Seðlabankastjóri vísar ásökunum um ritstuld á bug Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sendi nýverið frá sér bók þar sem hann fjallar um landnám Íslands. Eyjan hans Ingólfs heitir bókin sú en Bergsveinn Birgisson rithöfundur og fræðimaður segir Ásgeir fara ránshendi um bók sína Leitin að svarta víkingnum án þess að geta heimilda. 8.12.2021 18:24
Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8.12.2021 15:52
Félagsgjöld í GR hækka í 120 þúsund krónur Félagsgjöld hækka um fimm prósent í þennan stærsta golfklúbb landsins. Björn Víglundsson hættir sem formaður og við tekur Gísli Guðni Hall. 8.12.2021 10:32
Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 7.12.2021 15:14
Segir borgina hafa gefið olíufélögum níu milljarða Gunnar Smári Egilsson heldur því fram að borgaryfirvöld séu, vísivitandi eða andvaralaus, að mylja undir braskara í höfuðborginni. Þeir maki krókinn. 7.12.2021 10:34
Tuttugu og fimm íslenskir krimmar komu út í ár Hið íslenska glæpafélag tilnefnir fimm glæpasögur til blóðdropans á fimmtudaginn. 7.12.2021 10:19
Golli í Rikshaw og Kalli í Stuðkompaníinu senda frá sér nýtt jólalag Tvær gamlar stórstjörnur úr poppheimum fyrri ára taka höndum saman og senda frá sér nýtt jólalag. 6.12.2021 11:50
Konur eru áhugasamari um glæpi en karlar Eva Björg Ægisdóttir er næsta stórstjarna á sviði íslenskrar glæpasagnagerðar. Nýr krimmi hennar, Þú sérð mig ekki, er glæsilega ofinn og nýstárleg saga innan þess ramma sem skilgreinir glæpasöguna. 4.12.2021 07:01
Bendir Andrési Inga á að til séu lyf við flökurleika Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður, nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra, segir ljóst að ráðherra ætli að láta hendur standa frammúr ermum og vilji því fá reynda aðstoðarmenn. 2.12.2021 13:12
Bókaþjóðin elskar sinn Arnald Glæpasagnakóngurinn hefur komið sér makindalega fyrir á toppi bóksölulistans þó ekki sé það reifari sem hann sendir frá sér núna. 2.12.2021 10:25