

Skaðinn skeður
Flestir greinendur gera því ráð fyrir því að vextir Seðlabankans verði hækkaðir þegar peningastefnunefndin kemur saman næstkomandi miðvikudag. Slík vaxtahækkun, sem verður þá í boði leiðtoga helstu verkalýðshreyfinga landsins, mun koma á afar slæmum tíma núna þegar hagkerfið er að kólna mun meira og hraðar en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ef Seðlabankinn væri með nægjanlega mikinn trúverðugleika, þar sem hann gæti horft fram hjá hækkandi verðbólguvæntingum til skamms tíma, væru líkur á vaxtahækkun eflaust mun minni. Svo er hins vegar ekki heldur hefur lítil og stöðug verðbólga síðustu ára fremur grundvallast á sterku gengi krónunnar og hagstæðum ytri aðstæðum. Sá valkostur að gera ekki neitt er þess vegna líklega ekki í boði heldur er spurningin aðeins hvort nefndin muni samhliða vaxtahækkun stíga löngu tímabært skref og samþykkja að losa um innflæðishöft á fjárfestingar erlendra aðila í skuldabréfum.
Hafi verið rök fyrir því að setja á innflæðishöft á sínum tíma þá eiga þau alls ekki lengur við í dag. Vaxtamunur við útlönd, einkum gagnvart Bandaríkjunum, hefur snarminnkað og gengið hefur hríðfallið. Röksemdir seðlabankastjóra um að afnám haftanna gæti leitt til mikillar gengisstyrkingar sem aftur gæti valdið skaða og óvissu halda ekki lengur vatni. Öllum má vera ljóst að hætta á ofrisi krónunnar við núverandi aðstæður er hverfandi. Hættan er hins vegar sú að þótt losað verði um höftin þá verði þær breytingar of litlar og gangi of skammt. Skaðinn er um margt skeður, sem endurspeglast í hækkandi áhættuálagi á Ísland, og því er ólíklegt að innflæði fjármagns muni aukast til muna. Það er áhyggjuefni. Fjármagn til fyrirtækja er nú af skornum skammti og Ísland þarf nauðsynlega á erlendum fjárfestum að halda til að standa undir hagvexti á komandi árum.
Væntanleg vaxtahækkun Seðlabankans ætti að vera áminning um hvað skiptir hagsmuni meginþorra almennings mestu máli. Stöðugleiki og lægri vextir. Sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins hafa vextir lækkað verulega á undanförnum árum – vextir á húsnæðislánum hafa þannig aldrei verið lægri – og margt hefur bent til að Ísland gæti, ef rétt væri haldið á spilunum, farið að þokast í átt til þess að vera líkara lágvaxtalöndum. Sá málflutningur sem við heyrum frá nýjum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar hefur hins vegar sett af stað atburðarás sem mun að óbreyttu leiða til hans gagnstæða. Þeir sem munu borga reikninginn fyrir þetta rugl eru venjulegt íslenskt launafólk.
Skoðun

Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Misskilningur frú Sæland
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra!
Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar

Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja?
Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar

Strandveiðar - afvegaleidd umræða
Magnús Jónsson skrifar

Öll börn eiga rétt á öryggi
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi
Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar

Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur
Magnús Magnússon skrifar

Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin?
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar

Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35
Haraldur Ólafsson skrifar

Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Tannheilsa skiptir höfuð máli
Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar

Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins
Viðar Halldórsson skrifar

Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun
Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar

125 hjúkrunarrými til reiðu
Aríel Pétursson skrifar

Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla
Þórarinn Ingi Pétursson skrifar

Værum öruggari utan Schengen
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum
Ingrid Kuhlman skrifar

Úlfurinn gerður að fjárhirði
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Byggð á Geldinganesi?
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Að toga í sömu átt
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia
Ólafur Stephensen skrifar

„Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“
Nichole Leigh Mosty skrifar

Mikil tækifæri í Farsældartúni
Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Sameinuð gegn landamæraofbeldi
Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar

Hágæðaflug til Ísafjarðar
Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar

Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af!
Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar