Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2025 18:16 Rannsakendur skoða vettvang á lestarstöðinni. Getty Annar tveggja manna sem handteknir voru í kjölfar stunguárásar í lest í Cambridge-skíri í Bretlandi í gærkvöldi hefur verið látinn laus. Hinn þeirra er grunaður um tilraun til manndráps. Í uppfærslu frá lögreglunni í Bretlandi um gang rannsóknarinnar segir að lögreglan hafi handtekið þann sem nú gengur laus í góðri trú eftir ábendingu um að hann bæri ábyrgð á árásinni. Svo væri hins vegar ekki. Upphaflega voru níu manns metnir með lífshættulega áverka. Fimm þeirra hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi, en einn er enn sagður í lífshættulegu ástandi. Lestin sem árásin átti sér stað í var á leið frá Doncaster til Lundúna. Grunaður árásarmaður steig um borð í Peterborough. Eftir að árásin hófst nam lestin staðar í bænum Huntington. Hnífurinn sem árásarmaðurinn er talinn hafa beitt fannst þar á vettvangi. Myndband af handtökunni Myndband sem sýnir handtöku lögreglu á öðrum mannanna við lestarstöðina gengur nú um samfélagsmiðla og hefur verið birt á vefsíðum gulu pressunnar. The Sun hefur eftir leigubílstjóra sem tók umrætt myndband að árásarmaðurinn hafi öskrað „drepið mig, drepið mig, drepið mig,“ áður en hann var handtekinn. Í myndbandinu sem um ræðir sést hópur lögreglumanna umkringja árásarmanninn og reyna að ná stjórn á honum. Til þess beita lögreglumennirnir rafbyssu, en árásarmaðurinn virðist streitast gegn handtökunni. „Náið tökum fjandans tökum á honum,“ heyrist einn lögregluþjónninn öskra. Annar heyrist skipa árásarmanninum að rétta honum hendur sínar, enn annar biður um að honum séu rétt handjárn. Maðurinn er einn tveggja manna á fertugsaldri sem handteknir voru vegna málsins. Einungis annar þeirra er grunaður um tilraun til manndráps að svo stöddu, en hinn þeirra hefur verið látinn laus. Bretland Erlend sakamál England Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira
Í uppfærslu frá lögreglunni í Bretlandi um gang rannsóknarinnar segir að lögreglan hafi handtekið þann sem nú gengur laus í góðri trú eftir ábendingu um að hann bæri ábyrgð á árásinni. Svo væri hins vegar ekki. Upphaflega voru níu manns metnir með lífshættulega áverka. Fimm þeirra hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi, en einn er enn sagður í lífshættulegu ástandi. Lestin sem árásin átti sér stað í var á leið frá Doncaster til Lundúna. Grunaður árásarmaður steig um borð í Peterborough. Eftir að árásin hófst nam lestin staðar í bænum Huntington. Hnífurinn sem árásarmaðurinn er talinn hafa beitt fannst þar á vettvangi. Myndband af handtökunni Myndband sem sýnir handtöku lögreglu á öðrum mannanna við lestarstöðina gengur nú um samfélagsmiðla og hefur verið birt á vefsíðum gulu pressunnar. The Sun hefur eftir leigubílstjóra sem tók umrætt myndband að árásarmaðurinn hafi öskrað „drepið mig, drepið mig, drepið mig,“ áður en hann var handtekinn. Í myndbandinu sem um ræðir sést hópur lögreglumanna umkringja árásarmanninn og reyna að ná stjórn á honum. Til þess beita lögreglumennirnir rafbyssu, en árásarmaðurinn virðist streitast gegn handtökunni. „Náið tökum fjandans tökum á honum,“ heyrist einn lögregluþjónninn öskra. Annar heyrist skipa árásarmanninum að rétta honum hendur sínar, enn annar biður um að honum séu rétt handjárn. Maðurinn er einn tveggja manna á fertugsaldri sem handteknir voru vegna málsins. Einungis annar þeirra er grunaður um tilraun til manndráps að svo stöddu, en hinn þeirra hefur verið látinn laus.
Bretland Erlend sakamál England Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira