Sá beran mann ef hún prílaði uppá stól Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2022 16:09 Ef farið væri upp á stól við ákveðinn glugga mátti greina nakinn mann í húsi í næsta nágrenni. (Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.) vísir/jakob Guðmundur Benediktsson fyrrverandi hæstaréttarlögmaður þurfti að sinna sérkennilegu útkalli þegar hann var í lögreglunni; kona sem kvartaði undan strípalingi í nágrenninu. „Þegar ég var í lögreglunni fórum við eitt sinn í útkall vegna konu sem sá oft beran mann í íbúðinni á móti hennar. Við fórum auðvitað á staðinn, en sáum engan beran mann. Jú, konan sagði hann vera þarna. Hann sæist ef farið væri upp á stól við glugga sem hún benti á og þá sæist hann,“ segir Guðmundur á Facebook-síðu Einars Gauts Steingrímssonar lögmanns. Frá góðviðrisdegi í Laugardalslaug.Vísir/Vilhelm Einar Gautur var að velta fyrir sér hneykslunargirni sem nú gengur ljósum logum um samfélagið og sagði frá því að eitt sinn hafi hann, þá ungur maður, mætt í útiskýlið í Laugardalslaugum. Þá hafi verið búið að hækka vegg í austri þannig að dró úr sólskini. Hann spurði þá hvers vegna og þá voru svör þau að konan í blokkinni fyrir ofan hefði kvartað undan því að hún sæi allsbera menn í skýlinu frá svölum sínum, ef hún væri með kíki. Einar Gautur Steingrímsson veltir fyrir sér hneysklunargirni landsmanna. „Mér finnst að þeir sem hneykslast eigi ekki að leita í dyrum og dyngjum af hneykslunarefnum. Af nógu er að taka samt,“ segir Einar Gautur. Guðmundur segir söguna sannleikanum samkvæmt í samtali við Vísi. Stundum gerist eitt og annað þegar fólk sé einmana. „Oft var í það minnsta áður til dæmis hringt á nóttinni og eitt og annað áhyggjuefni rætt. Þessum hringingum var venjuleg vel tekið ef haldið var að hjálp væri af samtalinu.“ Téð útkall var líklega í kringum 1980 og var það í Reykjavík. Guðmundur telur óþarfi að tiltaka nánar staðsetningu, það skipti ekki máli. Svipað atriði var í Áramótaskaupi fyrir margt löngu, það hefur þá byggt á sannsögulegum atburðum þó ótrúlegt væri. Guðmundur segir að þetta hafi auðvitað þótt fyndið og gengið eitthvað. „En þetta truflaði aumingja konuna.“ Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Þegar ég var í lögreglunni fórum við eitt sinn í útkall vegna konu sem sá oft beran mann í íbúðinni á móti hennar. Við fórum auðvitað á staðinn, en sáum engan beran mann. Jú, konan sagði hann vera þarna. Hann sæist ef farið væri upp á stól við glugga sem hún benti á og þá sæist hann,“ segir Guðmundur á Facebook-síðu Einars Gauts Steingrímssonar lögmanns. Frá góðviðrisdegi í Laugardalslaug.Vísir/Vilhelm Einar Gautur var að velta fyrir sér hneykslunargirni sem nú gengur ljósum logum um samfélagið og sagði frá því að eitt sinn hafi hann, þá ungur maður, mætt í útiskýlið í Laugardalslaugum. Þá hafi verið búið að hækka vegg í austri þannig að dró úr sólskini. Hann spurði þá hvers vegna og þá voru svör þau að konan í blokkinni fyrir ofan hefði kvartað undan því að hún sæi allsbera menn í skýlinu frá svölum sínum, ef hún væri með kíki. Einar Gautur Steingrímsson veltir fyrir sér hneysklunargirni landsmanna. „Mér finnst að þeir sem hneykslast eigi ekki að leita í dyrum og dyngjum af hneykslunarefnum. Af nógu er að taka samt,“ segir Einar Gautur. Guðmundur segir söguna sannleikanum samkvæmt í samtali við Vísi. Stundum gerist eitt og annað þegar fólk sé einmana. „Oft var í það minnsta áður til dæmis hringt á nóttinni og eitt og annað áhyggjuefni rætt. Þessum hringingum var venjuleg vel tekið ef haldið var að hjálp væri af samtalinu.“ Téð útkall var líklega í kringum 1980 og var það í Reykjavík. Guðmundur telur óþarfi að tiltaka nánar staðsetningu, það skipti ekki máli. Svipað atriði var í Áramótaskaupi fyrir margt löngu, það hefur þá byggt á sannsögulegum atburðum þó ótrúlegt væri. Guðmundur segir að þetta hafi auðvitað þótt fyndið og gengið eitthvað. „En þetta truflaði aumingja konuna.“
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira