Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn nákomnu stúlkubarni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot, þar á meðal nauðganir, gegn stúlkubarni. Hann er sagður hafa ógnað lífi, heilsu og velferð stúlkunnar á alvarlegan hátt með háttsemi sinni. 25.10.2024 20:25
Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Flestir myndu vilja fá sér drykk með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, af formönnum stjórnmálaflokkanna. Næst flestir myndu vilja drekka með Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. Þó myndu enn fleiri ekki vilja drekka með neinum af stjórnmálaleiðtogunum. 25.10.2024 17:02
Hlaut dóm fyrir að ráðast á móðurina tveimur árum fyrir andlátið Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hann úr fangelsi í haust, en þá hafði hann lokið afplánun. Hann hafði setið inni í fangelsi allan afplánunartímann. 25.10.2024 12:57
Árásarmaðurinn á Dubliner fær ekki áheyrn í Hæstarétti Tíu ára fangelsisdómur Fannars Daníels Guðmundssonar vegna skotárásar, frelsissviptingar og nauðgunar stendur. Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Fannars. 25.10.2024 11:04
Sagður hafa haldið konu á salerni skemmtistaðar og brotið á henni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni sem er sögð hafa átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst 2022 á salerni skemmtistaðar. 25.10.2024 08:03
Sonurinn áður stungið föður sinn í bakið Karlmaður á fertugsaldri sem var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti móður á sögu um ofbeldi í garð foreldra sinna. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að stinga föður sinn í bakið árið 2006 en var sýknaður vegna ósakhæfis. 24.10.2024 22:23
„Þurfum á því að halda að það verði breyting á stjórn landsins“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn er í þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann segir kominn tíma á breytingu á stjórn landsins. 24.10.2024 21:14
Útkall vegna slyss í fiskiskipi Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið vegna slys á fiskiskipi í utanverðum Húnaflóa. 24.10.2024 19:38
Sonur hinnar látnu í gæsluvarðhald Karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti í nótt. 24.10.2024 18:19
Ákærður fyrir að nauðga barni og afhenda því áfengi daginn eftir Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni vegna tveggja atvika sem eru sögð hafa átt sér stað í lok júlímánaðar 2023. 24.10.2024 07:30