Cecilía varði víti Inter laut í lægra haldi fyrir Fiorentina, 1-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði vítaspyrnu í leiknum. 23.3.2025 13:24
Hamilton dæmdur úr leik í Kína Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur verið dæmdur úr leik í kínverska kappakstrinum ásamt tveimur öðrum. 23.3.2025 12:28
Máluðu Smárann rauðan Valur varð í gær bikarmeistari í annað sinn á þremur árum þegar liðið lagði KR örugglega að velli, 78-96, í Smáranum í Kópavogi. 23.3.2025 12:02
Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Cristiano Ronaldo, markahæsta landsliðsmanni allra tíma, er alveg sama þótt Rasmus Højlund hafi hermt eftir einkennisfagni sínu í leik Danmerkur og Portúgals á dögunum. 23.3.2025 11:31
Græn gleði í Smáranum Njarðvík varð í gær bikarmeistari kvenna í körfubolta í annað sinn eftir sigur á Grindavík, 81-74, í Smáranum í Kópavogi. 23.3.2025 11:01
Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Margt var um manninn í O2-höllinni í London í gær þar sem bardagakvöld UFC fór fram. Gunnar Nelson var á meðal keppenda en í stúkunni sat einn frægasti fótboltaþjálfari heims. 23.3.2025 10:30
Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons LeBron James sneri aftur eftir tveggja vikna fjarveru vegna meiðsla þegar Los Angeles Lakers fékk skell gegn Chicago Bulls, 115-146, á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 23.3.2025 10:02
Piastri vann Kínakappaksturinn McLaren byrjar tímabilið í Formúlu 1 vel en liðið hefur unnið fyrstu tvær keppnirnar. Í dag hrósaði Oscar Piastri sigri í kínverska kappakstrinum. 23.3.2025 09:15
Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Valur varð í dag Lengjubikarmeistari karla eftir 2-3 sigur á Fylki á Würth vellinum í Árbænum í dag. Fylkismenn komust í 2-0 en Valsmenn sneru dæminu sér í vil. 22.3.2025 16:22
Marta hetja Eyjakvenna ÍBV og Selfoss skildu jöfn, 27-27, í lokaleik 19. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta. Marta Wawrzykowska, markvörður Eyjakvenna, reyndist örlagavaldurinn í leiknum. 22.3.2025 15:51