Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Heil­mikil skemmti­dag­skrá og sam­söngur á Þing­völlum í dag

Mikið hefur verið og verður áfram um að vera í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina. Boðið verður upp á margháttaða dagskrá til að minnast þeirra merku tímamóta er Ísland varð sjálfstætt lýðveldi þann 17. júní 1944. Í kvöld verður söngvavaka á gamla Valhallarreitnum.

Netanyahu vill ekki gera hlé á hernaði

Benjamin Natanyahu forsætisráðherra Ísraels er ósáttur með ákvörðun ísraelska hersins um að gera daglegt hlé á hernaði meðfram stofnbraut á Gasa til að hleypa neyðarbirgðum inn á svæðið.

Neita að borga tjón eftir að hafa mokað snjó yfir bíl

Þórir Brynjúlfsson varð fyrir miklu óláni fyrir rúmlega ári síðan, þegar hann kom heim til Íslands eftir að hafa lagt bíl sínum á bílastæði ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Snjó hafði verið mokað upp að og undir bílinn, sem fraus og þrýstist upp í undirvagninn. Bíllinn varð fyrir nokkru tjóni, en ISAVIA og verktakinn sem sá um snjómoksturinn neita að borga tjónið.

„Þetta er stór­tjón fyrir okkur“

Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján.

Það verði „drullu­erfitt“ að rífa VG úr lægðinni

Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn þurfi að fara í innra uppgjör og leita í ræturnar, en flokkurinn mælist aðeins með um þriggja prósenta fylgi í skoðanakönnunum og myndi því detta út af þingi ef kosið yrði í dag. Hann er ekki svartsýnn á framhaldið þó það verði „drulluerfitt“ að rífa sig upp úr lægðinni. Guðmundur var í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing

Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu.

Eldur logar í þaki Kringlunnar

Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum á fjórða tímanum í dag. Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Björgunar­sveit kölluð út í Þórs­mörk

Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út síðdegis í dag vegna konu sem hafði slasast á fæti. Sigurbjörg Metta Sigurrósdóttir hjá Landsbjörgu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Á­hyggjur af vanda drengja í mennta­kerfinu ó­þarfar

Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst, veltir því fyrir sér hvort strákar séu ekki bara að gera rétt í því að eltast ekki við skólagöngu og háar einkunnir. Karlar séu með hærri tekjur en konur í öllum aldurshópum, þrátt fyrir að yngri konur séu líklegri en karlar til að hafa gengið menntaveginn.

Sjá meira