Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Leituðu að manni í sjónum í nótt

Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um eittleytið í nótt, um að hugsanlega hefði maður farið í sjóinn við Granda í Reykjavík. Leitin stóð langt frameftir nóttu, en bar ekki árangur. Kafarar, bátar og þyrla Landhelgisgæslunnar tóku þátt í leitinni.

Segir fá­rán­­legt að enginn axli á­byrgð á bana­slysinu

Hópur mótorhjólamanna hefur efnt til mótmæla næstkomandi mánudag til að mótmæla því að enginn ætli að bera ábyrgð á mistökum við vegagerð, sem leiddu til banaslyss tveggja mótorhjólamanna á Kjalarnesi fyrir fjórum árum. Hópurinn ætlar að hittast á Korputorgi klukkan 19, aka saman upp á Kjalarnes, og stöðva þar hjólin á báðum akreinum í stutta stund í mótmælaskyni. Skipuleggjandi segir fáránlegt að enginn taki ábyrgð.

Myndi engan skaða þótt veð­mála­fyrir­tæki fengju að starfa

Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér.

Um­fangs­mikil á­rás á Gasa talin hafa banað minnst 71

Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem rekin eru af Hamas segja að minnst 71 hafi verið drepinn í umfangsmikilli árás Ísraelshers á svæði sem átti að vera öruggt mannúðarsvæði. Ísraelsher segir að skotmörk árásarinnar hafi verið háttsettir leiðtogar Hamas.

Hellis­heiði opnuð á ný

Hellisheiði var lokað til austurs í dag á meðan brak var hreinsað í Kömbunum. Gera þurfti við víravegrið eftir óhapp. Umferð varr beint um Þrengslaveg á meðan.

Maður hand­tekinn vegna líkams­leifa í ferða­tösku

Þrátíu og fjögurra ára gamall karlmaður sem grunaður er um morð hefur verið handtekinn í Bristol á Englandi. Líkamsleifar fundust í ferðatöskum á brúnni Clifton Suspension Bridge og í íbúð í Shepherd's Bush á miðvikudaginn.

Dýr smjörvi á Egils­stöðum vekur mikla at­hygli

Í gær var vakin athygli á því á Facebook-síðunni „vertu á verði - eftirlit með verðlagi,“ að 400 grömm af klassískum smjörva kostaði 1.245 krónur á N1 á Egilsstöðum. Spurt var hvort þetta væri ekki fullmikið verð, og undirtektir voru miklar.

„Biden á langa sögu af mismælum“

Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum.

Sjá meira