Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11.1.2021 13:51
Dularfulli skiltalistamaðurinn er Sigurjón Sighvatsson Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi stígur nú fram sem sjálfstæður listamaður eftir áratugi „bak við tjöldin“ sem framleiðandi. Hann segist vera með eilítinn sviðsskrekk. 9.1.2021 08:00
Þessi fá listamannalaun árið 2021 Starfslaunum til listamanna fyrir árið 2021 hefur verið úthlutað og hafa tilkynningar til umsækjenda um listamannalaun verið að berast þeim í morgun og nú rétt í þessu var send út tilkynning um hvernig þetta skiptist milli listamannanna. 7.1.2021 15:13
Íslenski fáninn meðal stuðningsmanna Trumps vekur athygli Vígalegur mótmælandi veifar íslenska fánanum samhliða miklum fána til stuðnings Trump í borginni Sacramento í Bandaríkjunum. Framganga hans og og hvernig íslenski fáninn tengist róstursömum mótmælunum liggur ekki fyrir. 7.1.2021 11:51
Skutu flugeldum á endurnar á Tjörninni Íbúum við Tjörnina er brugðið en ungir menn hafa sést þar við þann ljóta leik að kveikja á flugeldum og kínverjum og beina að fuglalífi sem þar er. 6.1.2021 13:59
Mest seldu bækur ársins 2020: Nýr bóksölukóngur krýndur Snertingin hans Ólafs Jóhanns Ólafssonar endaði sem mest selda bók ársins samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. 5.1.2021 14:18
Afgreiðslustúlku á Hlemmi ógnað og hún elt inn á starfsmannarými Súrdeigsbakaríið Brauð & Co hefur lokað útibúi sínu við Hlemm Mathöll. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ástæðuna meðal annars þá að ekki sé unnt að tryggja öryggi starfsmanna á Hlemmi. 5.1.2021 09:01
Landlæknir vill hækka verð á gosdrykkjum til mikilla muna Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu telur helsta verkfærið í baráttunni gegn aukakílóum geta reynst hækkun verðs á gosdrykkjum. 4.1.2021 16:52
Meintur áhugakylfingur stelur söfnunarbauki úr Melabúðinni Pétur Alan Guðmundsson kaupmaður er furðu lostinn eftir að maður nokkur gerði sér lítið fyrir og hafði á brott með sér söfnunarbauk Hringsins sem hafði verið komið fyrir í Melabúðinni. 4.1.2021 10:16
Brottreknir sársvekktir með að fá ekki jólagjöf frá starfsmannafélagi Isavia Tæpir fimmtíu starfsmenn luku störfum hjá Isavia um mánaðarmótin nóvember/desember. Þeim sumum þykir súrt í broti að hafa ekki fengið jólagjöf frá starfsmannafélagi fyrirtækisins. 30.12.2020 16:23