Vaktin: Rishi Sunak farinn af landi brott Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi. 16.5.2023 07:57
Fleiri en tvö hundruð látin svelta sig til bana Rúmlega tvö hundruð lík fólks sem tilheyrði kristnum dómsdagssöfnuði hafa nú fundist í skógi í Kenía. Fyrrverandi prédikari hjá söfnuðinum segir að börn hafi verið þau fyrstu sem voru látin svelta sig til bana áður en röðin kom að fullorðnum. 14.5.2023 13:49
Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. 14.5.2023 12:28
Twitter sagt láta undan þrýstingi Erdogan Andófsmaður og rannsóknarblaðamaður eru á meðal þeirra sem samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa fallist á að fela fyrir tyrkenskum notendum sínum rétt fyrir mikilvægustu kosningar í landinu í áraraðir. Twitter hefur ekki sagt hvers kyns efni miðilinn samþykkti að ritskoða. 14.5.2023 09:23
Hundruð þúsundir flýja öflugan fellibyl Fellibylurinn Mocha stefnir nú á strendur Bangladess og Búrma með sjávarflóðum á svæðum þar sem um tvær milljónir manna búa. Hundruð þúsundir manna hafa verið flutt af svæðinu fyrir komu bylsins. 14.5.2023 08:22
Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. 14.5.2023 07:57
Bifreiðar óökufærar en minniháttar meiðsli eftir árekstur Ökumaður og farþegi bifreiðar voru fluttir með sjúkrabíl af vettvangi bílslyss þar sem tveir bílar skullu saman í Grafarvogi. Áverkar þeirra voru minniháttar en báðar bifreiðarnar voru óökufærar og voru dregnar af vettvangi. 14.5.2023 07:25
Meira en 200 milljón króna sekt fyrir stórfelld skattsvik Eigandi félags sem átti veitingastaðinn Primo í Reykjavík var dæmdur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða meira en 220 milljónir króna í sekt fyrir stórfelld skattalagabrot í vikunni. 13.5.2023 14:56
Læknir og hjúkrunarfræðingur fyrstir á slysstað á Klettshálsi Ökumaður bifreiðar sem fór út af veginum og valt á Klettshálsi á sunnanverðu Vestfjörðum í dag er sagður í stöðugu ástandi eftir atvikum. Hann sat fastur í flaki bílsins en læknir og hjúkrunarfræðingur voru á meðal fyrstu vegfarenda sem komu að slysinu. 13.5.2023 14:49
Þyrla sótti slasaðan mann eftir bílslys á Klettshálsi Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti mann sem slasaðist í bílslysi á Klettshálsi á sunnanverðum Vestfjörðum í dag. Von var á henni til lendingar við Landspítalann í Fossvogi rétt eftir klukkan 13:00. 13.5.2023 12:50