Bitist um borgina í hörðum kappræðum Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2022 15:01 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri taldi ekki eftir sér að svara mótframbjóðendum sínum fullum hálsi ef svo bar undir í fjörugum kappræðum á Stöð 2 í gær. Vísir/Vilhelm Oddvitar níu framboða af ellefu í Reykjavík mættust í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi og reyndu hvað þeir gátu að sannfæra áhorfendur um að þau væru einmitt rétta fólkið til að stjórna borginni. Þeir sem mættir voru til leiks hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni, sem stýrði kappræðunum, voru þau Einar Þorsteinsson fyrir Framsóknarflokk, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir fyrir Viðreisn, Hildur Björnsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Dóra Björt Guðjónsdóttir fyrir Pírata, Líf Magneudóttir fyrir Vinstri græn, Sanna Magdalena Mörtudóttir fyrir Sósíalistaflokkinn, Ómar Már Jónsson fyrir Miðflokk, Kolbrún Baldursdóttir fyrir Flokk fólksins og Dagur B. Eggertsson fyrir Samfylkingu. Hér verður greint frá því helsta sem frambjóðendurnir höfðu til málanna að leggja. En þeir sem vilja horfa á þær í heild sinni geta fært músarbendilinn yfir spilarann hér neðar og smellt. Þó umræðurnar væru kurteisislegar á yfirborðinu skorti ekkert á eitraðar skeytasendingar milli frambjóðenda. Kosið verður næstkomandi laugardag og því fer hver að verða síðastur til að sannfæra kjósendur í Reykjavík, þar sem eru um það bil 100 þúsund manns á kjörskrá, um að vert sé að kjósa sig. Samfylking, Píratar, Viðreisn og Vinstri græn hafa verið í meirihlutasamstarfi í borginni og umræðurnar báru vitaskuld dám af því. En þær fóru rólega af stað. Þátttakendur voru kammó í fyrstu en það átti eftir að breytast. Lífleg en stutt kosningabarátta Flest voru þau sammála um að kosningabaráttan hafi verið skemmtileg. Dóra Björt Pírötum sagði kosningabaráttuna hafa verið líflega og hún tók það fram að gott hafi verið að fá tækifæri til að vekja athygli á þeim árangri sem meirihlutinn hefur náð á kjörtímabilinu. Píratar væru stoltir af því. Kolbrún fyrir Flokk fólksins tók í sama streng með að kosningabaráttan hafi verið lífleg en mikið hafi verið að gera. Borgarfulltrúar hafi verið að sinna störfum sínum allt þar til í síðustu viku. Sjálf væri hún reynslunni ríkari, hún kom ný í stjórnmálin fyrir síðustu kosningar og hún var ekki frá því að hún væri minna stressuð. Kolbrún oddviti Flokks fólksins sagði meirihlutann yppta öxlum þó biðlistar eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn lengist og lengist. Vísir/vilhelm Þórdís Lóa fyrir Viðreisn sagði að kosningabaráttan hafi byrjað rólega. En þau í Viðreisn væru kát, þau væru búin að uppfylla sín kosningaloforð og væru mjög peppuð, eins og hún orðaði það. Einar fyrir Framsókn, sem lengi starfaði hjá RÚV, var kumpánlegur við Heimi Má stjórnanda þáttarins, sagðist vanur því að vera í hans stöðu – þeim megin í umræðum sem þessum. En hann sagði þetta hafa verið ánægjulega reynslu, að söðla um og fara í stjórnmálin. Hann hafi fengið mikla orku með því að tala við kjósendur. Og viðtökurnar hafi verið góðar. Dagur borgarstjóri, oddviti Samfylkingar, sagði þetta hafa verið stutta baráttu en hún hafi einkennst af jákvæðri orku. Hann nefndi það sérstaklega að ungt fólk hafi verið áberandi og öflugt í baráttu fyrir Samfylkinguna og jákvæð orka hafi fylgt því. Nú sé lokaspretturinn hafinn og stuð. Stebbinn inn ... Hildur oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði að baráttan hafi verið stutt en snörp. Hún hafi ferðast um borgina, hitt borgarbúa, farið í fyrirtæki og orkustigið væri hátt. Hún sagðist ný í þessu hlutverki, að leiða kosningabaráttu en hvað sig varðaði þá væru jólin þegar kosningar væru. Líf fyrir Vinstri græn vildi nota þetta tækifæri að tefla Stefáni Pálssyni, sem skipar 2. sæti, fram. Honum fylgdi grín og gaman. Vinstri græn séu að keyra gott mót, eins og hún orðaði það og hún kynnti nýtt slagorð til sögunnar: Stebbann inn! Líf teflti öðrum manni á lista, Stefáni Pálssyni fram, í umræðunum og taldi borgarstjórn skemmtilegri með hann í hópnum: Stebbann inn!Vísir/Vilhelm Sanna sem leiðir Sósíalistaflokkinn var ekki eins „peppuð“ og þau í meirihlutanum. Hún sagði að baráttan hafi verið góð sem slík, öflugt fólk væri að finna í hreyfingunni en þetta hafi einnig verið átakanlegt. Þau í Sósíalistaflokknum hafi heyrt í fólki sem byggi við fátækt, sögur úr þeirri átt væru átakanlegar og sannarlega væri margt sem hún vildi breyta í borginni. Ómar Már fyrir Miðflokk sagði að hann hafi farið víða og verið að kynna sig til leiks og tíunda hvað það væri sem hann vildi breyta í borginni. Á honum var að heyra að ekki litist honum á þá stefnu sem verið væri að taka í Reykjavíkurborg. ... og Stebbinn út Þá var komið að því að kynna frambjóðendum niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu um fylgið í borginni. Niðurstöðuna má sjá hér að neðan. Dagur borgarstjóri fékk fyrstur manna að tjá sig um könnunina. Hann lét ekki eftir sér að fagna of snemma en reyndi þó ekki að leyna ánægju sinni. Hann sagði að Samfylkingin mældist nú stærri, kannanir hafi sýnt miklar breytingar en líka það að mjótt verði á munum hvað meirihlutann varði. Hann haldi samkvæmt könnunum en aðeins með einum fulltrúa. Dagur sagði þetta sýna að kosningarnar verði spennandi, ekki megi slaka á en þetta gefi byr í seglin. Heimir Már stjórnaði umræðunum af miklum myndugleika.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt á brattann að sækja í könnunum og Hildur sagði að þetta væru vissulega ekki góð tíðindi. En kannanir undanfarið hafi verið rússíbanareið. Sú könnun sem mestu skipti sé sú þegar talið verði upp úr kjörkössunum. Hildur sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri að vaxa í þessum kosningum, þau finndu meðbyr og hafa yrði hugfast að stór hópur kjósenda sé ekki enn búinn að gera upp hug sinn: „Ef þú vilt breytingar er Sjálfstæðisflokkurinn svarið,“ sagði Hildur. Píratar vilja yngri kjósendur á kjörstað Þá var Einari bent á að ef kosningar færu eins og könnunin segði þá þýddi það þrjá fulltrúa fyrir Framsóknarflokk, sem er mikil breyting. Einar var ánægður með það og greip til slagorðs síns: „Er ekki kominn tíma á breytingar?“ Hann sagði að ríkjandi meirihluta væri stjórnað af Degi en þau í Framsókn telji tíma breytinga kominn. Hann heyri ákall þess efnis og taldi könnunina til marks um að kjósendur séu að átta sig á því sem Framsókn tali fyrir, meiri stemmingu og árangri. Það sé að skila sér. Píratar hafa oft mælst sterkir í könnunum en stjórnmálafræðingar hafa talið að yngri kjósendur svari í könnunum en skili sér síður á kjörstað. Dóra Björt sagði að lögð yrði rík áhersla á að unga fólkið skili sér og sagðist jafnframt vona að öll leggðu þau áherslu á góða kosningaþátttöku. Hún notaði tækifærið og kom stefnumarkmiðum Pírata að, sem er áhersla á fagleg og gagnsæ vinnubrögð. Hún sagði Pírata hafa brugðist við þegar erfið mál koma upp og standi til svara. Hún vonaði að góð niðurstaða í könnunum benti til ánægju með það. En það sé kosningin sjálf sem skipti öllu. Viðreisn ekki nógu dugleg að básúna um sín verk Kolbrún fyrir Flokk fólksins sagði: „Spyrjum að leikslokum.“ Niðurstaða könnunarinnar væri ekki neitt til að hrópa húrra fyrir á þeim bænum en Kolbrún sagði þetta fínt. Þau geti ekki annað gert en leggja sig öll fram og það er það sem þau hafi gert. Hún sagði það ekki nýtt fyrir Flokk fólksins að mælast ekki há í könnunum en svo komi bara eitthvað allt annað upp úr kössunum. „Við getum ekki annað en bætt okkur.“ Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar telur flokk sinn eiga mikið inni miðað við kannanir, í það minnsta geti hann ekki annað en bætt sig.Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa taldi könnunina til marks um að þau í Viðreisn hafi ekki verið nógu dugleg að básúna þau góðu verk sem þau hafi staðið að. Hún sé þó sátt við að sjá stöðugleika og þau í Viðreisn séu bara nokkuð góð. Þau séu ný í borgarstjórn og ætli sér góðan lokasprett. Líf oddviti Vinstri grænna, sem skömmu fyrr hafði glaðbeitt boðað Stebbann inn, sagði að þessi könnun gæfi ekki til kynna að það gengi eftir. Wf borgarbúar vilji skemmtilegri borgarstjórn þá kysi fólk Stebbann inn. Sanna fyrir Sósíalistaflokkinn sagði að þau fyndu mikinn meðbyr og þau ætluðu eftir sem áður að leggja áherslu á að hlusta á fólkið í borginni. Ómar Már Miðflokki kom öllum á óvart með því að lýsa því yfir að þessi niðurstaða könnunarinnar væru bara alls engin vonbrigði. Því það hafi nú einu sinni verið svo að þegar þau hófu baráttuna hafi mælingar gefið til kynna enn minna fylgi en sýndi sig í þessari könnun. Miðflokkurinn væri í sókn samkvæmt því, línuritið væri upp á við og af niðurstöðu könnunarinnar megi ráða að fólk sé farið að hlusta. Hvern vilja borgarbúar sem næsta borgarstjóra? Heimir Már kynnti annan þátt könnunarinnar sem sneri að því hvern borgarbúar vildu helst fá sem borgarstjóra. Vitaskuld er fylgni milli stuðnings við framboðin og svo það hvern fólk vill fá í borgarstjórastólinn. Þó eru fleiri sem styðja Dag en þeir sem segjast ætla að kjósa Samfylkinguna. Dagur var spurður út í þá staðreynd að hann sjálfur mældist með meira fylgi en Samfylkingin. Dagur sagðist taka því sem ákveðinni traustsyfirlýsingu. Og lagði á það áherslu að borgarstjórastóllinn væri ekki upphaf alls sem er. Þetta snerist um að stýra liðsheild og nú væri, eftir mikinn undirbúning, komin ögurstund gagnvart ýmsum stórum málum í borginni. Því væri ánægjulegt að sjá þessar tölur. Hildur var næst á blaði og hún sagðist þakklát fyrir þann stuðning. Hún væri ný í það hlutverk og vonaðist til að fá tækifæri til að setjast í stólinn og sýna hvers Sjálfstæðisflokkurinn væri megnugur, kæmist hann að. Einar sagði Framsókn vera að bjóða sig fram til að láta gott af sér leiða en kjósendur ráði og þau séu tilbúin að takast á við öll þau verkefni sem borgarbúar feli þeim. Meirihlutinn mærir sig Þau mál sem lögðu undir sig lungann af kappræðunum voru húsnæðis- og skipulagsmál með einum eða öðrum hætti; lóðaframboð og húsnæðisekla. Fyrstu skrefin í þá átt voru hins vegar þau þegar fulltrúum meirihlutans gafst kostur á að dásama eigin verk. Borgarstjóri hélt því fram að meirihlutinn væri búinn að tvöfalda lóðaframboð frá algjöru frosti sem var þegar þau tóku við. Og búa þannig í haginn fyrir framtíðina. Þau eigi í raun tvöfalt met í þeim efnum. Hafa beri í huga að breytingarnar á eftirspurn hafi verið gríðarlega hraðar en 2019 hafi greiningardeildir bankanna varað við offramboði. „En við erum að þróa spennandi græna borg þar sem er pláss fyrir alla,“ sagði Dagur. Hann sagði að hluti þess húsnæðis sem er í uppbyggingu sé ætlað tekjuminni hópum og sorglegt sé til þess að vita að önnur sveitarfélög hafi ekki litið til þess; svo heilbrigður húsnæðismarkaður gæti byggst upp. Dagur hélt því fram að nú væri svo komið að allir flokkar tali fyrir sömu málum og Samfylkingin hafi verið að vinna að lengi.Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa í Viðreisn sagðist stolt af orkunni og „energíinu“ sem hefði verið ríkjandi í meirihlutanum, öll þessi fjögur árin. Þau hafi landað samgöngusáttmála sem væri stórt skref. Stafræn umbreyting borgarinnar væri mikilvæg og tíu ára fjármálasýn, rammi um reksturinn, stæði eftir. Þá nefndi Þórdís Lóa að ekki mætti gleymast að Covid hafi haft sín áhrif en það sem einkennt hafi þetta kjörtímabil séu miklar umbætur. Dóra Björt fyrir Pírata sagðist stolt af því hvað þeim hafi tekist að ná miklum krafti í grænu málin; loftslagsmálin. Og bregðast við þegar erfið mál koma upp, hlustað á raddir borgarbúa. Allir innviðir hafi verið efldir, ný lýðræðisstefna kynnt og stuðlað að aukinni valddreifingu. Stefnuskrá Pírata, löng og ítarleg, þar sé mikið af grænu og Píratar hafi náð miklum árangri fyrir sína kjósendur. Líf nefndi að Vinstri græn hafi unnið að því að stytta biðlista eftir félagslegum íbúðum. Og þeim hafi tekist að helminga þann lista. Þau hafi lækkað kostnað fyrir þá tekjuminni og barnmargar fjölskyldur. Og látið til sín taka hvað loftslagsmál varðar. Líf sagði að þetta snerist um samvinnu, borgin væri fjölskipað stjórnmál og Vinstri græn stæðu fyrir heiðarleg stjórnmál. Verðum að losna við blaður og láta verkin tala Heimir Már beindi þá orðum sínum að Hildi, oddvita Sjálfstæðisflokksins, og spurði hvernig þessi mynd sem dregin væri upp hljómaði í hennar eyrum? Hildur sagði að mikið væri nú skemmtilegt að vera í meirihluta og lýsa því sem maður hefur afrekað. En það hefði verið afar sérkennilegt að hlusta á þessar ræður. Staðreyndin væri sú að í borginni væri gríðarlegur húsnæðisskortur. Húsnæðisstefna í borginni hefði klikkað og samgönguvandi blasti við öllum sem vita vildu. Hildur vissi ekki hvort hún átti að hlæja eða gráta eftir að hafa hlustað á fulltrúa meirihlutans stæra sig af verkum sínum, verk sem Hildur segir í skötulíki.Vísir/Vilhelm Borgin væri skítug, snjór ekki ruddur og leikskólamál í ólestri. Búin væru til einhver plögg, yfirlýsingar um að þetta og hitt ætti að byggja en svo væri það svikið. Hún nefndi sem dæmi að íþróttafélagið Þróttur hafi verið illa svikið í þeim efnum. „Þetta eru orðin tóm. Við þurfum að losna við þetta blaður og láta verkin tala.“ Einar nefndi eina frétt vikunnar til sögunnar, þá að hingað hafi Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn komið með varnaðarorð. Hér ríkti nánast neyðarástand í húsnæðismálum. Hann sagði að það hafi verið tímabær ábending Seðlabankans 2019 að vara við offramboði húsnæðis. En þá hafi staðan einfaldlega verið allt önnur vegna Covid; Að varað var við offramboði, það var tímabær ábending frá Seðlabankanum því Airbnb-íbúðir hafi farið af markaði og vextir lækkaðir vegna efnahagsaðgerða í tengslum við heimsfaraldurinn. Nú væri staðan sú að ungt fólk streymi úr borginni vegna húsnæðiseklu. Þetta sé ekki skoðun heldur tölur sem Hagstofan mæli. Önnur sveitarfélög væru að verða búin með sitt land en Reykjavík geti byggt og nefndi Einar Keldnaland og Úlfarsárdal í því sambandi. Verið að hagnast á neyð snauðra leigjenda Kolbrún sagði að sér þætti alltaf jafn sérstakt að hlusta á meirihlutann mæra sig. Flokkur fólksins vildi hins vegar setja fólkið í fyrsta sæti og byrja þar. Það hafi þessi meirihluti ekki gert og efnaminni hafa sannarlega ekki verið í forgangi. Hún kvartaði undan því að fjölmargar tillögur Flokks fólksins í þeim efnum hafi ratað í ruslið. Og það sé hún ósátt við. Hún nefndi verkefnið stafræna umbreyting sem ætti að kosta 13 milljarða og önnur dýr verkefni til að fegra ásýnd meðan biðlistar barna til sálfræðinga og talmeinafræðinga fá að lengjast, úr 400 í 18 hundruð börn. „Og það eru bara allir slakir í meirihlutanum?!“ En ekkert væri hlustað og það væri sársaukafullt. Sanna í Sósíalistaflokknum sagði að ekkert væri verið að byggja fyrir fólk í neyð. Í engu væri horft til þeirra hópa sem hafi verið skildir eftir. Borgaryfirvöld beri ábyrgð á því fólki. Talað væri um að 50 prósent af biðlistum hafi verið útrýmt. Það þýði engu að síður að eftir standi 50 prósent sem bíði. Eftir félagslegu húsnæði og það væri óásættanlegt. „Við verðum að tryggja að fólk sé með öruggt húsnæði,“ sagði Sanna. Sanna undirbúin fyrir útsendingu. Hún sagði biðlista eftir félagslegum íbúðum óásættanlega og benti á að nauðsynlegt sé að losna við braskara úr húsnæðismálum; það væri svo að verið væri að hagnast á neyð leigjenda.Vísir/Vilhelm Hún nefndi umfjöllun Stundarinnar um átakanlega umfjöllun um ástandið á leigumarkaði. Sem sýndi að verið væri að hagnast á neyð fólks. Og borgaryfirvöld séu að leyfa þessu að gerast. Ómar Már Miðflokki sagðist heyra að þeir sem ekki eru í meirihluta séu sammála því sem þurfi að breyta. Hann hins vegar vildi meina að borgin búi við alvarlegan stjórnenda- og kerfisvanda. Það þurfi umbreytingu á stjórnun borgarinnar. Fyrsta skrefið sé að viðurkenna vandann. Þá og þaðan aðeins sé hægt að taka skrefin upp á við. Annars muni ekkert breytast í borginni. Telja gagnrýnina ósanngjarna Dóra Björt vildi mótmæla því að verið væri að draga upp glansmynd. Af og frá væri að þau verkefni sem nefnd hafi verið samræmist ekki öðrum markmiðum svo sem stafræn umbreyting borgarinnar. Það verkefni gangi út á að fólk geti nýtt sinn tíma betur. Heimilislausir og skaðaminnkun sem er okkur Pírötum hjartans mál. Til að mynda sé fyrsta neyslurýmið komið í Reykjavík og því beri að fagna. Þórdís Lóa sagði gagnrýnina ekki sanngjarna, þá að þau væru í einhverju „grobbstuði“. Og gleymt þeim sem verr standa. Settur hafi verið mikill peningur og hjarta í umbætur á því sviði. Líf sagði að eðli máls samkvæmt væru þessi verkefni aldrei tæmd, þau gætu gert betur og að þessum málum bæri þeim öllum að vinna saman að. Dóra Björt gaf minna en ekkert fyrir gagnrýni Hildar um meint verkleysi minnihlutans. Staðreyndin væri sú að ef Sjálfstæðisflokkurinn væri við völd væri ekkert búið að gera. Flokkurinn gæti ekki einu sinni ákveðið sig, hvort hann væri með eða á móti borgarlínu.Vísir/Vilhelm Einar benti á að staðreyndin væri sú að ánægjumælingar sýndu að íbúar annarra sveitarfélaga væru ánægðari en þeir sem búa í Reykjavík. Þar þurfi að knýja fram breytingar; gera við skólana, það þurfi að moka götur og sópa stíga, þetta eru velferðarmál bara að ryðja snjó. Nógu erfitt fyrir aldraða og fatlaða þó þá fenni ekki inni. Hælkrókur borgarstjóra Nú greip Dagur inn í með ræðu og má ef til vill segja að borgarstjórinn hafi komið með hælkrók inn í umræðuna. Hann sagði fagnaðarefni að fólk gerði ekki ágreining um áherslurnar, það vill bara fá þetta allt strax. „Og mér finnst það viðurkenning fyrir þær leiðir sem hafa verið valdar.“ Hann sagðist skilja að Sanna vildi eyða biðlistum eftir félagslegum íbúðum. En það yrði að líta til þess sem um væri rætt. Fimm þúsund manns hafi fengið úrlausn sinna mála. Og þau væru að bjóða sig fram til að halda því verkefni áfram. Dagur fullyrti að í fyrsta skipti, eftir að verkamannabústaðakerfinu var rústað, þá hafi fundist leið til að mæta þessum vanda. Leið sem væri nú þegar orðin tvöfalt umfangsmeiri en Breiðholtsátakið á sínum tíma. „Ég skil vandann, ég ber hann fyrir brjósti en það hefur aldrei verið tekið eins mikið á þessum vanda og á þessu kjörtímabili.“ Dagur borgarstjóri mætti glaðbeittur til leiks þó Hildi hafi lítt hugnast hans tal.Vísir/Vilhelm Heimir Már spurði borgarstjóra nánar út í þetta og vitnaði til þess að í kappræðum oddvita framboða í Hafnarfirði hafi svokallað verktakaræði verið nefnt sem svo gæti hamlað uppbyggingu; ef það þjónaði ekki hagsmunum verktakans. Dagur sagði það hluta vandans en líta þyrfti til þess að aldrei hafi verið byggt eins mikið í sögu Reykjavíkur. Og borgaryfirvöld gerðu þá kröfu á hendur verktökum að fimm prósent allra íbúða í byggingu væru félagslegar íbúðir og aðrar fyrir leigumarkað. Til að tryggja félagslega blöndun í þessari borg. Verið sé að svara eftirspurn með tvöföldun á framboði. Það þarf að byggja og það þarf að byggja Einar sagði að þegar lítt er byggt bitni það helst á þeim sem minnst hafa milli handa. Rétt sé að nú sé mikið byggt en það þurfi að byggja miklu meira að teknu tilliti til mannfjöldaspár og eftirspurnar. Sanna sagði að borgin sjálf verið að stíga inn í þetta kerfi af fullum þunga eftir niðurlagningu félagslega íbúðakerfisins. Það þurfi að endurskilgreina hvað „félagslegt“ telst og það þurfi að fjarlægja braskara úr jöfnunni. Líf tók undir það með Sönnu að Reykjavíkurborg þurfi að vera gerandi á húsnæðismarkaði. Hins vegar er það ekki félagslegt húsnæði sem vanti, það þurfi einnig að grípa alla hina sem ekki komast að í öðrum kerfum. Borgin sé nú að byggja 500 til 1000 íbúðir sem borgin er og eigi að byggja árlega og haldist þau áform öðlist borgin frelsi á um tíu árum. Hildur taldi að byggja þyrfti meira og gaf lítið fyrir tvöföldunartal Dags. Hún sagði að byggja þyrfti meira en að teknu tilliti til aðstæðna því innviðir væru sprungnir. Og borgarbúar væru að upplifa þvílíkar tafir í umferðinni. Ein hindrunin væri svo sú að borgin taki sér óratíma í að afgreiða öll erindi. Einar sagði loforð Viðreisnar um greiðari afgreiðslu hjá borgarsysteminu hafa brugðist. Hann hefur það eftir verktökum að það taki óratíma að fá erindi afgreidd hjá borginni.Vísir/Vilhelm Þáttastjórnandi nefndi til sögunnar það sem hann hafi heyrt hjá verktökum að reglugerð væri orðin svo flókin og kröfurnar svo miklar að byggingar væru miklu dýrari en þyrfti að vera; sér í lagi til að mæta hinni miklu eftirspurn. Þórdís Lóa og Dóra Björt sögðu að stafræn Reykjavík ætti að svara öllum hindrunum í kerfinu. Einar sagði loforð Viðreisnar um að einfalda ferla og hraða málum í gegnum kerfið hefði ekki verið efnt. Þeir sem hann hefur rætt við segi þvert á móti að þetta hafi versnað til mikilla muna á kjörtímabilinu og þetta verði að laga. Því meðferð mála innan borgarinnar taki óratíma. Fasteignamarkaðurinn rjúkandi rúst Þegar hér var komið sögu var tekið að hitna í kolum milli frambjóðenda. Næstur á mælendaskrá, eftir auglýsingahlé, var Ómar Már Miðflokki sem lýsti því yfir að ófremdarástand væri í húsnæðismálum. „Fasteignamarkaðurinn í rúst og það er af völdum meirihlutans,“ sagði Ómar Már og benti á að leiguverð væri í hæstu hæðum. Borgin hafi gleymt hlutverki sínu, hún eigi að þjónusta íbúana en sé farin að þjóna öðrum hópum. Þeim sem eru að byggja. Og það sem meira er, borgin sjálf sé að nærast á þessu ófremdarástandi með innheimtu fasteignagjalda og sé þannig að njóta bólunnar. Ef allt væri eðlilegt væri hún að tapa níu milljörðum en ekki þremur vegna þessa. Þórdís Lóa vildi hins vegar svara Einari að því færi fjarri að ferlar hafi ekki verið einfaldaðir. Þau hafi verið í miklu samstarfi við atvinnulífið við þróun borgarinnar og umferð þar. Til að mynda með að sendiferðabílar gætu farið um borgina og hvenær. Ómari Má tókst að marka sér sérstöðu meðal þeirra sem í minnihlutanum eru. Hann sagði vandi Reykjavíkur væri stjórnendavandi. Fyrsta skrefið væri að horfast í augu við þá staðreynd og viðurkenna. Vísir/Vilhelm Kolbrún vildi hins vegar rifja upp öll lætin sem hafa verið um Laugaveg sem göngugötu. En Einar skaut því inn, varðandi ferla, að það væri skrítin stafræn umbreyting sem fælist í því að nú væri hægt að prenta út blað til að fara svo með og skila í ráðhúsið. Hvert fór peningurinn? Hildur greip inn í og lýsti því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn væri flokkur atvinnulífsins. Og það sé ekki hennar tilfinning, eins og Þórdís Lóa vildi meina, að atvinnulífið nyti góðs samráðs við borgaryfirvöld. Atvinnulífið vildi alvöru lausnir og lóðir undir starfsemi sína. Hildur nefndi að það skjóti skökku við í því samhengi að tækniskólinn sé farinn í Hafnarfjörð og kaldhæðnislegt væri að malbikunarstöðin Höfði, sem nefnd væri í höfuðið á svæði í Reykjavík, væri farin þangað líka. Um væri að ræða þungt og ósveigjanlegt kerfi og stafræn umbreyting, sem kostað hafi óheyrilegar fjárhæðir hafi litlu skilað. „Hvert fór peningurinn?“ Dagur fyrir Samfylkingu taldi þetta ekki sæmilegt. Hvergi hafi verið byggt eins mikið atvinnuhúsnæði og í Reykjavík. Og fyrirtækin líti blessunarlega til höfuðborgarsvæðisins sem eins atvinnusvæðis. Horfa þyrfti á stóru málin, sem væru samgöngumálin og þar þyrfti að undirbúa. Setja eigi Miklubrautina í stokk og svo borgarlínan. Svo vitnað sé í Stuðmannamyndina Með allt á hreinu. Hæfilega "wild" en samt þannig að snyrtimennskan væri í fyrirrúmi. Frambjóðendur hnýttu samviskusamlega hvert í annað þó þáttastjórnandi hafi haft góð tök á mannskapnum.Vísir/Vilhelm Á næsta kjörtímabili kæmi nefnilega til framkvæmda. Ef hins vegar nýir flokkar taki við, sem fara að hika, geti komið til þess sem Dagur kallar: „Stóra stopp!“ En borgaryfirvöld hafi hins vegar náð samstöðu um allt höfuðborgarsvæðið og við ríkisstjórnina. Það væri bara í Reykjavík sem þetta væri rifrildismál. En fyrir lægi að ekki væri hægt að vaða í öll verk samtímis, það væri heldur ekki eftirsóknarvert. Dagur sagði góðar almenningssamgöngur gefa fólki færi á að spara í heimilisbókhaldinu. Ómar Már var nú ekki til í að kaupa þessi orð Dags án fyrirvara og spurði af hverju framkvæmd á borð við Miklubraut í stokk ætti að ganga betur en aðrar framkvæmdir borgarinnar? Að fenginni reynslu. Hann sagði þetta í það minnsta 20 til 30 ára verkefni, ef gæta ætti raunsæis. Hækkuð gjöld fyrir lakari þjónustu Sanna benti á að mikilvægt væri að laga vandann núna. Fólk yrði að geta treyst á almenningssamgöngur, en verið sé að hækka gjöld fyrir þjónustuna og skerða þjónustu. Hún vildi endurvekja næturstrætó svo fólk kæmist til sín heima í úthverfum. Dagur sagði að það þyrfti að halda áfram að bæta þjónustu, hann væri því alveg sammála. Og endurtók að það væri ekki málefnaágreiningur, samhljómur væri en helst væri kvartað undan því að hitt og þetta væri ekki komið strax. Kolbrún Baldursdóttir hjá Flokki fólksins taldi hitamálum á borð við göngugötuna og hávaða í miðborginni ekki gert nógu hátt undir höfði í viðræðunum.Vísir/Vilhelm Kolbrún fyrir Flokk fólksins nefndi annað hitamál sem nú er á döfinni sem er hávaðamengun í miðborginni og mótmæli vegna hávaða- og róstursams næturlífs. Og varðandi Strætó, þá séum við hér og nú en meirihlutanum hafi komið í opna skjöldu þegar þar þurfti að draga úr þjónustu. Ferðir væru ekki nógu tíðar og það taki fólk allt of langan tíma að komast frá A til B. Endurnýja þurfi flotann og hvar er metanið, spurði Kolbrún. Því er bara brennt út í loftið. Líf, sem er stjórnarformaður Sorpu, sagði það svo vera að þeim vanti einfaldlega meira metan, það sé verið að nota allt sem í boði væri. Dóra Björt Pírati vildi svara því sem fram hafði komið áður að þéttingu fylgdi dýrara húsnæði en á móti kæmi að innviðir nýttust betur í þéttari byggð. Þeir sem þar búi þurfi ekki eins marga bíla, ekki bílastæði og allskyns þættir kæmu þar á móti. Það er ekki menningarstríð milli almenningssamganga og einkabílsins. Það sé þvættingur. Þetta snúist um valfrelsi. Sundabrautin enn og aftur á dagskrá Heimir Már þáttastjórnandi beindi tali sínu að Einari frambjóðanda Framsóknarflokks og nefndi að milli borgarinnar og samgönguráðuneytisins, þar sem Framsóknarmenn ráða ríkjum, hafi verið hálfgildings stríð sem varla gæti talist heppilegt. Einar hafði sannarlega ekki neitt á móti því að ræða þetta. Sundabrautin sé nú komin úr hugmyndafarvegi og það þurfti Sigurð Inga Jóhannsson formann flokksins til þess. Um væri að ræða hagkvæmustu framkvæmd Íslandssögunnar, hún væri jafnframt sú dýrasta en myndi spara gríðarleg útgjöld og dregur úr umferð um 150 þúsund kílómetra á sólarhring. Þetta sé verkefni næsta kjörtímabils. Þar hafi Framsókn tekið afgerandi forystu og því lykilatriði að Framsókn komist í borgarstjórn svo það sé hægt sé að fara í þetta. Einar Þorsteinsson er öllu vanur þegar förðun fyrir sjónvarpsútsendingu er annars vegar. Hann vildi meina að hans maður, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi verið í bílstjórasætinu hvað varðar áform um Sundabrautina.Vísir/Vilhelm Dagur sagði það svo vera að hann og Sigurður Ingi samgönguráðherra hafi skrifað undir viljayfirlýsingu í júlí í fyrra um þetta verkefni. Sem þó væri ekki hrist fram úr erminni því þetta þyrfti að gera í samráði við íbúa í Laugardal og Grafarvogi. Gangakosturinn sé á borðinu og verði metinn í umhverfismati. Allir hafi verið heiðarlegir með að undirbúningurinn mun taka fimm ár og framkvæmdin önnur fimm eða sex. Þeir sem segja Sundabraut strax eru öðrum þræði að meina tíu ár. Einar vildi hampa sínum manni og sagði Sigurð Inga í bílstjórasætinu. Og hann hafi einnig látið til sín taka í flugvallarmálinu, að samkomulag sé í gildi þar sem kveðið er á um að flugrekstraröryggi verði ekki spillt þar til staður finnst undir nýjan flugvöll. Borgarfulltrúar ekki sammála um að ekkert sé gert Hildur sagði það bara víst vera svo að menningarstríð geisi, almenningssamgöngur/einkabíll, en það fari eftir því hvar fólk búi og fólki sé att saman. Sem henni hugnist ekki né þeim sem eru hægra megin í lífinu. Þeir vilji leita hamingjunnar á sínum forsendum og borgin þurfi að bjóða upp á valkosti. En það er staðið í vegi fyrir ýmsum kostum. Borgarlína? spurði Hildur. Að framkvæmdir hefjist á næsta kjörtímabili? Þetta sé endurtekið efni. Dagur segi að borgarfulltrúar séu sammála en þeir sú sannarlega ekki sammála um framkvæmdir sem engar eru. Af hverju er Sundabraut ekki komin? Ómar Már, Sanna og Líf. Sanna sagði meðal annars að þeir sem væru háðir þjónustu Strætó gætu illa þolað lakari þjónustu og hærri gjöld. Þeir þyrftu úrræði núna.Vísir/Vilhelm Dagur svaraði því til að fólk geti treyst því að borgaryfirvöld gæti að lífsgæðum við útfærslu, en Hildur hnýtti við: Og svo gerist ekkert? Nú var samstarfskonu Dags í meirihlutanum, Dóru Björt nóg boðið og sagði að það lægi alveg fyrir að ef Sjálfstæðisflokkurinn væri við völd þá væri ekkert af því komið sem þó er. Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki einu sinni ákveðið sig hvort hann er með borgarlínu eða ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einu sinni ánægður með að við gerum eitthvað sem hann hefur talað fyrir. Hver er að ala á óánægju? spurði Dóra Björt og svaraði sér sjálf: Það er Sjálfstæðisflokkurinn. Hún taldi þetta óheiðarlega framsetningu. Ómar Már og Dagur B. Baksviðs fór vel á með frambjóðendum þó þeir sýndu klærnar þegar kveikt var á myndavélunum.Vísir/Vilhelm Hildur sagði óheiðarleika vera þann að lofa einhverju og gera það svo ekki. Og enn hafi henni ekki verið svarað með fyrirspurn um hvernig eigi að fjármagna rekstur borgarlínunnar? Dagur greip inn í og sagði það svo að ekki hafi vantað Sjálfstæðismenn við borðið þegar samstaða hafi náðst við önnur sveitarfélög um borgarlínuna. Líf beindi einnig spjótum að Hildi og Sjálfstæðisflokknum og öðrum sem hafi sett sig upp á móti borgarlínu. Þá taldi Líf ósamkvæma sjálfum sér. Þeir sem eru á móti Borgarlínu vilja Sundabraut sem er miklu dýrari og óumhverfisvænni. Hún sagði gagnlegt og gaman að hlusta á borgarbúa og það hafi rifjast upp fyrir sér að oft spretti upp óánægja með óvirku samtali. Hún lýsti því yfir að vert væri að spyrja borgarbúa um afstöðu í þessu máli og það væri hægt að gera í gegnum lýðræðislega ferla sem Líf vildi virkari. „Ég vil gera allskonar tilraunir með lýðræðið.“ Lýsti sig alfarið á móti vegatollum til fjármögnunar Sundabrautar Sanna kom inn í þessa umræðu og sagði borgarbúa hafa heyrt tal um Sundabraut árum saman. Hún jánkaði því að hún vildi Sundabraut en það þyrfti að útfæra í samvinnu við íbúa. Lykilatriði væri að það þyrfti að bæta samgöngurnar núna. Hún lýsti sig gersamlega andvíga því að framkvæmdin yrði fjármögnuð með vegatollum. Þetta ætti að fjármagna úr sameiginlegum sjóðum og ef það væri ekki til fyrir því þýddi það að þeir hinir ríku hafi ekki verið skattlagðir til samræmis við getu. Ómar Már sagði ljóst að verið væri að ýta flugvellinum út, sú væri hin mótaða stefna og þá komi ekkert annað til greina en Keflavík. „Við eigum að stytta ferðatíma en ekki lengja hann,“ sagði Ómar Már sem taldi að innanlandsflug myndi leggjast af við það að völlurinn færi til Keflavíkur. Þá sagði fulltrúi Miðflokksins að hann hafni borgarlínu, og vilji leggja það verkefni niður af stærstum hluta. Hann sagðist hafa það sterklega á tilfinningunni að meirihluti borgarbúa hefði ekki hina minnstu hugmynd um hvernig afurðin eigi að líta út. Líf og Hildur. Líf lagði áherslu á að borgin væri fjölskipað stjórnsýsluvald og því riði á að samvinna væri góð. Hildur var hins vegar á því að meira væri um mas en minna um verkin.Vísir/Vilhelm Fyrir séu fínar stofnbrautir og halda eigi áfram við að hafa almenningssamgöngur á forgangsakreinum og eigum að halda áfram með það. Hann sagði að við værum að upplifa miklar breytingar á samgöngum en borgarlínan verði ekki tilbúin fyrr en eftir 20 til 30 ár. Ómar Már taldi ekki úr vegi að þá yrði hún orðin úrelt lausn. Líf vildi meina að uppleggið þyrfti alltaf að vera hvort verkefnin væru umhverfisvæn. Miða þyrfti allt við loftslagsaðgerðir en þar megi engan tíma missa. Getum við farið að tala um fólkið í borginni? Þolinmæði Kolbrúnar var á þrotum þegar þarna var komið sögu og spurði hvort ekki mætti ræða um fólkið í borginni og þá sem minna megi sín. Því það sé svo að stórir hópar eigi ekki gott líf. Börn einstæðra og fátækra foreldra þar sem ekki er til peningur til að gera hvorki eitt né neitt. Kolbrún taldi að um væri að ræða sjö þúsund börn og það væri ekkert gert til að hjálpa þeim. Hún taldi að foreldrar þeirra ættu ekki að þurfa að greiða fyrir skólamáltíðir og tómstundir. Að því ættu borgarfulltrúar að einbeita sér, að laga ójöfnuð. Kolbrún vildi frítt í Strætó. Og hún sagði að Félag eldri borgara, sem væri að vinna gott starf, nyti einskis stuðnings borgarinnar. Dagur hélt því hins vegar fram að það væri undarlegt að manneskja sem gæfi sig út fyrir að brenna fyrir þessum málefnum bæri annað eins og þetta á borð. Hún fylgdist ekki með. Því fyrir átján mánuðum hafi starfshópur um sárafátækt sett fram hliðstæðar hugmyndir. Kolbrún vildi meina að reikningurinn sem þeir hinir fátæku bærist væri sendur til innheimtustofnana en því mótmælti Dagur harðlega. Út og suður rökræða um umhverfisáhrif Sundabrautar Eftir þessi hvössu orðaskipi barst talið enn og aftur að Sundabraut sem Þórdís Lóa hafði trú á að yrði hrundið af stað strax á næsta kjörtímabili. Undirbúningur sé kominn lengra en nokkru sinni. Sundabraut væri snilldarverkefni og eitt útilokaði ekki annað, því Sundabraut og borgarlína gætu vel farið saman. Við verum að hafa pláss fyrir okkur öll, sagði Þórdís Lóa. Frambjóðendur gerðir klárir fyrir kappræðurnar. Dóra Björt sagðist stolt af verkum Pírata á kjörtímabilinu, þeir hafi ekki veigrað sér við því að takast á við erfið mál svo sem Braggamálið, og stæðu til svara. Vísir/Vilhelm Einar sagði það hárrétt, hann hafi séð minnisblað ráðherra um verkáætlun og telur að það takist. En þetta verði augljóslega ekki gert á tveimur vikum, um sé að ræða umfangsmestu framkvæmd Íslandssögunnar. Þar sé til dæmis um mikið hagsmunamál fyrir Kjalnesinga að ræða sem hafi verið hliðarsettir og það gangi ekki að skilja heilt hverfi borgarinnar algerlega eftir. Dóra Björt og Líf voru sammála um að allar framkvæmdir þyrftu að miðast við loftslagsmálin. Dóra Björt taldi Sundabraut geta reynst umhverfisaukandi, hún geti þjónað ákveðnu markmiði en gæta þurfi að heildarsamhengi. Og Líf sagði að þar sem komi vegir myndist umferð. Þær sögðu að Sundabraut yrði að þjóna Reykvíkingum og ekki gengi ef um væri að ræða mengandi umferðaræð. Einari þótti þetta sérkennileg röksemdafærsla í ljósi þess að sem áður sagði að Sundabrautin sparaði umtalsverðar vegalengdir. Dóra Björt: Loftslagsmálið. Markið okkar þar verða að vera ráðandi, viljum þetta og hitt, við verðum að gera allt sem við getum gert vegna þessarar hamfarahlýnunar. Sundarbrautaumræða, Sundabraut þarf að taka mið af þessu. Umhverfisaukandi verkefni, en við verðum að passa uppá að þetta verði ekki umferðaraukandi. Sundabraut getur þjónað ákveðnu markmiði en það þarf að hugsa þetta í heildarsamhengi. Enn eitt skipulagsslysið í uppsiglingu? Hildur lagði það til umræðunnar að öll höfum við lært að vinna heima í Covid og líta þyrfti til þess sem hugsanlegs úrræðis til að mæta loftslagsmarkmiðum og kröfunni um minni umferð. Hún sagði að stefna bæri að svokölluðum 15 mínútna hverfum, þar sem íbúar kæmust fótgangandi um eða hjólandi í helstu þjónustu. Dagur sagði þetta skjóta skökku við og sagði að 1,5 milljarðar hafi einmitt verið lagðir í lögn hjólastíga, í fyrra annað eins. Gerum hjólastíga hraðar og strax?! spurði borgarstjóri og lýsti því yfir að hér hafi undur og stórmerki átt sér stað. Allir flokkar væru farnir að taka upp grænar áherslur Samfylkingarinnar. Fínt sé að taka það upp núna en til þess að fylgja þessu eftir og koma í verk þurfi úthald, seiglu og framtíðarsýn. Ómar Már sagðist ekki eins þekkur og aðrir og það tæki tíma að kynna sig. Ómar hefur tekið við af Vigdísi Hauksdóttur sem leiðtogi Miðflokksins í borginni.Vísir/Vilhelm En Dagur hafði ekki rétt fyrir sér með það að allir í kappræðunum væru á þessu róli. Hann gleymdi Ómari Má Miðflokksmanni sem sagði að enn og aftur ætti að þvinga fólk til að selja bílana og troða þeim inn í strætó. Hann sagðist brjóta heila um hvort borgarbúar vissu almennt hvað væri að gerast? Hann sagði Miðflokkinn grænan flokk en breytingarnar væru þegar að eiga sér stað, til að mynda með bílaflotanum sem mengaði mjög lítið. Flýta eigi rafvæðingu hafna og bílaflotinn eigi að vera á öðru en bensíni og díselolíu. Sundabrautin sé mikilvæg en Ómar Már óttast að þar sé í uppsiglingu enn eitt skipulagsslysið. Og framkvæmdin eigi eftir að tefjast von úr viti. Allir sammála um mikilvægi menningar og lista Næst bar Heimir Már stjórnandi umræðna upp spurningu sem reyndi ekki mikið á þátttakendur. Nefnilega um menningu, listir og dans í borginni en þá brá svo við að allir þátttakendur voru yfirlýst meira og minna sammála og kepptust við að lýsa yfir því að þau teldu menninguna mikilvæga. Reyndar mætti segja, ef maður leyfði sér kaldhæðni, að umræðan hafi þar og þá farið út í hálfgildings keppni um hver gæti sett fram hástemmdustu lýsingarorðin um Reykjavík sem lista- og menningarborg. Það væri nú það sem gerði borg að borg. Og þannig má segja að umræðum hafi lokið líkt og þær hófust á góðum nótum. Þátttakendur viðræðnanna baksviðs.Vísir/Vilhelm Ómar Már botnaði þá umræðu og sagði að þáttastjórnandi hafi náð þátttakendum með þeirri spurningu, um þetta væru þau öll sammála. Enginn geti hugsað sér borgina án menningar. En þá þurfi líka að ná tökum á rekstrinum, ef borgin á að vera í færum á að styðja við bakið á listunum eins og frómar fyrirætlanir gáfu til kynna. Ómar Már sagði að borgin væri að borga 300 milljónir á mánuði, bara í vexti og verðbætur af lánum sínum. Náum tökum á rekstrinum og styrkjum menninguna miklu betur, voru skilaboð Miðflokksmannsins sem nú rær að því öllum árum að komast í borgarstjórn. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarlína Sundabraut Samgöngur Skipulag Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Þeir sem mættir voru til leiks hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni, sem stýrði kappræðunum, voru þau Einar Þorsteinsson fyrir Framsóknarflokk, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir fyrir Viðreisn, Hildur Björnsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Dóra Björt Guðjónsdóttir fyrir Pírata, Líf Magneudóttir fyrir Vinstri græn, Sanna Magdalena Mörtudóttir fyrir Sósíalistaflokkinn, Ómar Már Jónsson fyrir Miðflokk, Kolbrún Baldursdóttir fyrir Flokk fólksins og Dagur B. Eggertsson fyrir Samfylkingu. Hér verður greint frá því helsta sem frambjóðendurnir höfðu til málanna að leggja. En þeir sem vilja horfa á þær í heild sinni geta fært músarbendilinn yfir spilarann hér neðar og smellt. Þó umræðurnar væru kurteisislegar á yfirborðinu skorti ekkert á eitraðar skeytasendingar milli frambjóðenda. Kosið verður næstkomandi laugardag og því fer hver að verða síðastur til að sannfæra kjósendur í Reykjavík, þar sem eru um það bil 100 þúsund manns á kjörskrá, um að vert sé að kjósa sig. Samfylking, Píratar, Viðreisn og Vinstri græn hafa verið í meirihlutasamstarfi í borginni og umræðurnar báru vitaskuld dám af því. En þær fóru rólega af stað. Þátttakendur voru kammó í fyrstu en það átti eftir að breytast. Lífleg en stutt kosningabarátta Flest voru þau sammála um að kosningabaráttan hafi verið skemmtileg. Dóra Björt Pírötum sagði kosningabaráttuna hafa verið líflega og hún tók það fram að gott hafi verið að fá tækifæri til að vekja athygli á þeim árangri sem meirihlutinn hefur náð á kjörtímabilinu. Píratar væru stoltir af því. Kolbrún fyrir Flokk fólksins tók í sama streng með að kosningabaráttan hafi verið lífleg en mikið hafi verið að gera. Borgarfulltrúar hafi verið að sinna störfum sínum allt þar til í síðustu viku. Sjálf væri hún reynslunni ríkari, hún kom ný í stjórnmálin fyrir síðustu kosningar og hún var ekki frá því að hún væri minna stressuð. Kolbrún oddviti Flokks fólksins sagði meirihlutann yppta öxlum þó biðlistar eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn lengist og lengist. Vísir/vilhelm Þórdís Lóa fyrir Viðreisn sagði að kosningabaráttan hafi byrjað rólega. En þau í Viðreisn væru kát, þau væru búin að uppfylla sín kosningaloforð og væru mjög peppuð, eins og hún orðaði það. Einar fyrir Framsókn, sem lengi starfaði hjá RÚV, var kumpánlegur við Heimi Má stjórnanda þáttarins, sagðist vanur því að vera í hans stöðu – þeim megin í umræðum sem þessum. En hann sagði þetta hafa verið ánægjulega reynslu, að söðla um og fara í stjórnmálin. Hann hafi fengið mikla orku með því að tala við kjósendur. Og viðtökurnar hafi verið góðar. Dagur borgarstjóri, oddviti Samfylkingar, sagði þetta hafa verið stutta baráttu en hún hafi einkennst af jákvæðri orku. Hann nefndi það sérstaklega að ungt fólk hafi verið áberandi og öflugt í baráttu fyrir Samfylkinguna og jákvæð orka hafi fylgt því. Nú sé lokaspretturinn hafinn og stuð. Stebbinn inn ... Hildur oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði að baráttan hafi verið stutt en snörp. Hún hafi ferðast um borgina, hitt borgarbúa, farið í fyrirtæki og orkustigið væri hátt. Hún sagðist ný í þessu hlutverki, að leiða kosningabaráttu en hvað sig varðaði þá væru jólin þegar kosningar væru. Líf fyrir Vinstri græn vildi nota þetta tækifæri að tefla Stefáni Pálssyni, sem skipar 2. sæti, fram. Honum fylgdi grín og gaman. Vinstri græn séu að keyra gott mót, eins og hún orðaði það og hún kynnti nýtt slagorð til sögunnar: Stebbann inn! Líf teflti öðrum manni á lista, Stefáni Pálssyni fram, í umræðunum og taldi borgarstjórn skemmtilegri með hann í hópnum: Stebbann inn!Vísir/Vilhelm Sanna sem leiðir Sósíalistaflokkinn var ekki eins „peppuð“ og þau í meirihlutanum. Hún sagði að baráttan hafi verið góð sem slík, öflugt fólk væri að finna í hreyfingunni en þetta hafi einnig verið átakanlegt. Þau í Sósíalistaflokknum hafi heyrt í fólki sem byggi við fátækt, sögur úr þeirri átt væru átakanlegar og sannarlega væri margt sem hún vildi breyta í borginni. Ómar Már fyrir Miðflokk sagði að hann hafi farið víða og verið að kynna sig til leiks og tíunda hvað það væri sem hann vildi breyta í borginni. Á honum var að heyra að ekki litist honum á þá stefnu sem verið væri að taka í Reykjavíkurborg. ... og Stebbinn út Þá var komið að því að kynna frambjóðendum niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu um fylgið í borginni. Niðurstöðuna má sjá hér að neðan. Dagur borgarstjóri fékk fyrstur manna að tjá sig um könnunina. Hann lét ekki eftir sér að fagna of snemma en reyndi þó ekki að leyna ánægju sinni. Hann sagði að Samfylkingin mældist nú stærri, kannanir hafi sýnt miklar breytingar en líka það að mjótt verði á munum hvað meirihlutann varði. Hann haldi samkvæmt könnunum en aðeins með einum fulltrúa. Dagur sagði þetta sýna að kosningarnar verði spennandi, ekki megi slaka á en þetta gefi byr í seglin. Heimir Már stjórnaði umræðunum af miklum myndugleika.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt á brattann að sækja í könnunum og Hildur sagði að þetta væru vissulega ekki góð tíðindi. En kannanir undanfarið hafi verið rússíbanareið. Sú könnun sem mestu skipti sé sú þegar talið verði upp úr kjörkössunum. Hildur sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri að vaxa í þessum kosningum, þau finndu meðbyr og hafa yrði hugfast að stór hópur kjósenda sé ekki enn búinn að gera upp hug sinn: „Ef þú vilt breytingar er Sjálfstæðisflokkurinn svarið,“ sagði Hildur. Píratar vilja yngri kjósendur á kjörstað Þá var Einari bent á að ef kosningar færu eins og könnunin segði þá þýddi það þrjá fulltrúa fyrir Framsóknarflokk, sem er mikil breyting. Einar var ánægður með það og greip til slagorðs síns: „Er ekki kominn tíma á breytingar?“ Hann sagði að ríkjandi meirihluta væri stjórnað af Degi en þau í Framsókn telji tíma breytinga kominn. Hann heyri ákall þess efnis og taldi könnunina til marks um að kjósendur séu að átta sig á því sem Framsókn tali fyrir, meiri stemmingu og árangri. Það sé að skila sér. Píratar hafa oft mælst sterkir í könnunum en stjórnmálafræðingar hafa talið að yngri kjósendur svari í könnunum en skili sér síður á kjörstað. Dóra Björt sagði að lögð yrði rík áhersla á að unga fólkið skili sér og sagðist jafnframt vona að öll leggðu þau áherslu á góða kosningaþátttöku. Hún notaði tækifærið og kom stefnumarkmiðum Pírata að, sem er áhersla á fagleg og gagnsæ vinnubrögð. Hún sagði Pírata hafa brugðist við þegar erfið mál koma upp og standi til svara. Hún vonaði að góð niðurstaða í könnunum benti til ánægju með það. En það sé kosningin sjálf sem skipti öllu. Viðreisn ekki nógu dugleg að básúna um sín verk Kolbrún fyrir Flokk fólksins sagði: „Spyrjum að leikslokum.“ Niðurstaða könnunarinnar væri ekki neitt til að hrópa húrra fyrir á þeim bænum en Kolbrún sagði þetta fínt. Þau geti ekki annað gert en leggja sig öll fram og það er það sem þau hafi gert. Hún sagði það ekki nýtt fyrir Flokk fólksins að mælast ekki há í könnunum en svo komi bara eitthvað allt annað upp úr kössunum. „Við getum ekki annað en bætt okkur.“ Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar telur flokk sinn eiga mikið inni miðað við kannanir, í það minnsta geti hann ekki annað en bætt sig.Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa taldi könnunina til marks um að þau í Viðreisn hafi ekki verið nógu dugleg að básúna þau góðu verk sem þau hafi staðið að. Hún sé þó sátt við að sjá stöðugleika og þau í Viðreisn séu bara nokkuð góð. Þau séu ný í borgarstjórn og ætli sér góðan lokasprett. Líf oddviti Vinstri grænna, sem skömmu fyrr hafði glaðbeitt boðað Stebbann inn, sagði að þessi könnun gæfi ekki til kynna að það gengi eftir. Wf borgarbúar vilji skemmtilegri borgarstjórn þá kysi fólk Stebbann inn. Sanna fyrir Sósíalistaflokkinn sagði að þau fyndu mikinn meðbyr og þau ætluðu eftir sem áður að leggja áherslu á að hlusta á fólkið í borginni. Ómar Már Miðflokki kom öllum á óvart með því að lýsa því yfir að þessi niðurstaða könnunarinnar væru bara alls engin vonbrigði. Því það hafi nú einu sinni verið svo að þegar þau hófu baráttuna hafi mælingar gefið til kynna enn minna fylgi en sýndi sig í þessari könnun. Miðflokkurinn væri í sókn samkvæmt því, línuritið væri upp á við og af niðurstöðu könnunarinnar megi ráða að fólk sé farið að hlusta. Hvern vilja borgarbúar sem næsta borgarstjóra? Heimir Már kynnti annan þátt könnunarinnar sem sneri að því hvern borgarbúar vildu helst fá sem borgarstjóra. Vitaskuld er fylgni milli stuðnings við framboðin og svo það hvern fólk vill fá í borgarstjórastólinn. Þó eru fleiri sem styðja Dag en þeir sem segjast ætla að kjósa Samfylkinguna. Dagur var spurður út í þá staðreynd að hann sjálfur mældist með meira fylgi en Samfylkingin. Dagur sagðist taka því sem ákveðinni traustsyfirlýsingu. Og lagði á það áherslu að borgarstjórastóllinn væri ekki upphaf alls sem er. Þetta snerist um að stýra liðsheild og nú væri, eftir mikinn undirbúning, komin ögurstund gagnvart ýmsum stórum málum í borginni. Því væri ánægjulegt að sjá þessar tölur. Hildur var næst á blaði og hún sagðist þakklát fyrir þann stuðning. Hún væri ný í það hlutverk og vonaðist til að fá tækifæri til að setjast í stólinn og sýna hvers Sjálfstæðisflokkurinn væri megnugur, kæmist hann að. Einar sagði Framsókn vera að bjóða sig fram til að láta gott af sér leiða en kjósendur ráði og þau séu tilbúin að takast á við öll þau verkefni sem borgarbúar feli þeim. Meirihlutinn mærir sig Þau mál sem lögðu undir sig lungann af kappræðunum voru húsnæðis- og skipulagsmál með einum eða öðrum hætti; lóðaframboð og húsnæðisekla. Fyrstu skrefin í þá átt voru hins vegar þau þegar fulltrúum meirihlutans gafst kostur á að dásama eigin verk. Borgarstjóri hélt því fram að meirihlutinn væri búinn að tvöfalda lóðaframboð frá algjöru frosti sem var þegar þau tóku við. Og búa þannig í haginn fyrir framtíðina. Þau eigi í raun tvöfalt met í þeim efnum. Hafa beri í huga að breytingarnar á eftirspurn hafi verið gríðarlega hraðar en 2019 hafi greiningardeildir bankanna varað við offramboði. „En við erum að þróa spennandi græna borg þar sem er pláss fyrir alla,“ sagði Dagur. Hann sagði að hluti þess húsnæðis sem er í uppbyggingu sé ætlað tekjuminni hópum og sorglegt sé til þess að vita að önnur sveitarfélög hafi ekki litið til þess; svo heilbrigður húsnæðismarkaður gæti byggst upp. Dagur hélt því fram að nú væri svo komið að allir flokkar tali fyrir sömu málum og Samfylkingin hafi verið að vinna að lengi.Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa í Viðreisn sagðist stolt af orkunni og „energíinu“ sem hefði verið ríkjandi í meirihlutanum, öll þessi fjögur árin. Þau hafi landað samgöngusáttmála sem væri stórt skref. Stafræn umbreyting borgarinnar væri mikilvæg og tíu ára fjármálasýn, rammi um reksturinn, stæði eftir. Þá nefndi Þórdís Lóa að ekki mætti gleymast að Covid hafi haft sín áhrif en það sem einkennt hafi þetta kjörtímabil séu miklar umbætur. Dóra Björt fyrir Pírata sagðist stolt af því hvað þeim hafi tekist að ná miklum krafti í grænu málin; loftslagsmálin. Og bregðast við þegar erfið mál koma upp, hlustað á raddir borgarbúa. Allir innviðir hafi verið efldir, ný lýðræðisstefna kynnt og stuðlað að aukinni valddreifingu. Stefnuskrá Pírata, löng og ítarleg, þar sé mikið af grænu og Píratar hafi náð miklum árangri fyrir sína kjósendur. Líf nefndi að Vinstri græn hafi unnið að því að stytta biðlista eftir félagslegum íbúðum. Og þeim hafi tekist að helminga þann lista. Þau hafi lækkað kostnað fyrir þá tekjuminni og barnmargar fjölskyldur. Og látið til sín taka hvað loftslagsmál varðar. Líf sagði að þetta snerist um samvinnu, borgin væri fjölskipað stjórnmál og Vinstri græn stæðu fyrir heiðarleg stjórnmál. Verðum að losna við blaður og láta verkin tala Heimir Már beindi þá orðum sínum að Hildi, oddvita Sjálfstæðisflokksins, og spurði hvernig þessi mynd sem dregin væri upp hljómaði í hennar eyrum? Hildur sagði að mikið væri nú skemmtilegt að vera í meirihluta og lýsa því sem maður hefur afrekað. En það hefði verið afar sérkennilegt að hlusta á þessar ræður. Staðreyndin væri sú að í borginni væri gríðarlegur húsnæðisskortur. Húsnæðisstefna í borginni hefði klikkað og samgönguvandi blasti við öllum sem vita vildu. Hildur vissi ekki hvort hún átti að hlæja eða gráta eftir að hafa hlustað á fulltrúa meirihlutans stæra sig af verkum sínum, verk sem Hildur segir í skötulíki.Vísir/Vilhelm Borgin væri skítug, snjór ekki ruddur og leikskólamál í ólestri. Búin væru til einhver plögg, yfirlýsingar um að þetta og hitt ætti að byggja en svo væri það svikið. Hún nefndi sem dæmi að íþróttafélagið Þróttur hafi verið illa svikið í þeim efnum. „Þetta eru orðin tóm. Við þurfum að losna við þetta blaður og láta verkin tala.“ Einar nefndi eina frétt vikunnar til sögunnar, þá að hingað hafi Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn komið með varnaðarorð. Hér ríkti nánast neyðarástand í húsnæðismálum. Hann sagði að það hafi verið tímabær ábending Seðlabankans 2019 að vara við offramboði húsnæðis. En þá hafi staðan einfaldlega verið allt önnur vegna Covid; Að varað var við offramboði, það var tímabær ábending frá Seðlabankanum því Airbnb-íbúðir hafi farið af markaði og vextir lækkaðir vegna efnahagsaðgerða í tengslum við heimsfaraldurinn. Nú væri staðan sú að ungt fólk streymi úr borginni vegna húsnæðiseklu. Þetta sé ekki skoðun heldur tölur sem Hagstofan mæli. Önnur sveitarfélög væru að verða búin með sitt land en Reykjavík geti byggt og nefndi Einar Keldnaland og Úlfarsárdal í því sambandi. Verið að hagnast á neyð snauðra leigjenda Kolbrún sagði að sér þætti alltaf jafn sérstakt að hlusta á meirihlutann mæra sig. Flokkur fólksins vildi hins vegar setja fólkið í fyrsta sæti og byrja þar. Það hafi þessi meirihluti ekki gert og efnaminni hafa sannarlega ekki verið í forgangi. Hún kvartaði undan því að fjölmargar tillögur Flokks fólksins í þeim efnum hafi ratað í ruslið. Og það sé hún ósátt við. Hún nefndi verkefnið stafræna umbreyting sem ætti að kosta 13 milljarða og önnur dýr verkefni til að fegra ásýnd meðan biðlistar barna til sálfræðinga og talmeinafræðinga fá að lengjast, úr 400 í 18 hundruð börn. „Og það eru bara allir slakir í meirihlutanum?!“ En ekkert væri hlustað og það væri sársaukafullt. Sanna í Sósíalistaflokknum sagði að ekkert væri verið að byggja fyrir fólk í neyð. Í engu væri horft til þeirra hópa sem hafi verið skildir eftir. Borgaryfirvöld beri ábyrgð á því fólki. Talað væri um að 50 prósent af biðlistum hafi verið útrýmt. Það þýði engu að síður að eftir standi 50 prósent sem bíði. Eftir félagslegu húsnæði og það væri óásættanlegt. „Við verðum að tryggja að fólk sé með öruggt húsnæði,“ sagði Sanna. Sanna undirbúin fyrir útsendingu. Hún sagði biðlista eftir félagslegum íbúðum óásættanlega og benti á að nauðsynlegt sé að losna við braskara úr húsnæðismálum; það væri svo að verið væri að hagnast á neyð leigjenda.Vísir/Vilhelm Hún nefndi umfjöllun Stundarinnar um átakanlega umfjöllun um ástandið á leigumarkaði. Sem sýndi að verið væri að hagnast á neyð fólks. Og borgaryfirvöld séu að leyfa þessu að gerast. Ómar Már Miðflokki sagðist heyra að þeir sem ekki eru í meirihluta séu sammála því sem þurfi að breyta. Hann hins vegar vildi meina að borgin búi við alvarlegan stjórnenda- og kerfisvanda. Það þurfi umbreytingu á stjórnun borgarinnar. Fyrsta skrefið sé að viðurkenna vandann. Þá og þaðan aðeins sé hægt að taka skrefin upp á við. Annars muni ekkert breytast í borginni. Telja gagnrýnina ósanngjarna Dóra Björt vildi mótmæla því að verið væri að draga upp glansmynd. Af og frá væri að þau verkefni sem nefnd hafi verið samræmist ekki öðrum markmiðum svo sem stafræn umbreyting borgarinnar. Það verkefni gangi út á að fólk geti nýtt sinn tíma betur. Heimilislausir og skaðaminnkun sem er okkur Pírötum hjartans mál. Til að mynda sé fyrsta neyslurýmið komið í Reykjavík og því beri að fagna. Þórdís Lóa sagði gagnrýnina ekki sanngjarna, þá að þau væru í einhverju „grobbstuði“. Og gleymt þeim sem verr standa. Settur hafi verið mikill peningur og hjarta í umbætur á því sviði. Líf sagði að eðli máls samkvæmt væru þessi verkefni aldrei tæmd, þau gætu gert betur og að þessum málum bæri þeim öllum að vinna saman að. Dóra Björt gaf minna en ekkert fyrir gagnrýni Hildar um meint verkleysi minnihlutans. Staðreyndin væri sú að ef Sjálfstæðisflokkurinn væri við völd væri ekkert búið að gera. Flokkurinn gæti ekki einu sinni ákveðið sig, hvort hann væri með eða á móti borgarlínu.Vísir/Vilhelm Einar benti á að staðreyndin væri sú að ánægjumælingar sýndu að íbúar annarra sveitarfélaga væru ánægðari en þeir sem búa í Reykjavík. Þar þurfi að knýja fram breytingar; gera við skólana, það þurfi að moka götur og sópa stíga, þetta eru velferðarmál bara að ryðja snjó. Nógu erfitt fyrir aldraða og fatlaða þó þá fenni ekki inni. Hælkrókur borgarstjóra Nú greip Dagur inn í með ræðu og má ef til vill segja að borgarstjórinn hafi komið með hælkrók inn í umræðuna. Hann sagði fagnaðarefni að fólk gerði ekki ágreining um áherslurnar, það vill bara fá þetta allt strax. „Og mér finnst það viðurkenning fyrir þær leiðir sem hafa verið valdar.“ Hann sagðist skilja að Sanna vildi eyða biðlistum eftir félagslegum íbúðum. En það yrði að líta til þess sem um væri rætt. Fimm þúsund manns hafi fengið úrlausn sinna mála. Og þau væru að bjóða sig fram til að halda því verkefni áfram. Dagur fullyrti að í fyrsta skipti, eftir að verkamannabústaðakerfinu var rústað, þá hafi fundist leið til að mæta þessum vanda. Leið sem væri nú þegar orðin tvöfalt umfangsmeiri en Breiðholtsátakið á sínum tíma. „Ég skil vandann, ég ber hann fyrir brjósti en það hefur aldrei verið tekið eins mikið á þessum vanda og á þessu kjörtímabili.“ Dagur borgarstjóri mætti glaðbeittur til leiks þó Hildi hafi lítt hugnast hans tal.Vísir/Vilhelm Heimir Már spurði borgarstjóra nánar út í þetta og vitnaði til þess að í kappræðum oddvita framboða í Hafnarfirði hafi svokallað verktakaræði verið nefnt sem svo gæti hamlað uppbyggingu; ef það þjónaði ekki hagsmunum verktakans. Dagur sagði það hluta vandans en líta þyrfti til þess að aldrei hafi verið byggt eins mikið í sögu Reykjavíkur. Og borgaryfirvöld gerðu þá kröfu á hendur verktökum að fimm prósent allra íbúða í byggingu væru félagslegar íbúðir og aðrar fyrir leigumarkað. Til að tryggja félagslega blöndun í þessari borg. Verið sé að svara eftirspurn með tvöföldun á framboði. Það þarf að byggja og það þarf að byggja Einar sagði að þegar lítt er byggt bitni það helst á þeim sem minnst hafa milli handa. Rétt sé að nú sé mikið byggt en það þurfi að byggja miklu meira að teknu tilliti til mannfjöldaspár og eftirspurnar. Sanna sagði að borgin sjálf verið að stíga inn í þetta kerfi af fullum þunga eftir niðurlagningu félagslega íbúðakerfisins. Það þurfi að endurskilgreina hvað „félagslegt“ telst og það þurfi að fjarlægja braskara úr jöfnunni. Líf tók undir það með Sönnu að Reykjavíkurborg þurfi að vera gerandi á húsnæðismarkaði. Hins vegar er það ekki félagslegt húsnæði sem vanti, það þurfi einnig að grípa alla hina sem ekki komast að í öðrum kerfum. Borgin sé nú að byggja 500 til 1000 íbúðir sem borgin er og eigi að byggja árlega og haldist þau áform öðlist borgin frelsi á um tíu árum. Hildur taldi að byggja þyrfti meira og gaf lítið fyrir tvöföldunartal Dags. Hún sagði að byggja þyrfti meira en að teknu tilliti til aðstæðna því innviðir væru sprungnir. Og borgarbúar væru að upplifa þvílíkar tafir í umferðinni. Ein hindrunin væri svo sú að borgin taki sér óratíma í að afgreiða öll erindi. Einar sagði loforð Viðreisnar um greiðari afgreiðslu hjá borgarsysteminu hafa brugðist. Hann hefur það eftir verktökum að það taki óratíma að fá erindi afgreidd hjá borginni.Vísir/Vilhelm Þáttastjórnandi nefndi til sögunnar það sem hann hafi heyrt hjá verktökum að reglugerð væri orðin svo flókin og kröfurnar svo miklar að byggingar væru miklu dýrari en þyrfti að vera; sér í lagi til að mæta hinni miklu eftirspurn. Þórdís Lóa og Dóra Björt sögðu að stafræn Reykjavík ætti að svara öllum hindrunum í kerfinu. Einar sagði loforð Viðreisnar um að einfalda ferla og hraða málum í gegnum kerfið hefði ekki verið efnt. Þeir sem hann hefur rætt við segi þvert á móti að þetta hafi versnað til mikilla muna á kjörtímabilinu og þetta verði að laga. Því meðferð mála innan borgarinnar taki óratíma. Fasteignamarkaðurinn rjúkandi rúst Þegar hér var komið sögu var tekið að hitna í kolum milli frambjóðenda. Næstur á mælendaskrá, eftir auglýsingahlé, var Ómar Már Miðflokki sem lýsti því yfir að ófremdarástand væri í húsnæðismálum. „Fasteignamarkaðurinn í rúst og það er af völdum meirihlutans,“ sagði Ómar Már og benti á að leiguverð væri í hæstu hæðum. Borgin hafi gleymt hlutverki sínu, hún eigi að þjónusta íbúana en sé farin að þjóna öðrum hópum. Þeim sem eru að byggja. Og það sem meira er, borgin sjálf sé að nærast á þessu ófremdarástandi með innheimtu fasteignagjalda og sé þannig að njóta bólunnar. Ef allt væri eðlilegt væri hún að tapa níu milljörðum en ekki þremur vegna þessa. Þórdís Lóa vildi hins vegar svara Einari að því færi fjarri að ferlar hafi ekki verið einfaldaðir. Þau hafi verið í miklu samstarfi við atvinnulífið við þróun borgarinnar og umferð þar. Til að mynda með að sendiferðabílar gætu farið um borgina og hvenær. Ómari Má tókst að marka sér sérstöðu meðal þeirra sem í minnihlutanum eru. Hann sagði vandi Reykjavíkur væri stjórnendavandi. Fyrsta skrefið væri að horfast í augu við þá staðreynd og viðurkenna. Vísir/Vilhelm Kolbrún vildi hins vegar rifja upp öll lætin sem hafa verið um Laugaveg sem göngugötu. En Einar skaut því inn, varðandi ferla, að það væri skrítin stafræn umbreyting sem fælist í því að nú væri hægt að prenta út blað til að fara svo með og skila í ráðhúsið. Hvert fór peningurinn? Hildur greip inn í og lýsti því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn væri flokkur atvinnulífsins. Og það sé ekki hennar tilfinning, eins og Þórdís Lóa vildi meina, að atvinnulífið nyti góðs samráðs við borgaryfirvöld. Atvinnulífið vildi alvöru lausnir og lóðir undir starfsemi sína. Hildur nefndi að það skjóti skökku við í því samhengi að tækniskólinn sé farinn í Hafnarfjörð og kaldhæðnislegt væri að malbikunarstöðin Höfði, sem nefnd væri í höfuðið á svæði í Reykjavík, væri farin þangað líka. Um væri að ræða þungt og ósveigjanlegt kerfi og stafræn umbreyting, sem kostað hafi óheyrilegar fjárhæðir hafi litlu skilað. „Hvert fór peningurinn?“ Dagur fyrir Samfylkingu taldi þetta ekki sæmilegt. Hvergi hafi verið byggt eins mikið atvinnuhúsnæði og í Reykjavík. Og fyrirtækin líti blessunarlega til höfuðborgarsvæðisins sem eins atvinnusvæðis. Horfa þyrfti á stóru málin, sem væru samgöngumálin og þar þyrfti að undirbúa. Setja eigi Miklubrautina í stokk og svo borgarlínan. Svo vitnað sé í Stuðmannamyndina Með allt á hreinu. Hæfilega "wild" en samt þannig að snyrtimennskan væri í fyrirrúmi. Frambjóðendur hnýttu samviskusamlega hvert í annað þó þáttastjórnandi hafi haft góð tök á mannskapnum.Vísir/Vilhelm Á næsta kjörtímabili kæmi nefnilega til framkvæmda. Ef hins vegar nýir flokkar taki við, sem fara að hika, geti komið til þess sem Dagur kallar: „Stóra stopp!“ En borgaryfirvöld hafi hins vegar náð samstöðu um allt höfuðborgarsvæðið og við ríkisstjórnina. Það væri bara í Reykjavík sem þetta væri rifrildismál. En fyrir lægi að ekki væri hægt að vaða í öll verk samtímis, það væri heldur ekki eftirsóknarvert. Dagur sagði góðar almenningssamgöngur gefa fólki færi á að spara í heimilisbókhaldinu. Ómar Már var nú ekki til í að kaupa þessi orð Dags án fyrirvara og spurði af hverju framkvæmd á borð við Miklubraut í stokk ætti að ganga betur en aðrar framkvæmdir borgarinnar? Að fenginni reynslu. Hann sagði þetta í það minnsta 20 til 30 ára verkefni, ef gæta ætti raunsæis. Hækkuð gjöld fyrir lakari þjónustu Sanna benti á að mikilvægt væri að laga vandann núna. Fólk yrði að geta treyst á almenningssamgöngur, en verið sé að hækka gjöld fyrir þjónustuna og skerða þjónustu. Hún vildi endurvekja næturstrætó svo fólk kæmist til sín heima í úthverfum. Dagur sagði að það þyrfti að halda áfram að bæta þjónustu, hann væri því alveg sammála. Og endurtók að það væri ekki málefnaágreiningur, samhljómur væri en helst væri kvartað undan því að hitt og þetta væri ekki komið strax. Kolbrún Baldursdóttir hjá Flokki fólksins taldi hitamálum á borð við göngugötuna og hávaða í miðborginni ekki gert nógu hátt undir höfði í viðræðunum.Vísir/Vilhelm Kolbrún fyrir Flokk fólksins nefndi annað hitamál sem nú er á döfinni sem er hávaðamengun í miðborginni og mótmæli vegna hávaða- og róstursams næturlífs. Og varðandi Strætó, þá séum við hér og nú en meirihlutanum hafi komið í opna skjöldu þegar þar þurfti að draga úr þjónustu. Ferðir væru ekki nógu tíðar og það taki fólk allt of langan tíma að komast frá A til B. Endurnýja þurfi flotann og hvar er metanið, spurði Kolbrún. Því er bara brennt út í loftið. Líf, sem er stjórnarformaður Sorpu, sagði það svo vera að þeim vanti einfaldlega meira metan, það sé verið að nota allt sem í boði væri. Dóra Björt Pírati vildi svara því sem fram hafði komið áður að þéttingu fylgdi dýrara húsnæði en á móti kæmi að innviðir nýttust betur í þéttari byggð. Þeir sem þar búi þurfi ekki eins marga bíla, ekki bílastæði og allskyns þættir kæmu þar á móti. Það er ekki menningarstríð milli almenningssamganga og einkabílsins. Það sé þvættingur. Þetta snúist um valfrelsi. Sundabrautin enn og aftur á dagskrá Heimir Már þáttastjórnandi beindi tali sínu að Einari frambjóðanda Framsóknarflokks og nefndi að milli borgarinnar og samgönguráðuneytisins, þar sem Framsóknarmenn ráða ríkjum, hafi verið hálfgildings stríð sem varla gæti talist heppilegt. Einar hafði sannarlega ekki neitt á móti því að ræða þetta. Sundabrautin sé nú komin úr hugmyndafarvegi og það þurfti Sigurð Inga Jóhannsson formann flokksins til þess. Um væri að ræða hagkvæmustu framkvæmd Íslandssögunnar, hún væri jafnframt sú dýrasta en myndi spara gríðarleg útgjöld og dregur úr umferð um 150 þúsund kílómetra á sólarhring. Þetta sé verkefni næsta kjörtímabils. Þar hafi Framsókn tekið afgerandi forystu og því lykilatriði að Framsókn komist í borgarstjórn svo það sé hægt sé að fara í þetta. Einar Þorsteinsson er öllu vanur þegar förðun fyrir sjónvarpsútsendingu er annars vegar. Hann vildi meina að hans maður, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi verið í bílstjórasætinu hvað varðar áform um Sundabrautina.Vísir/Vilhelm Dagur sagði það svo vera að hann og Sigurður Ingi samgönguráðherra hafi skrifað undir viljayfirlýsingu í júlí í fyrra um þetta verkefni. Sem þó væri ekki hrist fram úr erminni því þetta þyrfti að gera í samráði við íbúa í Laugardal og Grafarvogi. Gangakosturinn sé á borðinu og verði metinn í umhverfismati. Allir hafi verið heiðarlegir með að undirbúningurinn mun taka fimm ár og framkvæmdin önnur fimm eða sex. Þeir sem segja Sundabraut strax eru öðrum þræði að meina tíu ár. Einar vildi hampa sínum manni og sagði Sigurð Inga í bílstjórasætinu. Og hann hafi einnig látið til sín taka í flugvallarmálinu, að samkomulag sé í gildi þar sem kveðið er á um að flugrekstraröryggi verði ekki spillt þar til staður finnst undir nýjan flugvöll. Borgarfulltrúar ekki sammála um að ekkert sé gert Hildur sagði það bara víst vera svo að menningarstríð geisi, almenningssamgöngur/einkabíll, en það fari eftir því hvar fólk búi og fólki sé att saman. Sem henni hugnist ekki né þeim sem eru hægra megin í lífinu. Þeir vilji leita hamingjunnar á sínum forsendum og borgin þurfi að bjóða upp á valkosti. En það er staðið í vegi fyrir ýmsum kostum. Borgarlína? spurði Hildur. Að framkvæmdir hefjist á næsta kjörtímabili? Þetta sé endurtekið efni. Dagur segi að borgarfulltrúar séu sammála en þeir sú sannarlega ekki sammála um framkvæmdir sem engar eru. Af hverju er Sundabraut ekki komin? Ómar Már, Sanna og Líf. Sanna sagði meðal annars að þeir sem væru háðir þjónustu Strætó gætu illa þolað lakari þjónustu og hærri gjöld. Þeir þyrftu úrræði núna.Vísir/Vilhelm Dagur svaraði því til að fólk geti treyst því að borgaryfirvöld gæti að lífsgæðum við útfærslu, en Hildur hnýtti við: Og svo gerist ekkert? Nú var samstarfskonu Dags í meirihlutanum, Dóru Björt nóg boðið og sagði að það lægi alveg fyrir að ef Sjálfstæðisflokkurinn væri við völd þá væri ekkert af því komið sem þó er. Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki einu sinni ákveðið sig hvort hann er með borgarlínu eða ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einu sinni ánægður með að við gerum eitthvað sem hann hefur talað fyrir. Hver er að ala á óánægju? spurði Dóra Björt og svaraði sér sjálf: Það er Sjálfstæðisflokkurinn. Hún taldi þetta óheiðarlega framsetningu. Ómar Már og Dagur B. Baksviðs fór vel á með frambjóðendum þó þeir sýndu klærnar þegar kveikt var á myndavélunum.Vísir/Vilhelm Hildur sagði óheiðarleika vera þann að lofa einhverju og gera það svo ekki. Og enn hafi henni ekki verið svarað með fyrirspurn um hvernig eigi að fjármagna rekstur borgarlínunnar? Dagur greip inn í og sagði það svo að ekki hafi vantað Sjálfstæðismenn við borðið þegar samstaða hafi náðst við önnur sveitarfélög um borgarlínuna. Líf beindi einnig spjótum að Hildi og Sjálfstæðisflokknum og öðrum sem hafi sett sig upp á móti borgarlínu. Þá taldi Líf ósamkvæma sjálfum sér. Þeir sem eru á móti Borgarlínu vilja Sundabraut sem er miklu dýrari og óumhverfisvænni. Hún sagði gagnlegt og gaman að hlusta á borgarbúa og það hafi rifjast upp fyrir sér að oft spretti upp óánægja með óvirku samtali. Hún lýsti því yfir að vert væri að spyrja borgarbúa um afstöðu í þessu máli og það væri hægt að gera í gegnum lýðræðislega ferla sem Líf vildi virkari. „Ég vil gera allskonar tilraunir með lýðræðið.“ Lýsti sig alfarið á móti vegatollum til fjármögnunar Sundabrautar Sanna kom inn í þessa umræðu og sagði borgarbúa hafa heyrt tal um Sundabraut árum saman. Hún jánkaði því að hún vildi Sundabraut en það þyrfti að útfæra í samvinnu við íbúa. Lykilatriði væri að það þyrfti að bæta samgöngurnar núna. Hún lýsti sig gersamlega andvíga því að framkvæmdin yrði fjármögnuð með vegatollum. Þetta ætti að fjármagna úr sameiginlegum sjóðum og ef það væri ekki til fyrir því þýddi það að þeir hinir ríku hafi ekki verið skattlagðir til samræmis við getu. Ómar Már sagði ljóst að verið væri að ýta flugvellinum út, sú væri hin mótaða stefna og þá komi ekkert annað til greina en Keflavík. „Við eigum að stytta ferðatíma en ekki lengja hann,“ sagði Ómar Már sem taldi að innanlandsflug myndi leggjast af við það að völlurinn færi til Keflavíkur. Þá sagði fulltrúi Miðflokksins að hann hafni borgarlínu, og vilji leggja það verkefni niður af stærstum hluta. Hann sagðist hafa það sterklega á tilfinningunni að meirihluti borgarbúa hefði ekki hina minnstu hugmynd um hvernig afurðin eigi að líta út. Líf og Hildur. Líf lagði áherslu á að borgin væri fjölskipað stjórnsýsluvald og því riði á að samvinna væri góð. Hildur var hins vegar á því að meira væri um mas en minna um verkin.Vísir/Vilhelm Fyrir séu fínar stofnbrautir og halda eigi áfram við að hafa almenningssamgöngur á forgangsakreinum og eigum að halda áfram með það. Hann sagði að við værum að upplifa miklar breytingar á samgöngum en borgarlínan verði ekki tilbúin fyrr en eftir 20 til 30 ár. Ómar Már taldi ekki úr vegi að þá yrði hún orðin úrelt lausn. Líf vildi meina að uppleggið þyrfti alltaf að vera hvort verkefnin væru umhverfisvæn. Miða þyrfti allt við loftslagsaðgerðir en þar megi engan tíma missa. Getum við farið að tala um fólkið í borginni? Þolinmæði Kolbrúnar var á þrotum þegar þarna var komið sögu og spurði hvort ekki mætti ræða um fólkið í borginni og þá sem minna megi sín. Því það sé svo að stórir hópar eigi ekki gott líf. Börn einstæðra og fátækra foreldra þar sem ekki er til peningur til að gera hvorki eitt né neitt. Kolbrún taldi að um væri að ræða sjö þúsund börn og það væri ekkert gert til að hjálpa þeim. Hún taldi að foreldrar þeirra ættu ekki að þurfa að greiða fyrir skólamáltíðir og tómstundir. Að því ættu borgarfulltrúar að einbeita sér, að laga ójöfnuð. Kolbrún vildi frítt í Strætó. Og hún sagði að Félag eldri borgara, sem væri að vinna gott starf, nyti einskis stuðnings borgarinnar. Dagur hélt því hins vegar fram að það væri undarlegt að manneskja sem gæfi sig út fyrir að brenna fyrir þessum málefnum bæri annað eins og þetta á borð. Hún fylgdist ekki með. Því fyrir átján mánuðum hafi starfshópur um sárafátækt sett fram hliðstæðar hugmyndir. Kolbrún vildi meina að reikningurinn sem þeir hinir fátæku bærist væri sendur til innheimtustofnana en því mótmælti Dagur harðlega. Út og suður rökræða um umhverfisáhrif Sundabrautar Eftir þessi hvössu orðaskipi barst talið enn og aftur að Sundabraut sem Þórdís Lóa hafði trú á að yrði hrundið af stað strax á næsta kjörtímabili. Undirbúningur sé kominn lengra en nokkru sinni. Sundabraut væri snilldarverkefni og eitt útilokaði ekki annað, því Sundabraut og borgarlína gætu vel farið saman. Við verum að hafa pláss fyrir okkur öll, sagði Þórdís Lóa. Frambjóðendur gerðir klárir fyrir kappræðurnar. Dóra Björt sagðist stolt af verkum Pírata á kjörtímabilinu, þeir hafi ekki veigrað sér við því að takast á við erfið mál svo sem Braggamálið, og stæðu til svara. Vísir/Vilhelm Einar sagði það hárrétt, hann hafi séð minnisblað ráðherra um verkáætlun og telur að það takist. En þetta verði augljóslega ekki gert á tveimur vikum, um sé að ræða umfangsmestu framkvæmd Íslandssögunnar. Þar sé til dæmis um mikið hagsmunamál fyrir Kjalnesinga að ræða sem hafi verið hliðarsettir og það gangi ekki að skilja heilt hverfi borgarinnar algerlega eftir. Dóra Björt og Líf voru sammála um að allar framkvæmdir þyrftu að miðast við loftslagsmálin. Dóra Björt taldi Sundabraut geta reynst umhverfisaukandi, hún geti þjónað ákveðnu markmiði en gæta þurfi að heildarsamhengi. Og Líf sagði að þar sem komi vegir myndist umferð. Þær sögðu að Sundabraut yrði að þjóna Reykvíkingum og ekki gengi ef um væri að ræða mengandi umferðaræð. Einari þótti þetta sérkennileg röksemdafærsla í ljósi þess að sem áður sagði að Sundabrautin sparaði umtalsverðar vegalengdir. Dóra Björt: Loftslagsmálið. Markið okkar þar verða að vera ráðandi, viljum þetta og hitt, við verðum að gera allt sem við getum gert vegna þessarar hamfarahlýnunar. Sundarbrautaumræða, Sundabraut þarf að taka mið af þessu. Umhverfisaukandi verkefni, en við verðum að passa uppá að þetta verði ekki umferðaraukandi. Sundabraut getur þjónað ákveðnu markmiði en það þarf að hugsa þetta í heildarsamhengi. Enn eitt skipulagsslysið í uppsiglingu? Hildur lagði það til umræðunnar að öll höfum við lært að vinna heima í Covid og líta þyrfti til þess sem hugsanlegs úrræðis til að mæta loftslagsmarkmiðum og kröfunni um minni umferð. Hún sagði að stefna bæri að svokölluðum 15 mínútna hverfum, þar sem íbúar kæmust fótgangandi um eða hjólandi í helstu þjónustu. Dagur sagði þetta skjóta skökku við og sagði að 1,5 milljarðar hafi einmitt verið lagðir í lögn hjólastíga, í fyrra annað eins. Gerum hjólastíga hraðar og strax?! spurði borgarstjóri og lýsti því yfir að hér hafi undur og stórmerki átt sér stað. Allir flokkar væru farnir að taka upp grænar áherslur Samfylkingarinnar. Fínt sé að taka það upp núna en til þess að fylgja þessu eftir og koma í verk þurfi úthald, seiglu og framtíðarsýn. Ómar Már sagðist ekki eins þekkur og aðrir og það tæki tíma að kynna sig. Ómar hefur tekið við af Vigdísi Hauksdóttur sem leiðtogi Miðflokksins í borginni.Vísir/Vilhelm En Dagur hafði ekki rétt fyrir sér með það að allir í kappræðunum væru á þessu róli. Hann gleymdi Ómari Má Miðflokksmanni sem sagði að enn og aftur ætti að þvinga fólk til að selja bílana og troða þeim inn í strætó. Hann sagðist brjóta heila um hvort borgarbúar vissu almennt hvað væri að gerast? Hann sagði Miðflokkinn grænan flokk en breytingarnar væru þegar að eiga sér stað, til að mynda með bílaflotanum sem mengaði mjög lítið. Flýta eigi rafvæðingu hafna og bílaflotinn eigi að vera á öðru en bensíni og díselolíu. Sundabrautin sé mikilvæg en Ómar Már óttast að þar sé í uppsiglingu enn eitt skipulagsslysið. Og framkvæmdin eigi eftir að tefjast von úr viti. Allir sammála um mikilvægi menningar og lista Næst bar Heimir Már stjórnandi umræðna upp spurningu sem reyndi ekki mikið á þátttakendur. Nefnilega um menningu, listir og dans í borginni en þá brá svo við að allir þátttakendur voru yfirlýst meira og minna sammála og kepptust við að lýsa yfir því að þau teldu menninguna mikilvæga. Reyndar mætti segja, ef maður leyfði sér kaldhæðni, að umræðan hafi þar og þá farið út í hálfgildings keppni um hver gæti sett fram hástemmdustu lýsingarorðin um Reykjavík sem lista- og menningarborg. Það væri nú það sem gerði borg að borg. Og þannig má segja að umræðum hafi lokið líkt og þær hófust á góðum nótum. Þátttakendur viðræðnanna baksviðs.Vísir/Vilhelm Ómar Már botnaði þá umræðu og sagði að þáttastjórnandi hafi náð þátttakendum með þeirri spurningu, um þetta væru þau öll sammála. Enginn geti hugsað sér borgina án menningar. En þá þurfi líka að ná tökum á rekstrinum, ef borgin á að vera í færum á að styðja við bakið á listunum eins og frómar fyrirætlanir gáfu til kynna. Ómar Már sagði að borgin væri að borga 300 milljónir á mánuði, bara í vexti og verðbætur af lánum sínum. Náum tökum á rekstrinum og styrkjum menninguna miklu betur, voru skilaboð Miðflokksmannsins sem nú rær að því öllum árum að komast í borgarstjórn.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarlína Sundabraut Samgöngur Skipulag Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent