Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2025 21:38 Bola Tinubu, forseti Nígeríu, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Getty Talsmaður Nígeríuforseta segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn í Nígeríu vegna ásakana um að þar í landi standi yfir umfangsmikil dráp á kristnum mönnum af hálfu íslamskra öfgamanna. Hann segir Trump, sem sagðist í gær undirbúa Stríðsmálaráðuneyti Bandaríkjanna undir innrás í Nígeríu, byggja hótanir sínar á misvísandi fréttaflutningi. Trump sagði að stjórnvöld í Nígeríu stæðu hjá meðan íslamskir hryðjuverkamenn væru að myrða kristna. Mögulega myndu Bandaríkin þurfa að skerast í leikinn í Nígeríu, í færslu á hans á eigin samfélagsmiðli Truth Social í gær. Ef kæmi til þess færu þeir inn með „byssur á lofti“ og yrði aðgerð þeirra „snögg, grimmileg og sæt.“ Daniel Bwala, talsmaður Bola Tinubu Nígeríuforseta, segir í viðtali við AP að hótun Bandaríkjaforseta sé í „stíl Trumps, þar sem hann fer inn af miklu afli til þess þröngva sér að samningaborðinu til þess að eiga samtal.“ Trump sem og Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins sem hefur farið mikinn í umræðunni um trúarofbeldi í Nígeríu, hafa, að sögn Bwala, stutt sig við tíu ára gamlar upplýsingar frá því þegar hryðjuverkasamtökin Boko Haram voru sem öflugust, og reyndu að koma á sharía-löggjöf í landinu. „Þegar kemur að mögulegum hernaðaraðgerðum í Nígeríu, þá verður að hafa í huga á leiðtogarnir tveir eru sammála um málefnið. Það er ekki eitthvað sem menn geta ráðist í einhliða, sérstaklega í ljósi þess að landið er sjálfstætt og styður ekki við þennan glæp,“ segir Bwala Fram kemur að Tinubu hafi lofað að vinna með Bandaríkjunum og öðrum erlendum aðilum til þess að „dýpka samstarf og vinna að verndun allra trúarhópa. Nígerska þjóðin, sem er sú fjölmennasta í Afríku, skiptist nokkurn veginn í tvennt hvað trúarbrögð varðar, helmingurinn er múhameðstrúar, og hinn helmingurinn kristinn. Samkvæmt fyrri umfjöllun AP um ástandið í Nígeríu segir að fórnarlömb árása í norðurhluta landsins, þar sem flestar slíkar árásir eiga sér stað og múslimar eru í meirihluta, séu að stærri hluta til múslimar en kristnir. Þá séu ástæður árásanna margvíslegar, og geta til að mynda varðað landsvæði og auðlindir. Engu að síður séu jafnframt árásir af trúarlegum toga. Nígería Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Trump sagði að stjórnvöld í Nígeríu stæðu hjá meðan íslamskir hryðjuverkamenn væru að myrða kristna. Mögulega myndu Bandaríkin þurfa að skerast í leikinn í Nígeríu, í færslu á hans á eigin samfélagsmiðli Truth Social í gær. Ef kæmi til þess færu þeir inn með „byssur á lofti“ og yrði aðgerð þeirra „snögg, grimmileg og sæt.“ Daniel Bwala, talsmaður Bola Tinubu Nígeríuforseta, segir í viðtali við AP að hótun Bandaríkjaforseta sé í „stíl Trumps, þar sem hann fer inn af miklu afli til þess þröngva sér að samningaborðinu til þess að eiga samtal.“ Trump sem og Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins sem hefur farið mikinn í umræðunni um trúarofbeldi í Nígeríu, hafa, að sögn Bwala, stutt sig við tíu ára gamlar upplýsingar frá því þegar hryðjuverkasamtökin Boko Haram voru sem öflugust, og reyndu að koma á sharía-löggjöf í landinu. „Þegar kemur að mögulegum hernaðaraðgerðum í Nígeríu, þá verður að hafa í huga á leiðtogarnir tveir eru sammála um málefnið. Það er ekki eitthvað sem menn geta ráðist í einhliða, sérstaklega í ljósi þess að landið er sjálfstætt og styður ekki við þennan glæp,“ segir Bwala Fram kemur að Tinubu hafi lofað að vinna með Bandaríkjunum og öðrum erlendum aðilum til þess að „dýpka samstarf og vinna að verndun allra trúarhópa. Nígerska þjóðin, sem er sú fjölmennasta í Afríku, skiptist nokkurn veginn í tvennt hvað trúarbrögð varðar, helmingurinn er múhameðstrúar, og hinn helmingurinn kristinn. Samkvæmt fyrri umfjöllun AP um ástandið í Nígeríu segir að fórnarlömb árása í norðurhluta landsins, þar sem flestar slíkar árásir eiga sér stað og múslimar eru í meirihluta, séu að stærri hluta til múslimar en kristnir. Þá séu ástæður árásanna margvíslegar, og geta til að mynda varðað landsvæði og auðlindir. Engu að síður séu jafnframt árásir af trúarlegum toga.
Nígería Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira