Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Mikael Egill Ellertsson lék allan leikinn þegar Genoa gerði markalaust jafntefli við Parma á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. 18.1.2026 13:31
Blóðugt tap gegn Börsungum Barcelona slapp með skrekkinn gegn San Pablo Burgos í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Börsungar unnu eins stigs sigur, 79-80. 18.1.2026 13:20
Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Stjórnarformaður Crystal Palace, Steve Parish, var undrandi og reiður vegna ummæla knattspyrnustjóra liðsins, Olivers Glasner, í viðtali eftir leikinn gegn Sunderland í gær og íhugar að reka hann. 18.1.2026 11:32
„Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Sérfræðingar TV 2 í Danmörku voru gáttaðir á atvikinu undir lok leiks Þýskalands og Serbíu á EM í handbolta í gær. Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands, tók leikhlé rétt áður en Þjóðverjar skoruðu og markið var dæmt af. Serbar enduðu á því að vinna leikinn, 30-27, og skildu Þjóðverja eftir í erfiðri stöðu í A-riðli. 18.1.2026 11:01
Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Michael Carrick fékk draumabyrjun í starfi þjálfara Manchester United, Liverpool gerði jafntefli í fjórða leiknum í röð, enn hitnar undir Thomas Frank hjá Tottenham og Arsenal mistókst að skora annan leikinn í röð. 18.1.2026 10:00
Benoný skoraði sigurmark Stockport Hinn tvítugi Benoný Breki Andrésson skoraði sigurmark Stockport County gegn Rotherham United, 3-2, í ensku C-deildinni í dag. 17.1.2026 16:59
Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli við nýliða Burnley á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fjórða jafntefli Rauða hersins í röð. 17.1.2026 16:55
Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Eftir átta leiki í röð án sigurs unnu Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Köln afar mikilvægan sigur á Mainz, 2-1, í þýsku úrvalsdeildinni í dag. 17.1.2026 16:33
Birta hetja Genoa í frumrauninni Besti leikmaður Bestu deildar kvenna á síðasta tímabili, Birta Georgsdóttir, fer heldur betur vel af stað með Genoa. Hún skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 1-1. 17.1.2026 16:10
Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Bryan Mbeumo, sem kom Manchester United á bragðið í 2-0 sigrinum á Manchester City, var að vonum hæstánægður eftir leikinn á Old Trafford. Hann segir margt hafa breyst hjá United síðan hann fór í Afríkukeppnina í skömmu fyrir jól. 17.1.2026 15:46