Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Mohamed Salah sló met þegar hann lagði upp mark fyrir Luis Díaz í leik Liverpool og West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 13.4.2025 14:03
Düsseldorf nálgast toppinn Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu þegar Fortuna Düsseldorf sigraði Paderborn, 1-2, á útivelli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag. 13.4.2025 13:36
Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Brynjólfur Andersen Willumsson lék síðustu fjórtán mínúturnar þegar Groningen laut í lægra haldi fyrir Utrecht, 3-1, í hollensku úrvalsdeildinni í dag. 13.4.2025 12:16
Hörð keppni um Delap í sumar Þótt allar líkur séu á því að Ipswich Town falli úr ensku úrvalsdeildinni leikur Liam Delap, markahæsti leikmaður liðsins, líklega áfram í henni. 13.4.2025 11:29
Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Hlauparinn ungi og stórefnilegi, Gout Gout, hljóp tvö hundruð metra á undir tuttugu sekúndum á ástralska meistaramótinu í Perth. 13.4.2025 11:00
Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Michael Schumacher skrifaði nafn sitt með hjálp eiginkonu sinnar, Corrinu, á hjálm til styrktar góðu málefni. 13.4.2025 10:33
„Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Lando Norris, ökumaður McLaren, var með böggum hildar eftir að hafa endað í 6. sæti í tímatökunni fyrir kappaksturinn í Barein. 13.4.2025 10:03
Onana ekki með gegn Newcastle André Onana mun ekki verja mark Manchester United gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 13.4.2025 09:31
Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Sædís Rún Heiðarsdóttir lagði upp annað mark Vålerenga þegar liðið sigraði Lyn, 3-2, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 12.4.2025 16:31
Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Team Tvis Holstebro, sem Arnór Atlason stýrir, kemur fullt sjálfstrausts inn í úrslitakeppnina í danska handbolta eftir að hafa unnið síðustu fimm leiki sína í deildarkeppninni. 12.4.2025 16:19