RÚV eykur enn hlutdeild sína á auglýsingamarkaði Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2021 09:45 Ríkisútvarpið eykur enn fyrirferð sína á auglýsingamarkaði, hlutdeild stofnunarinnar hækkaði milli ára úr 24 í 26 prósent. visir/vilhelm Tekjusamdráttur fjölmiðla er sem nemur sjö prósentum árið 2019 á föstu verðlagi. Fjórar af hverju tíu krónum fara til erlendra aðila. Þetta kemur fram í nýrri athugun Hagstofunnar. Samanlagðar tekjur fjölmiðla námu tæplega 25 milljörðum króna. Þar af voru tekjur af notendum 14,3 milljarðar og af auglýsingum ásamt kostun um 10,7 milljarðar. „Hlutdeild Ríkisútvarpsins í fjölmiðlatekjum hækkaði á milli ára eða úr 24% í 26%. Fimm stærstu aðilar á fjölmiðlamarkaði tóku til sín 85% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2019. Gera má ráð fyrir að allt að fjórum af hverjum tíu krónum sem varið var til auglýsingabirtinga árið 2019 hafi runnið til erlendra aðila,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hafi orðið umtalsverður samdráttur í tekjum fjölmiðla og er þá um að ræða dagblöð, vikublöð og önnur blöð og tímarit auk hljóðvarps, sjónvarps og vefmiðla. „Frá 2007 til 2010 lækkuðu tekjur fjölmiðla um tæp 30% reiknað á verðlagi ársins 2019. Eftir nokkra tekjuaukningu áranna 2015-2017 hafa tekjurnar fallið á ný eða um 13%. Mestu munar um samdrátt í auglýsingatekjum, en þær eru nú 40% lægri en þegar þær voru hæstar (2007) reiknað á föstu verðlagi. Á sama tíma hafa tekjur af notendagjöldum lækkað um 7%“. Hér má sjá línurit Hagstofunnar sem segir til um þróunina.Hagstofan Í samantekt Hagstofunnar kemur fram að samdrátturinn sé mestur hjá blöðum og tímaritum. En nærri lætur að samdrátturinn þar nemi 60 prósentum frá því að tekjurnar voru hvað hæstar árið 2006. „Tekjur af útgáfu tímarita og annarra blaða lækkuðu um 12% á milli áranna 2018 og 2019. Tekjur hljóðvarps lækkuðu um 9% á milli ára, sjónvarps um 4% og vefmiðla um fjórðung“. Hér má sjá nánar hver hlutdeild Ríkisútvarpsins í hinum svokölluðu fjölmiðlatekjum er.Hagstofan Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri athugun Hagstofunnar. Samanlagðar tekjur fjölmiðla námu tæplega 25 milljörðum króna. Þar af voru tekjur af notendum 14,3 milljarðar og af auglýsingum ásamt kostun um 10,7 milljarðar. „Hlutdeild Ríkisútvarpsins í fjölmiðlatekjum hækkaði á milli ára eða úr 24% í 26%. Fimm stærstu aðilar á fjölmiðlamarkaði tóku til sín 85% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2019. Gera má ráð fyrir að allt að fjórum af hverjum tíu krónum sem varið var til auglýsingabirtinga árið 2019 hafi runnið til erlendra aðila,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hafi orðið umtalsverður samdráttur í tekjum fjölmiðla og er þá um að ræða dagblöð, vikublöð og önnur blöð og tímarit auk hljóðvarps, sjónvarps og vefmiðla. „Frá 2007 til 2010 lækkuðu tekjur fjölmiðla um tæp 30% reiknað á verðlagi ársins 2019. Eftir nokkra tekjuaukningu áranna 2015-2017 hafa tekjurnar fallið á ný eða um 13%. Mestu munar um samdrátt í auglýsingatekjum, en þær eru nú 40% lægri en þegar þær voru hæstar (2007) reiknað á föstu verðlagi. Á sama tíma hafa tekjur af notendagjöldum lækkað um 7%“. Hér má sjá línurit Hagstofunnar sem segir til um þróunina.Hagstofan Í samantekt Hagstofunnar kemur fram að samdrátturinn sé mestur hjá blöðum og tímaritum. En nærri lætur að samdrátturinn þar nemi 60 prósentum frá því að tekjurnar voru hvað hæstar árið 2006. „Tekjur af útgáfu tímarita og annarra blaða lækkuðu um 12% á milli áranna 2018 og 2019. Tekjur hljóðvarps lækkuðu um 9% á milli ára, sjónvarps um 4% og vefmiðla um fjórðung“. Hér má sjá nánar hver hlutdeild Ríkisútvarpsins í hinum svokölluðu fjölmiðlatekjum er.Hagstofan
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira