Guðmundur ráðinn aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Hann tekur við af Dagbjarti Gunnari Lúðvíkssyni. 4.6.2024 07:02
Ísrael tilkynnir um dauða fjögurra gísla Ísraelski herinn hefur tilkynnt um dauða fjögurra manna sem teknir voru í gíslingu í árásum Hamas á Ísrael sjöunda október. Talið er að um áttatíu gíslar séu enn í haldi. 4.6.2024 00:14
Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3.6.2024 22:33
Sakar ríkisstjórnina um vanfjármögnun lögreglunnar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að löggæsla ríkisins væri farin að líða verulega fyrir stjórnarstefnu forsætisráðherra. Hún vísaði í umsögn félags yfirlögregluþjóna sem segir að um stöðu lögreglunnar megi segja að þar brenni allir endar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði lagt mikla áherslu á styrk lögreglunnar, en hafi glímt við áskoranir eins og styttingu vakta og hækkun launa. 3.6.2024 22:17
Hommahöllin til sölu Hommahöllin á Neskaupsstað hefur verið sett á sölu, en húsið er norskt kataloghús af fínustu sort. Húsið var síðast starfrækt sem menningarheimili með vinnustofum listamanna og fékk þá í kjölfarið viðurnefnið Hommahöllin. 3.6.2024 20:32
VG mælist aðeins með þrjú prósent Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent. 3.6.2024 19:24
Trúðamótmæli, viðvaranir og einfætt fegurðardrottning Alþingi kom saman í dag í skugga mótmæla eftir tveggja vikna hlé vegna forsetakosninga. Dagurinn byrjaði á því að fundi í allsherjar-og menntamálanefnd var frestað en þar stóð til að taka fyrir útlendingafrumvarpið. 3.6.2024 18:05
Arnar Þór ýjar að stofnun nýs stjórnmálaflokks Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi í nýafstöðnum kosningum ýjar að því að mögulega sé kominn tími á nýja hugmyndafræði eða jafnvel nýjan stjórnmálaflokk hér á landi. Þetta kemur fram í skoðanagrein á Vísi í kvöld þar sem hann fer yfir farinn veg og veltir fyrir sér hinu pólitíska landslagi hér á landi. 2.6.2024 23:07
Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. 2.6.2024 22:22
Harmar atvik þar sem konu var sagt að hún væri búin að kjósa Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, harmar atvik þar sem kona í kjördæminu fékk ekki að kjósa í kjördæminu hans, en hún fékk þau svör á kjörstað að hún væri búin að kjósa. Hann segir að ekki sé hægt að rekja það með neinum hætti hvað gerðist. 2.6.2024 21:33