhliða vaxtahækkun stíga löngu tímabært skref og samþykkja að losa um innflæðishöft á fjárfestingar erlendra aðila í skuldabréfum. Hafi verið rök fyrir því að setja á innflæðishöft á sínum tíma þá eiga þau alls ekki lengur við í dag. Vaxtamunur við útlönd, einkum gagnvart Bandaríkjunum, hefur snarminnkað og gengið hefur hríðfallið. Röksemdir seðlabankastjóra um að afnám haftanna gæti leitt til mikillar gengisstyrkingar sem aftur gæti valdið skaða og óvissu halda ekki lengur vatni. Öllum má vera ljóst að hætta á ofrisi krónunnar við núverandi aðstæður er hverfandi. Hættan er hins vegar sú að þótt losað verði um höftin þá verði þær breytingar of litlar og gangi of skammt. Skaðinn er um margt skeður, sem endurspeglast í hækkandi áhættuálagi á Ísland, og því er ólíklegt að innflæði fjármagns muni aukast til muna. Það er áhyggjuefni. Fjármagn til fyrirtækja er nú af skornum skammti og Ísland þarf nauðsynlega á erlendum fjárfestum að halda til að standa undir hagvexti á komandi árum. Væntanleg vaxtahækkun Seðlabankans ætti að vera áminning um hvað skiptir hagsmuni meginþorra almennings mestu máli. Stöðugleiki og lægri vextir. Sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins hafa vextir lækkað verulega á undanförnum árum – vextir á húsnæðislánum hafa þannig aldrei verið lægri – og margt hefur bent til að Ísland gæti, ef rétt væri haldið á spilunum, farið að þokast í átt til þess að vera líkara lágvaxtalöndum. Sá málflutningur sem við heyrum frá nýjum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar hefur hins vegar sett af stað atburðarás sem mun að óbreyttu leiða til hans gagnstæða. Þeir sem munu borga reikninginn fyrir þetta rugl eru venjulegt íslenskt launafólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans er vandi á höndum. Við aðrar og eðlilegri aðstæður, þar sem útlit væri fyrir kjarasamninga sem myndu styðja við stöðugleika og auka líkur á mjúkri lendingu, væri útilokað að vextir yrðu hækkaðir. Staðan í dag er því miður allt önnur. Ástæður þessa eru flestum vel kunnar. Óvissa á vinnumarkaði hefur aukist til muna eftir að stærstu stéttarfélögin opinberuðu kröfugerðir sínar sem myndu, næðu þær fram að ganga, hækka launakostnað fyrirtækja um meira en 100 prósent. Afleiðingarnar eftir að þessar glórulausu kröfur voru settar fram, sem eru sagðar „hófsamar“ og „ábyrgar“, hafa verið fyrirsjáanlegar og birtast ekki hvað síst í því að gengi krónunnar hefur gefið mjög eftir á skömmum tíma og verðbólguvæntingar hafa í kjölfarið rokið upp. Tímabil verðstöðugleika er að renna sitt skeið á enda og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verðbólgan verði komin vel upp fyrir fjögur prósent um mitt næsta ár. Flestir greinendur gera því ráð fyrir því að vextir Seðlabankans verði hækkaðir þegar peningastefnunefndin kemur saman næstkomandi miðvikudag. Slík vaxtahækkun, sem verður þá í boði leiðtoga helstu verkalýðshreyfinga landsins, mun koma á afar slæmum tíma núna þegar hagkerfið er að kólna mun meira og hraðar en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ef Seðlabankinn væri með nægjanlega mikinn trúverðugleika, þar sem hann gæti horft fram hjá hækkandi verðbólguvæntingum til skamms tíma, væru líkur á vaxtahækkun eflaust mun minni. Svo er hins vegar ekki heldur hefur lítil og stöðug verðbólga síðustu ára fremur grundvallast á sterku gengi krónunnar og hagstæðum ytri aðstæðum. Sá valkostur að gera ekki neitt er þess vegna líklega ekki í boði heldur er spurningin aðeins hvort nefndin muni samhliða vaxtahækkun stíga löngu tímabært skref og samþykkja að losa um innflæðishöft á fjárfestingar erlendra aðila í skuldabréfum. Hafi verið rök fyrir því að setja á innflæðishöft á sínum tíma þá eiga þau alls ekki lengur við í dag. Vaxtamunur við útlönd, einkum gagnvart Bandaríkjunum, hefur snarminnkað og gengið hefur hríðfallið. Röksemdir seðlabankastjóra um að afnám haftanna gæti leitt til mikillar gengisstyrkingar sem aftur gæti valdið skaða og óvissu halda ekki lengur vatni. Öllum má vera ljóst að hætta á ofrisi krónunnar við núverandi aðstæður er hverfandi. Hættan er hins vegar sú að þótt losað verði um höftin þá verði þær breytingar of litlar og gangi of skammt. Skaðinn er um margt skeður, sem endurspeglast í hækkandi áhættuálagi á Ísland, og því er ólíklegt að innflæði fjármagns muni aukast til muna. Það er áhyggjuefni. Fjármagn til fyrirtækja er nú af skornum skammti og Ísland þarf nauðsynlega á erlendum fjárfestum að halda til að standa undir hagvexti á komandi árum. Væntanleg vaxtahækkun Seðlabankans ætti að vera áminning um hvað skiptir hagsmuni meginþorra almennings mestu máli. Stöðugleiki og lægri vextir. Sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins hafa vextir lækkað verulega á undanförnum árum – vextir á húsnæðislánum hafa þannig aldrei verið lægri – og margt hefur bent til að Ísland gæti, ef rétt væri haldið á spilunum, farið að þokast í átt til þess að vera líkara lágvaxtalöndum. Sá málflutningur sem við heyrum frá nýjum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar hefur hins vegar sett af stað atburðarás sem mun að óbreyttu leiða til hans gagnstæða. Þeir sem munu borga reikninginn fyrir þetta rugl eru venjulegt íslenskt launafólk.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun