Innlent

Kviknaði í rusla­gámi í Kefla­vík

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Slökkvistarf gekk vel.
Slökkvistarf gekk vel. Brunavarnir Suðurnesja

Eldur kviknaði í stórum opnum ruslagámi hjá grenndargámnum fyrir utan gömlu slökkvistöðina í Keflavík í kvöld. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldatertu en ekki er hægt að slá neinu á föstu í þeim efnum.

Þetta segir Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu.

Vel hafi gengið að slökkva eldinn.

„Þetta var bara á góðum stað, vel frá húsinu, og það var engin hætta þannig séð. Það gekk bara vel hjá okkur að slökkva þetta.“

Tilkynnt hafi verið um eld meðal annars í jólatré í gámnum en brunavarnirnar hafi ekki séð neitt slíkt.

„Það hefur kannski brunnið niður, maður veit það ekki,“ segir Herbert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×