Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Lögregluyfirvöld í Somerset í Bretlandi eru með ummæli sem hljómsveitirnar Bob Vylan og Kneecap létu falla á sviði á tónlistarhátíðinni Glastonbury til skoðunar. Á tónleikunum, sem voru í beinni útsendingu á BBC, kölluðu Bob Vylan eftir dauða ísraelskra hermanna. 29.6.2025 11:15
Ný kirkjuhandbók og kaldar kveðjur til ferðaþjónustunnar Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 29.6.2025 09:54
Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Kostnaður orku- og loftslagsráðuneytisins og undirstofnana þess frá árinu 2017 við þjónustu, ráðgjöf, stefnumótun og fræðslu sem útvistað hefur verið og tengist jafnréttismálum og kynjafræði, nam 16.235.491 krónum. Kostnaðurinn er að stærstum hluta til kominn vegna jafnlaunavottunar. 28.6.2025 17:28
Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á spítala í Reykjavík eftir slys við svifvængjaflug við Reynisfjall á Suðurlandi um klukkan 14:30. Maðurinn hlaut einhverja áverka en er með meðvitund og ekki í lífshættu. 28.6.2025 16:44
Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Mikill viðbúnaður var á Sæbraut í Reykjavík í gærkvöldi þegar lögregla veitti ökumanni eftirför sem ók á gífurlegum hraða á móti umferð. Ökumaðurinn var handtekinn og fluttur niður á lögreglustöð. 28.6.2025 15:28
Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Íbúi í Grindavík skilur ekki af hverju styrkir Rauða Krossins til Grindvíkinga vegna náttúruhamfara renna aðeins til verkefna utan bæjarins. Styrkurinn kemur frá Rio tinto og var honum ætlað að styðja við samfélagið í Grindavík í kjölfar eldsumbrota síðustu ára. 28.6.2025 14:51
Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar, segir ásakanirnar kjaftæði og íhugar að höfða meiðyrðamál gegn nýrri stjórn. 28.6.2025 13:41
Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Frumvarp um veiðigjöld er ekki á dagskrá þingfundar sem hófst á Alþingi nú klukkan tíu. Þingfundi var ítrekað frestað síðdegis í gær og í gærkvöldi á meðan þingflokksformenn funduðu þar sem leitað er leiða til að semja um þinglok. 28.6.2025 10:20
Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Mikill viðbúnaður var á Sæbraut í Reykjavík um tíuleytið í kvöld vegna eftirfarar lögreglu. Á vettvangi voru nokkrir lögreglubílar og minnst einn sérsveitarbíll. 28.6.2025 00:05
Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sent tölvupóst til félaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algerlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Einnig vilji hún rukka nýja stjórn afturvirkt um endurreiknað markaðsverð leigu fyrir húsnæði flokksins, og krefjist þess að ný stjórn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi. 27.6.2025 23:40