„Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ 28.2.2022 12:48
„Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25.2.2022 15:39
Alvarlegar athugasemdir gerðar við þyrluskutl Gæslunnar með Áslaugu Örnu „Ferðir ráðherra eða annarra einstaklinga með flugvélum, þyrlum eða skipum sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, í einkaerindum, eru alvarlega athugunarverðar.“ 25.2.2022 11:14
Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24.2.2022 22:30
Forsætis- og utanríkisráðherra Íslands fordæma árásina á Úkraínu fortakslaust Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkiráðherra hafa fordæmt árás Rússa án fyrirvara. 24.2.2022 08:41
Hópur eldri borgara rekinn uppúr heitum potti Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, sem hefur lengi hefur verið einhvers konar táknmynd þess að vera góður og gegn löghlýðinn borgari, játaði óvænt á sig það sem hann flokkar sem borgaralega óhlýðni. 23.2.2022 15:14
Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara. 22.2.2022 12:15
Ólína telur smáa letrið lýsa hrappshætti Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir rithöfundur sem búsett er í Reykjavík lenti í leka vegna asahláku og skýfalls. Af því að vatnið kemur að utan segir hún tryggingafélagið Vörð stikkfrí. Hún telur sig og aðra fórnarlambs hins svokallaða smáaleturs. 22.2.2022 10:03
Kári segir ákvörðun rektors í siðanefndarmáli herfileg mistök Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur það mikil mistök af hálfu Jóns Atla Benediktssonar háskólarektors að telja úr vegi að siðanefnd HÍ fjalli um kæru Bergsveins Birgissonar á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra. 22.2.2022 09:44
Ósamþykkt 16 fermetra „íbúð“ á 17 og hálfa milljón Svo virðist sem einskonar sturlun hafi gripið um sig á fasteignamarkaði og er slegist um eignir. Fasteignasali til 32 ára segist aldrei hafa séð annað eins. 21.2.2022 13:24