Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júlí 2025 12:10 Maðurinn er grunaður um að hafa tekið bíl á vegum Isavia og keyrt meðal annars inn á flugbrautir. Vísir/Vilhelm Maður stal bíl inni á haftasvæði Keflavíkurflugvallar síðdegis í gær, ók honum um flughlaðið og ógnaði flugumferð. Ók hann meðal annars inn á flugbraut þar sem flugvél var að undirbúa flugtak. Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en RÚV greindi frá. Ómar segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. „Maður er semsagt grunaður um að fara inn á haftasvæðið á ólöglegan máta, hann tekur þar ökutæki ófrjálsri hendi, ekur um flughlaðið og flugbrautir og ógnar þar öryggi. Í kjölfarið fer hann út af haftasvæðinu, lögregla fær tilkynningu og þá hefst eftirför sem endar á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann,“ segir Ómar. Maðurinn sé nú í haldi lögreglu og farið verði fram á gæsluvarðhald. Ómar segist ekki geta gefið upp upplýsingar um það hvort hver maðurinn er, hvernig hann hafi komist inn á svæðið og hvort hann sé starfsmaður Isavia. Hann segir að atvikið feli í sér brot á flugvernd, svo hafi ökutæki verið tekið ófrjálsri hendi, og auk þess setji eftirför á Reykjanesbraut almenning í hættu. „Þessi atburðarás í heild sinni er bara mjög alvarleg.“ Komst yfir læst öryggishlið Í tilkynningu frá Isavia um málið segir að í gær hafi orðið öryggisatvik á Keflavíkurflugvelli sem Isavia líti mjög alvarlegum augum. „Einstaklingi tókst að komast yfir læst öryggishlið hjá austurhlaði flugvallarins og stal þar bíl. Hann keyrði bílinn yfir flugbrautarkerfið, í átt að flugstöðinni og út um Gullna hliðið.“ „Eins og fyrr segir lítur Isavia þetta mál mjög alvarlegum augum og verður það rannsakað og rýnt af fullum þunga. Auk lögreglu, var málið strax tilkynnt til samgöngustofu og á flugvellinum hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess að svona atvik geti ekki endurtekið sig,“ segir í tilkynningu Isavia. Fréttin hefur verið uppfærð Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en RÚV greindi frá. Ómar segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. „Maður er semsagt grunaður um að fara inn á haftasvæðið á ólöglegan máta, hann tekur þar ökutæki ófrjálsri hendi, ekur um flughlaðið og flugbrautir og ógnar þar öryggi. Í kjölfarið fer hann út af haftasvæðinu, lögregla fær tilkynningu og þá hefst eftirför sem endar á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann,“ segir Ómar. Maðurinn sé nú í haldi lögreglu og farið verði fram á gæsluvarðhald. Ómar segist ekki geta gefið upp upplýsingar um það hvort hver maðurinn er, hvernig hann hafi komist inn á svæðið og hvort hann sé starfsmaður Isavia. Hann segir að atvikið feli í sér brot á flugvernd, svo hafi ökutæki verið tekið ófrjálsri hendi, og auk þess setji eftirför á Reykjanesbraut almenning í hættu. „Þessi atburðarás í heild sinni er bara mjög alvarleg.“ Komst yfir læst öryggishlið Í tilkynningu frá Isavia um málið segir að í gær hafi orðið öryggisatvik á Keflavíkurflugvelli sem Isavia líti mjög alvarlegum augum. „Einstaklingi tókst að komast yfir læst öryggishlið hjá austurhlaði flugvallarins og stal þar bíl. Hann keyrði bílinn yfir flugbrautarkerfið, í átt að flugstöðinni og út um Gullna hliðið.“ „Eins og fyrr segir lítur Isavia þetta mál mjög alvarlegum augum og verður það rannsakað og rýnt af fullum þunga. Auk lögreglu, var málið strax tilkynnt til samgöngustofu og á flugvellinum hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess að svona atvik geti ekki endurtekið sig,“ segir í tilkynningu Isavia. Fréttin hefur verið uppfærð
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent