Sá beran mann ef hún prílaði uppá stól Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2022 16:09 Ef farið væri upp á stól við ákveðinn glugga mátti greina nakinn mann í húsi í næsta nágrenni. (Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.) vísir/jakob Guðmundur Benediktsson fyrrverandi hæstaréttarlögmaður þurfti að sinna sérkennilegu útkalli þegar hann var í lögreglunni; kona sem kvartaði undan strípalingi í nágrenninu. „Þegar ég var í lögreglunni fórum við eitt sinn í útkall vegna konu sem sá oft beran mann í íbúðinni á móti hennar. Við fórum auðvitað á staðinn, en sáum engan beran mann. Jú, konan sagði hann vera þarna. Hann sæist ef farið væri upp á stól við glugga sem hún benti á og þá sæist hann,“ segir Guðmundur á Facebook-síðu Einars Gauts Steingrímssonar lögmanns. Frá góðviðrisdegi í Laugardalslaug.Vísir/Vilhelm Einar Gautur var að velta fyrir sér hneykslunargirni sem nú gengur ljósum logum um samfélagið og sagði frá því að eitt sinn hafi hann, þá ungur maður, mætt í útiskýlið í Laugardalslaugum. Þá hafi verið búið að hækka vegg í austri þannig að dró úr sólskini. Hann spurði þá hvers vegna og þá voru svör þau að konan í blokkinni fyrir ofan hefði kvartað undan því að hún sæi allsbera menn í skýlinu frá svölum sínum, ef hún væri með kíki. Einar Gautur Steingrímsson veltir fyrir sér hneysklunargirni landsmanna. „Mér finnst að þeir sem hneykslast eigi ekki að leita í dyrum og dyngjum af hneykslunarefnum. Af nógu er að taka samt,“ segir Einar Gautur. Guðmundur segir söguna sannleikanum samkvæmt í samtali við Vísi. Stundum gerist eitt og annað þegar fólk sé einmana. „Oft var í það minnsta áður til dæmis hringt á nóttinni og eitt og annað áhyggjuefni rætt. Þessum hringingum var venjuleg vel tekið ef haldið var að hjálp væri af samtalinu.“ Téð útkall var líklega í kringum 1980 og var það í Reykjavík. Guðmundur telur óþarfi að tiltaka nánar staðsetningu, það skipti ekki máli. Svipað atriði var í Áramótaskaupi fyrir margt löngu, það hefur þá byggt á sannsögulegum atburðum þó ótrúlegt væri. Guðmundur segir að þetta hafi auðvitað þótt fyndið og gengið eitthvað. „En þetta truflaði aumingja konuna.“ Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Þegar ég var í lögreglunni fórum við eitt sinn í útkall vegna konu sem sá oft beran mann í íbúðinni á móti hennar. Við fórum auðvitað á staðinn, en sáum engan beran mann. Jú, konan sagði hann vera þarna. Hann sæist ef farið væri upp á stól við glugga sem hún benti á og þá sæist hann,“ segir Guðmundur á Facebook-síðu Einars Gauts Steingrímssonar lögmanns. Frá góðviðrisdegi í Laugardalslaug.Vísir/Vilhelm Einar Gautur var að velta fyrir sér hneykslunargirni sem nú gengur ljósum logum um samfélagið og sagði frá því að eitt sinn hafi hann, þá ungur maður, mætt í útiskýlið í Laugardalslaugum. Þá hafi verið búið að hækka vegg í austri þannig að dró úr sólskini. Hann spurði þá hvers vegna og þá voru svör þau að konan í blokkinni fyrir ofan hefði kvartað undan því að hún sæi allsbera menn í skýlinu frá svölum sínum, ef hún væri með kíki. Einar Gautur Steingrímsson veltir fyrir sér hneysklunargirni landsmanna. „Mér finnst að þeir sem hneykslast eigi ekki að leita í dyrum og dyngjum af hneykslunarefnum. Af nógu er að taka samt,“ segir Einar Gautur. Guðmundur segir söguna sannleikanum samkvæmt í samtali við Vísi. Stundum gerist eitt og annað þegar fólk sé einmana. „Oft var í það minnsta áður til dæmis hringt á nóttinni og eitt og annað áhyggjuefni rætt. Þessum hringingum var venjuleg vel tekið ef haldið var að hjálp væri af samtalinu.“ Téð útkall var líklega í kringum 1980 og var það í Reykjavík. Guðmundur telur óþarfi að tiltaka nánar staðsetningu, það skipti ekki máli. Svipað atriði var í Áramótaskaupi fyrir margt löngu, það hefur þá byggt á sannsögulegum atburðum þó ótrúlegt væri. Guðmundur segir að þetta hafi auðvitað þótt fyndið og gengið eitthvað. „En þetta truflaði aumingja konuna.“
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira