Fréttamaður

Íris Hauksdóttir

Íris er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Glæsi­legt götu­partý Hildar Yeoman

Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman fagnaði Menningarnótt eins og svo margir síðastliðna helgi en eins og oft áður hélt hún glæsilegt götupartý fyrir utan verslun sína á Laugarveginum. Dansarar klæddust nýjustu línunni og dilluðu sér við iðandi tóna frá Rósu Birgittu sem kallar sig DJ De la Rosa.

Nylon saman á ný

Tæp tuttugu ár eru síðan stúlknasveitin Nylon steig fyrst á svið. Eftir að hafa slegið í gegn á Íslandi starfaði sveitin í Bretlandi en eftir að ein söngkonan hætti fluttust hinar þrjár til Los Angeles þar sem þær komu fram allt til ársins 2015. Í fyrsta sinn síðan árið 2007 steig hinn upprunalegi Nylon hópur á svið á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Þar fluttu þær lagið Einu sinni enn, sem nú er hægt er að nálgast á Spotify.

Unnur fagnar tísku­slysum for­tíðarinnar

Leik og söngkonan Unnur Eggertsdóttir birti skemmtilega færslu á Facebook rétt í þessu þar sem hún talar um að sýna sjálfri sér mildi og fagna tískuslysum fortíðarinnar. Tilefnið er lagið hennar, Stolin augnablik sem er nú aðgengilegt á Spotify. 

Sonur Unnar Birnu og Skafta kominn í heiminn

Söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir og sambýlismaður hennar, Sigurgeir Skafti Flosason fögnuðu komu sonar síns á dögunum. Um er að ræða annað barn listaparsins en Unnur Birna hefur verið ófeimin að ræða hræðslu sína við að eignast börn. 

Mynda­veisla frá keppninni Ung­frú Ís­land

Miss Universe Iceland, eða Ungfrú Ísland eins og keppnin heitir nú, var haldin í áttunda sinn í gærkvöldi. Nítján keppendur tókust á um titilinn eftirsótta en á endanum stóð Lilja Sif Pétursdóttir uppi sem sigurvegari.

Allt sem þú þarft að vita um dag­skrána á Menningar­nótt

Menningarnótt Reykjavíkurborgar verður haldin hátíðleg næstkomandi laugardag, þann 19. ágúst. Miðborgin breytist þá í iðandi vettvang menningar og lista og dagskráin er stútfull af viðburðum þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Sjá meira