Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bíll í ljósum logum á Skaganum

Bíll stóð í ljósum logum fyrir utan blokk við Holtsflöt á Akranesi um sexleytið í kvöld. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en bíllinn er ónýtur.

Vatnslögn í sundur í Smára­lind

Slökkviliðið var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna vatnsleka í Smáralind, og voru tveir dælubílar sendir á vettvang. Umsjónarmaður Smáralindar segir að ekkert stórtjón hafi orðið, allar verslanir hafi opnað í morgun nema ein.

Á hundrað og þrjá­tíu á sex­tíu götu

Einn ökumaður var sviptur ökuréttindum í dag vegna hraðaksturs í Hlíðunum í Reykjavík, en hann ók á 132 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er sextíu.

Elon Musk stofnar nýjan stjórn­mála­flokk

Elon Musk, ríkasti maður heims, hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum, Ameríkuflokkinn. Musk segir í færslu á samfélagsmiðlum að í Bandaríkjunum sé í raun bara eins flokks kerfi, ekki lýðræði, í það minnsta þegar kemur að því að stefna landinu í gjaldþrot með sóun og spillingu, eins og hann kemst að orði.

Julian McMahon látinn

Ástralski leikarinn Julian McMahon, sem gerði garðinn frægan í vinsælum þáttaröðum á borð við Nip/Tuck og sem vondi læknirinn Dr Doom í Fantastic four, er látinn 56 ára að aldri.

„Býsna margt orðið grænmerkt“

Bergþór Ólason segir að andinn sé góður og menn séu lausnamiðaðir í þinglokaviðræðum þótt menn takist á og hafi ólík sjónarmið. Obbinn af málunum sé þegar leiddur í jörð, en ennþá sé tekist á um stóru flóknustu málin.

Leitar að eig­anda trúlofunar­hrings sem fannst í fjöru

Genti Salliu var í sínum vikulega göngutúr um Vesturbæ Reykjavíkur þegar hann sá glitta í eitthvað óvenjulega rautt í fjörunni við Keilugranda. Það reyndist box utan um glæsilegan trúlofunarhring, en Gent gerir nú dauðaleit að eiganda hans.

Í­búðin í rúst eftir Airbnb-gesti

Lögreglunni barst tilkynning í dag um skemmdarverk á íbúð í Hlíðunum í Reykjavík, en þar hafði eigandi leigt íbúðina út hjá Airbnb og komið að henni í rúst.

Sjá meira